Fókus

Óvæntur glaðningur beið Ólafar á toppi Esjunnar

„Mér fannst ég eiga þetta páskaegg sannarlega skilið fyrir afrekið”

Kristín Clausen skrifar
Þriðjudaginn 18. apríl 2017 20:00

„Góðverkin leynast víða og í hinum ýmsu myndum.“ Þetta segir Ólöf Huld Vöggsdóttir en hennar beið óvæntur glaðningur á toppi Esjunnar að morgni páskadags.

„Ég ákvað að dröslast upp á Esuna í fyrsta skiptið,“ segir Ólöf og viðurkennir fúslega að ferðin upp á fjallið hafi verið býsna erfið. „Þetta var miklu erfiðaðara en ég bjóst við. Oft og mörgum sinnum ætlaði ég að stoppa, snúa við eða bíða en var hvött áfram af pabba mínum og systrum.“

Þegar Ólöf komst að lokum upp að Steini fann hún fallega gjöf frá konu sem heitir Andrea. Gjöfin var páskaegg númer fögur frá Nóa Síríus. Ólöf var að vonum himinlifandi með páskaeggið og kveðst örugglega eiga eftir að launa góðverkið með einhverjum hætti í framtíðinni.

Vegleg verðlaun fyrir að komast alla leið
Falleg skilaboð Vegleg verðlaun fyrir að komast alla leið

Mynd: Úr einkasafni

Þá segir Ólöf: „Mér fannst ég eiga þetta páskaegg svo sannarlega skilið fyrir afrekið.” Málshátturinn sem Ólöf fann svo í páskaegginu átti einstaklega vel við en í honum stóð: “Sá á fund sem finnur ef enginn finnst eigandinn.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af