Fókus

Áslaug: Ekki allar konur þrá ofurkonutitilinn – „Síðan hvenær varð allt mikilvægara en börnin okkar?“

Framkvæmdastjóri SA segir lengra fæðingarorlof ekki stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði –

Auður Ösp skrifar
Miðvikudaginn 17 maí 2017 20:00

„Afhverju eruði að reyna að neyða mig til þess að vera ofurkona? Ég vil nefnilega bara vera venjuleg kona. Mig langar til þess að fá möguleikann á að vera í eitt ár heima í fæðingarorlofi ef til þess kemur og án þess að hafa fjárhagsáhyggjur,“ segir Áslaug Þorgeirsdóttir tveggja barna móðir og bloggari á síðunni Hvítir Mávar. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins lét nýlega þau orð falla í grein sem birtist á vef SA að hægt væri að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði með því að auka dagvistunarþjónustu frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til leikskólavist hefst.

Sagði Halldór að fyrirkomulagið myndi draga úr launamun kynjanna, auka hlut kvenna í stjórnunarstöðum og gera þeim kleift að sækja fram á fleiri sviðum en nú er. Benti hann á að Samtök atvinnulífsins hefðu áður lagt til að grunnskólaganga barna myndi hefjast við fimm ára aldur.

Halldór Benjamín Þorbergsson. Ljósmynd/Eyjan.
Halldór Benjamín Þorbergsson. Ljósmynd/Eyjan.

„Það myndi samhliða skapa svigrúm til lækkunar á dagvistunaraldri og tryggja öllum börnum viðeigandi dagvistun frá því fæðingarorlofi foreldra lýkur þar til skólaskyldu barnsins lýkur. Til að brúa bilið sem nú er til staðar neyðast foreldrar oft til að taka launalaust leyfi frá störfum. Reynslan sýnir að sú byrði lendir oftar á konum sem þar af leiðandi verða af tækifærum á vinnumarkaði og dragast aftur úr varðandi starfsframvindu og laun samanborið við karlmenn. Það eru því raunveruleg tækifæri til staðar til að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði.“

Þá benti Halldór á að málið hefði verið rætt innan SA og talið hefði verið óljóst að lengra fæðingarorlof myndi stuðla að jafnrétti kynjanna, heldur var talið að myndi auka kostnað samfélagsins og fjarveru foreldra frá störfum.

Ekki allar konur sem þrá stóran frama

Í færslu sem birtist á Hvítir Mávar segir Áslaug samfélagið setja þann þrýsting á mæður að þær séu svokallaðar „ofurkonur.“ Bendir hún á að hins vegar sækjast ekki allar konur eftir þeim titli. Margar þeirra þrá það eitt að geta fundið einhvers konar jafnvægi á milli vinnu og fjölskyldulífs.

„Mig langar að vera með fjölskyldu bröns á hverjum sunnudegi. Ég þrái ekki stóran frama, það er ekki það sem ég lifi fyrir. Ég lifi fyrir fjölskylduna mína. Ég vil að við séum hamingjusöm.“

Áslaug segir það jafnframt vera sorglega hugsun hjá SA að líta á lengra fæðingarorlof sem hindrun þegar kemur að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

„Síðan hvenær varð allt mikilvægara en börnin okkar? Og síðan hvenær var svona auðvelt að fá fólk til starfa í leikskóla? Ég bý í Hafnarfirði og það er búið að loka ungbarnaleikskólum. Þetta er algjörlega þvert á móti öllu sem er í gangi í samfélaginu. Sveitarfélögin vilja ekki borga leikskólakennurum betri laun. Fæðingarorlof á að vera stutt og illa borgað. Hvernig kemur þetta heim og saman?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fókus
Fyrir 27 mínútum síðan
Áslaug: Ekki allar konur þrá ofurkonutitilinn – „Síðan hvenær varð allt mikilvægara en börnin okkar?“

Leyndarmálið afhjúpað: Jóhanna Guðrún og Davíð trúlofuð

Fókus
Fyrir 29 mínútum síðan
Leyndarmálið afhjúpað: Jóhanna Guðrún og Davíð trúlofuð

Steingrímur Njálsson bauð Illuga uppí bíl: „Maðurinn var málgefinn og spurði mig að aldri“

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum síðan
Steingrímur Njálsson bauð Illuga uppí bíl: „Maðurinn var málgefinn og spurði mig að aldri“

Katrín Njarðvík deilir reynslu sinni af fegurðarsamkeppnum: „Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að fara út í“

Fókus
Fyrir 5 klukkutímum síðan
Katrín Njarðvík deilir reynslu sinni af fegurðarsamkeppnum: „Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að fara út í“

Katrín segir píp-test hafa slæm áhrif á sjálfsmynd barna: „Skömmin við að geta ekki hlaupið jafn mikið var svakaleg“

Fókus
Fyrir 6 klukkutímum síðan
Katrín segir píp-test hafa slæm áhrif á sjálfsmynd barna: „Skömmin við að geta ekki hlaupið jafn mikið var svakaleg“

Langar þig í Páskaegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag

Fókus
Fyrir 9 klukkutímum síðan
Langar þig í Páskaegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag

Þriggja barna móðir leitar töfralausna: ,,Ég þjáist af minnisleysi og einbeitingaskorti“

Fókus
í gær
Þriggja barna móðir leitar töfralausna: ,,Ég þjáist af minnisleysi og einbeitingaskorti“

Ævintýraferð til Ísrael og Jórdaníu: Mögnuð saga við hvert fótmál

í gær
Ævintýraferð til Ísrael og Jórdaníu: Mögnuð saga við hvert fótmál

Steinunn Rut lenti í hrottalegu einelti: „Ég leitaði í sjálfsskaða til þess að hleypa sársaukanum út“

Mest lesið

Rúnar Freyr gjaldþrota

Ekki missa af