Fókus

Til kvenna sem eiga eigin- eða ástmann, með ristruflun

Fimm af hverjum tíu karlmönnum á aldrinum 40–70 ára eiga við ristruflun að stríða

Margrét Gústavsdóttir
Miðvikudaginn 27. september 2017 21:30

Það er mikilvægt að láta sér líða vel með þeim sem manni þykir vænt um og hér skiptir kynlífið miklu máli, óháð aldri og heilsu.

Fimm af hverjum tíu körlum á aldrinum 40 til 70 ára lenda í vandræðum með stinningu. Rétt er að leggja á það áherslu að í mjög fáum tilvikum stafar þetta af vanda í samskiptum viðkomandi pars. Oftast nær liggja líkamlegar eða líffræðilegar ástæður að baki.

Hjá körlum með sykursýki er þetta til dæmis algengur fylgikvilli, og hjá þeim sem eru með hjartasjúkdóm lenda fjórir af hverjum tíu í vandræðum með stinningu.

Það er ekki svo að maður verði að sætta sig við þetta því ýmislegt er hægt að gera og oft getur það hjálpað ef konan hefur frumkvæði að því að ræða málið.

Á maðurinn minn í vandræðum með stinningu?

Ef eiginmaður þinn eða félagi á erfitt með að láta sér rísa hold þannig að það bitni á kynlífinu þá má tala um stinningarvanda eða ristruflun. En slíkt þýðir ekki að hann sé ófrjór og geti ekki haft sáðlát eða fengið fullnægingu.

Hvaða áhrif hefur þetta á manninn?

Karlar meta að hluta til eigin verðleika út frá hæfileikum sínum á sviði kynlífsins. Ef þeir ná ekki stinningu eða tekst ekki að viðhalda henni getur það orkað sálrænt á þá. Vonbrigði geta komið fram, taugatitringur og áhyggjur af frammistöðu, einnig reiði, þunglyndi og öryggisleysi. „Ef ég get ekki stundað eðlilegt kynlíf með elskunni minni þá hef ég svikið hana sem ástmaður og maður.“ Það getur reynst erfitt að ræða málið og þá getur svo farið að maðurinn þjáist í einrúmi og þögn.

Hvaða áhrif hefur þetta á konuna?

Vandamálið getur einnig kallað fram sterkar tilfinningar hjá konunni, meðal annars reiði, vonbrigði, áhyggjur af manninum, taugatitring, öryggisleysi og áhyggjur af eigin frammistöðu. Margar konur fara að ímynda sér að þær séu ekki nógu aðlaðandi og kvenlegar ef karlinn á í vandræðum með stinningu.

Ef karl eða kona fær á tilfinninguna að hún (hann) sé ekki eins eftirsótt(ur) og áður verður þörfin meiri fyrir umhyggju og ást. Karlinn reynir að vísu að forðast slíkt af ótta við að það leiði til væntinga um kynlíf sem hann getur ekki staðið sig í.

Þessi vandi með stinningu getur smátt og smátt farið að orka á aðra þætti sambúðarinnar. Spenna getur myndast ásamt þeirri tilfinningu að æ meiri fjarlægð sé að verða í sambandinu.

Er unnt að meðhöndla þennan vanda mannsins míns?

Það má meðhöndla ristruflun hjá langflestum. Karlinn þinn þarf því ekki að sætta sig við að búa bara við þetta; margar leiðir til meðhöndlunar eru fyrir hendi.

Hvað get ég gert sjálf?

Það er ýmislegt hægt að gera:

Mikilvægast er að geta rætt þennan vanda við karlinn. Það er kannski ekki auðvelt að eiga frumkvæði að því en það sýnir áhuga þinn á vandamálinu og vilja til að leysa það ef þú kynnir þér hugsanlegar orsakir og meðhöndlun.

Ef maðurinn þinn á að fá meðhöndlun verður hann að tala við lækni. Þú getur kannski boðist til að fara með. Því fyrr sem tekið er á vandanum því fyrr er unnt að finna hvaða meðhöndlun hentar best. Auðvitað er það karlinn sem fer í meðhöndlunina en stuðningur þinn við að koma þessu í kring getur skipt sköpum.

Ef karlinn þinn reykir eða neytir mikils áfengis getur það aukið á vandann. Þú skalt ráðleggja honum að fá aðstoð læknis við að minnka eða hætta reykingum og drykkju.
Ýmis lyf geta orsakað vanda við stinningu eða bætt á vanda sem fyrir er. Einkum er um að ræða lyf við háum blóðþrýstingi, flogaveiki og þunglyndi auk vatnslosandi lyfja. Ef þið teljið að vandinn tengist nýjum lyfjum sem maðurinn hefur fengið er mikilvægt að hann láti lækninn vita.

Hvers konar meðhöndlun er um að ræða?

Læknir ykkar getur leiðbeint ykkur um ýmsa möguleika til meðhöndlunar. Það er yfirleitt ekki þörf á miklum rannsóknum áður en meðhöndlun getur hafist. Maðurinn þarf hins vegar að ræða við lækni um hvað hafi angrað hann og hvaða lyf hann tekur. Hugsanlega verður tekið af honum hjartalínurit (EKG, þar sem rafskaut eru sett á brjóstið) og blóðþrýstingur mældur.

Það er óhætt að taka lyf við ristruflun ef þess er gætt að:

fá lyfin með lyfseðli frá lækni.
ræða við lækni um fyrri sjúkdóma og önnur lyf áður en meðhöndlun hefst.
ræða við lækni ef aukaverkanir koma fram.
fylgja ráðum læknis um skammtastærð.

Fleiri upplýsingar við þessum vanda og öðru sem tengist heilsu og vellíðan er að finna á www.doktor.is

Margrét Gústavsdóttir
....er félagi nr. 241 hjá Blaðamannafélagi Íslands.
Hún hefur m.a. starfað við sjónvarp og útvarp og verið vinsæll bloggari í gegnum árin.

margret@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Sigríður varð yfirtekin ofsareiði og stjórnleysi – „Valdasjúkur og illa innrættur ofbeldismaður tók frá mér hamingjuna þetta kvöld“

Sigríður varð yfirtekin ofsareiði og stjórnleysi – „Valdasjúkur og illa innrættur ofbeldismaður tók frá mér hamingjuna þetta kvöld“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Syrgjandi faðir biðlar til fólks: Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt alltaf að þvo hendurnar nálægt smábarni

Syrgjandi faðir biðlar til fólks: Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt alltaf að þvo hendurnar nálægt smábarni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hryllilegar, bráðfyndar og fáránlegar sögur af misheppnuðum Tinder stefnumótum – „Ég var ekki lengi að forða mér“:

Hryllilegar, bráðfyndar og fáránlegar sögur af misheppnuðum Tinder stefnumótum – „Ég var ekki lengi að forða mér“:
Fókus
Fyrir 3 dögum

Óvinur Íslands handtekinn í Keflavík – „Fjölmiðlar búnir að mála mig upp sem skrímsli, nauðgara og hræðilega manneskju“

Óvinur Íslands handtekinn í Keflavík – „Fjölmiðlar búnir að mála mig upp sem skrímsli, nauðgara og hræðilega manneskju“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Íslendingur óskaði eftir hjálp við að fremja sjálfsvíg – Viðbrögðin komu á óvart

Íslendingur óskaði eftir hjálp við að fremja sjálfsvíg – Viðbrögðin komu á óvart
Fyrir 5 dögum

Halldór Blöndal fer yfir ferilinn: „Hefði viljað takast á við hrunið“

Halldór Blöndal fer yfir ferilinn: „Hefði viljað takast á við hrunið“