Fókus

Konungar diskótónlistarinnar í Hörpu

Svali og gengið með „Kool“ stemningu

Ragna Gestsdóttir skrifar
Sunnudaginn 18. júní 2017 21:30

Konungar diskótónlistarinnar, Kool and the Gang, héldu nýlega tónleika í Eldborgarsal Hörpu. Hljómsveitin var stofnuð 1969 og hefur starfað óslitið síðan. Til að byrja með var fönk og djass áberandi í lögum þeirra, en seinna kynntust þeir diskóinu og þá varð ekki aftur snúið.

Það þekkja allir lög eins og Get down on it, Joanna, Cherish, Celebration, Fresh, Jungle Boogie og Ladies Night og tónleikagestir voru vel með á nótunum, sungu og klöppuðu með. Fyrr en varði voru margir þeirra staðnir upp og farnir að dilla sér með.

Eftir tónleikana brugðu margir gesta sér í eftirpartí í Björtuloftum og þar var stiginn dans fram eftir nóttu og sáu dj-arnir Daggi diskó Guðbergsson og Hlynur Jakobsson um að þeyta skífum.

Parið Dagný Dögg Bæringsdóttir og Ívar Guðmundsson er duglegt að sækja tónleika.
Cherish Parið Dagný Dögg Bæringsdóttir og Ívar Guðmundsson er duglegt að sækja tónleika.
Hjónin Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofu, og Viðar Lúðvíksson, einn eigenda Landslaga, buðu elstu börnunum, Viðari Snæ Viðarssyni og Arnhildi Önnu Árnadóttur, með, enda tónlistin fyrir alla aldurshópa.
Everybody's dancin' Hjónin Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofu, og Viðar Lúðvíksson, einn eigenda Landslaga, buðu elstu börnunum, Viðari Snæ Viðarssyni og Arnhildi Önnu Árnadóttur, með, enda tónlistin fyrir alla aldurshópa.
Athafnahjónin Inga Lind Karlsdóttir og Árni Hauksson voru fersk og flott.
Fresh Athafnahjónin Inga Lind Karlsdóttir og Árni Hauksson voru fersk og flott.
Vinirnir Sybil Gréta Kristinsdóttir, hjónin Guðrún Möller og Ólafur Árnason, Simbi klippari og Anna Þóra Björnsdóttir.
Ladies night Vinirnir Sybil Gréta Kristinsdóttir, hjónin Guðrún Möller og Ólafur Árnason, Simbi klippari og Anna Þóra Björnsdóttir.
María Lísa Benediktsdóttir og parið Fríða Rún Þórðardóttir, stjórnarformaður og eigandi Regus og Orange, og Tómas Hilmar Ragnarz, eigandi og framkvæmdastjóri Reguz og Orange.
Jungle Boogie María Lísa Benediktsdóttir og parið Fríða Rún Þórðardóttir, stjórnarformaður og eigandi Regus og Orange, og Tómas Hilmar Ragnarz, eigandi og framkvæmdastjóri Reguz og Orange.
Vinirnir Bergur Rosinkranz, Eyþór Guðjónsson og Jónas Sigurgeirsson voru mættir til að skemmta sér.
Celebration Vinirnir Bergur Rosinkranz, Eyþór Guðjónsson og Jónas Sigurgeirsson voru mættir til að skemmta sér.
Björk Svarfdal, Björn Sigurðsson, Kristín Sæmundsdóttir og Gísli Þór Magnússon biðu spennt eftir að sjá Svala og gengið.
Get down on it Björk Svarfdal, Björn Sigurðsson, Kristín Sæmundsdóttir og Gísli Þór Magnússon biðu spennt eftir að sjá Svala og gengið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af