fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Matur og mannlegt eðli

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 15. október 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gamla daga þegar maður las barnabækur Enid Blyton tók maður eftir því að börnin fengu nær alltaf eitthvað gott að borða, eins og til dæmis brauð með glóaldinmauki. Glóaldinmauk – orðið eitt og sér framkallaði sælukennd í huga manns, þótt ekki vissi maður nákvæmlega hvað þarna var um að ræða. Enn er það svo að fallega framreiddur matur fyllir mann sælukennd og ætli það sé ekki þess vegna sem maður sækir í matreiðsluþætti.

Matreiðsluþættir eru gott sjónvarpsefni, eins og til dæmis Top Chef sem Skjár Símans sýnir á mánudagskvöldum. Þar er hart barist í útsláttarkeppni. Við kynnumst keppendum sem segja frá daglegu lífi sínu milli þess sem þeir keppast um að elda sem bestan mat. Ekki má mikið út af bregða. „Þú notaðir of mikið salt,“ var sagt við einn keppanda á dögunum og hann látinn fjúka fyrir þær einu sakir. Hann varð vitanlega mæðufullur við þau tíðindi. Aðeins minna salt og hann hefði verið í góðum málum.

Í raunveruleikaþáttum myndi maður ætla að keppendur hefðu ætíð í huga að þeir eru fyrir framan myndavélar og reyndu því að hegða sér sem allra best. Flestum tekst þetta en ætíð eru einhverjir sem geta ekki haldið ró sinni og taka upp á því að níða aðra keppendur. Vissulega áhugavert sjónvarpsefni en ekki beinlínis þeim til framdráttar sem svo tala. Skondnast er þó þegar keppendur sem falla úr keppni móðgast ógurlega og tala fjálglega um það hversu ósanngjörn ákvörðun dómaranna hafi verið. Þeim finnst þeir vera flottastir þótt öðrum sé ljóst að þeir eru það alls ekki.

Matur er í fyrirrúmi í Top Chef en þar fræðumst við einnig nokkuð um hið mannlega eðli sem getur verið svo síbreytilegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Í gær

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell