Undirskriftirnar lýsa upp skammdegið

Veneseúelski listamaðurinn Jaime Reyes hefur hannað gagnvirkt ljósaverk fyrir bréfamaraþon Amnesty International

Kristján Guðjónsson
Laugardaginn 2. desember 2017 12:00

Daglega brjóta stjórnvöld víða um heim á mannréttindum borgara sinna: lögregluofbeldi, skerðing tjáningarfrelsis, þvingaður brottflutningur, kúgun jaðarhópa og svo framvegis og svo framvegis. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvort og hvernig maður getur gert gagn í baráttunni gegn mannréttindabrotum, og stundum sér maður ekki að ein rödd skipti nokkru máli.

Að myndgera valdið sem hvert og eitt okkar hefur, að sýna samtakamátt fjöldans á sjónrænan hátt, er markmið venesúelska listamannsins Jaime Reyes, en hann hefur hannað nýtt gagnvirkt ljóslistaverk, kertaljós sem varpað verður upp á Hallgrímskirkju næstu daga með tveimur gríðarlega kraftmiklum skjávörpum.

Verkið er hluti af árlegu bréfamaraþoni Amnesty International en í ár beina samtökin sjónum sínum að 10 málum einstaklinga og hópa sem brotið hefur verið á. Fólk er beðið um að skrifa undir bréf sem eru bæði hugsuð sem táknrænn stuðningur við þá sem brotið er á, sem og þrýstingur á stjórnvöld um að vinna að umbótum. Það kann að vera auðvelt fyrir stjórnvöld að hunsa eitt bréf en öllu erfiðara að líta undan þegar milljónir slíkra bréfa berast.

Bréfamaraþonið fer fram víða um land og á vefsíðu Amnesty, en þar að auki geta vegfarendur skrifað nafn sitt og kennitölu á þar til gerðar spjaldtölvur sem verða við Hallgrímskirkju, en með því munu þeir virkja hluta af listaverki Reyes.

„Við höfum skapað þetta verk en það vantar enn þá það mikilvægasta, fólkið sem hefur áhrif á það. Verkið er gagnvirkt og lýsist aðeins upp ef fólk á í samskiptum við það. Aðalmyndin á kirkjunni er kerti, en til þess að halda loganum lifandi og gera hann stærri þarf fólk að skrifa undir. Vonandi hjálpar þetta fólki að sjá hversu miklu hver einstaklingur getur áorkað, hversu valdamikil við erum þegar við vinnum saman – það er ekki alltaf hægt að reiða sig á stjórnvöld eða einhvern frelsara. Við viljum ekki að loginn dofni, heldur halda honum lifandi,“ útskýrir Reyes.

Hann segir umræðu um mannréttindi hvíla þungt á honum um þessar mundir enda fótumtroði stjórnvöld í hans eigin heimalandi réttindi borgara í síauknum mæli. „Venesúela er að ganga í gegnum mjög erfiða tíma pólitískt séð. Fólk er fangelsað fyrir að gagnrýna stjórnvöld og mótmæla friðsamlega – og það er farið mjög illa með fólk í fangelsunum. Fyrir utan landsteinana vita fæstir hvað er í gangi,“ segir Reyes. Hann segir að þetta hafi haft áhrif á þá ákvörðun hans að flytja Svíþjóðar, en þar hefur hann búið undanfarin tvö ár. „Að vissu leyti fannst mér hættan vera orðin of mikil í Venesúela.“

Kristján Guðjónsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Borgarstjóri segir Alþingi hafa tafið byggingu nýrra íbúða í Reykjavík

Borgarstjóri segir Alþingi hafa tafið byggingu nýrra íbúða í Reykjavík
Fyrir 13 klukkutímum

Fangi í Fossvogi

Fangi í Fossvogi
433
Fyrir 15 klukkutímum

Tobias Thomsen aftur í KR?

Tobias Thomsen aftur í KR?
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Krafan um að erlenda vinnuaflið tali íslensku – er það innifalið í kaupinu?

Krafan um að erlenda vinnuaflið tali íslensku – er það innifalið í kaupinu?
433
Fyrir 15 klukkutímum

Sár því hann fær ekki að mæta Ronaldo í kvöld

Sár því hann fær ekki að mæta Ronaldo í kvöld
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum
Veiparar Íslands
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Sigurður Ingi segir að ríkisstjórnarsamstarfið byggi á samvinnu og trausti – Markmiðið að koma Íslandi í fremstu röð á sem flestum sviðum

Sigurður Ingi segir að ríkisstjórnarsamstarfið byggi á samvinnu og trausti – Markmiðið að koma Íslandi í fremstu röð á sem flestum sviðum
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Hversu lengi á maður að vera í sömu vinnunni?

Hversu lengi á maður að vera í sömu vinnunni?
Eyjan
Fyrir 17 klukkutímum

Sem örþjóð verðum að snúa bökum saman og takast á við þau erfiðu og alvarlegu vandamál sem blasa við

Sem örþjóð verðum að snúa bökum saman og takast á við þau erfiðu og alvarlegu vandamál sem blasa við
Matur
Fyrir 18 klukkutímum

Epískur nachos-réttur sem bjargar helginni

Epískur nachos-réttur sem bjargar helginni