fbpx
Fimmtudagur 24.janúar 2019
Fókus

Tónlist.is lokar – Notendur hvattir til að nýta inneign

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 11. janúar 2019 13:30

Vefurinn Tónlist.is mun loka 1. febrúar. Eru notendur hvattir til að nýta allar inneignir og sækja ósótt lög fyrir þann tíma.

Tónlist.is er fyrsti Íslenski vefurinn sem gagngert hannar þjónustu sem nýtir sér 3G gagnaflutningshraða.

Á Tónlist.is má nálgast stærsta safn íslenskrar tónlistar sem völ er á hér á Íslandi ásamt erlendri tónlist.

Í frétt Kjarnans 13. maí 2017 kom fram að tonlist.is væri í raun horfinn af markaðnum fyrir streymi á tónlist. Velta hans árið 2016 var 15,3 milljónir króna og kostnaður við rekstur vefsins yfir 40 milljónir króna. Tap vegna einingarinnar var alls 24,1 milljónir króna. Kom þetta fram í samrunaskrá vegna samruna Fjarskipta og 365 miðla sem skilað var til Samkeppniseftirlitsins 27. apríl 2017.

„Ástæðan er sú að bæði velheppnað viðmót og markaðssetning Símans gerði það að verkum að Spotify tók þennan markað yfir á nánast einni nóttu, án þess að nokkrum vörnum yrði komið við. Alls óvíst er um framtíð tonlist.is á þessum markaði til lengri tíma,“ segir í samrunaskránni.

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Þessar 3 símatilkynningar gera okkur grútpirruð

Þessar 3 símatilkynningar gera okkur grútpirruð
Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Tuð vors lands: Er ömurlegasta bók ársins komin út og janúar ekki búinn?

Tuð vors lands: Er ömurlegasta bók ársins komin út og janúar ekki búinn?
Fókus
Í gær

Forvarnir í formi jafningjafræðslu – rafrettur, tóbaksneysla og geðheilbrigði

Forvarnir í formi jafningjafræðslu – rafrettur, tóbaksneysla og geðheilbrigði
Fókus
Í gær

Ómar Freyr: „Djöfullinn er að þér úrkynjaði kynvillingurinn þinn“

Ómar Freyr: „Djöfullinn er að þér úrkynjaði kynvillingurinn þinn“