fbpx
Laugardagur 15.desember 2018
Fókus

Einar hringdi í Útvarp Sögu og sagðist vera með „happy ending“ og vændisnuddstofu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 25. september 2018 15:57

Pétur Gunnlaugsson

Maður kynnti sig sem Einar og kvaðst búsettur í Póllandi þegar hann hringdi á dögunum í Línan er laus á Útvarpi Sögu. Þar kvartaði hann yfir ýmsu, þó fyrst og fremst kaþólsku kirkjunni og barnaníðingum meðal presta.

Þetta væri ekki frásögu færandi ef það væri ekki fyrir þær sakir að undir lok samtals hans við Pétur Gunnlaugsson sagðist Einar reka nuddstofu sem hægt væri að fá „happy ending“. Með öðrum orðum, rúnk í lok nuddsins sem er eitt form vændis. Hér fyrir neðan má hlusta á upptöku af þessu kostulega sam.

Samtalið

Einar: „Ég rek smá starfsemi, hérna í Varsjá. […] Mjög algengir kúnnar eru prestar. Þeir eru að koma í nudd og svona. Fela það ekki nokkurn skapaðan hlut.

Pétur: „Hvernig nudd er það?“

Einar: „Þetta er nuddþjónusta sem ég er með.“

Pétur: „Er það ekki lögleg þjónusta?“

Einar: „Jaa, jú, jú. Þetta er gjörsamlega löglegt hérna, en þetta væri örugglega ekki löglegt á Íslandi.“

Pétur: „Hverskonar nudd er þetta?“

Einar: „Þetta er það sem tíðkast hér voða mikið“

Pétur: „Sem er?“

Einar: „Ég held að þú sért alveg búinn að kveikja hvað ég er að fara.“

Pétur: „Nei, ég vil gjarnan heyra það frá þér. Ég er einlægur í því sem ég er að segja, ég vona að þú sért það líka.“

Einar: „Þetta er svokallað „happy ending““.

Pétur: „Happy ending?“ Jáá“

Einar: „Það er fyllilega löglegt hér og í Þýskalandi“

Pétur: „Hvað er það? Ég veit hvað þetta þýðir á ensku, „happy ending“, er svo sem allt er gott sem endar vel. En hvað þýðir þetta í þínu tilviki, ha?“

Einar: „Menn geta komið bæði í nudd og líka í kynferðislegum tilgangi.“

Pétur: „Núúúú. Eru þá konur sem vinna hjá þér? Eða hvernig er það?“

Einar: „Já, hjá okkur hjónum. Konan mín er pólsk og við rekum þetta í sameiningu“

Samtalið var lengra en það má heyra í heild sinni hér fyrir neðan

Þess má geta að Jón Valur Jensson hringdi svo daginn eftir og kvartaði undan Einari. „Þessi Einar, melludólgur í Varsjá. Hann hefur engan rétt á að gagnrýna kaþólsku kirkjuna. Hann er melludólgur,” sagði Jón Valur. DV hefur fengið staðfest að um hrekk hafi verið að ræða af hálfu Einars og hann rekur enga nuddstofu í Póllandi. Hér má hlusta á samtalið.

Ritstjórn DV
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Snarlúkkar þessi kerra!
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Ragga nagli komin með Heilsuvarp

Ragga nagli komin með Heilsuvarp
Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

DV Tónlist : FM Belfast í beinni útsendingu kl. 13.00

DV Tónlist : FM Belfast í beinni útsendingu kl. 13.00
Fókus
Í gær

Allir gráta og Minningarsjóður Einars Darra færa leik- og grunnskólum kærleiksgjöf

Allir gráta og Minningarsjóður Einars Darra færa leik- og grunnskólum kærleiksgjöf
Fókus
Í gær

Frægir sem hata jólin – „Hvílík sóun á pappír!“

Frægir sem hata jólin – „Hvílík sóun á pappír!“
Fókus
Í gær

Dillon og Bulleit safna fyrir Geðhjálp og Rauða krossinn – Húðflúr gegn myrkrinu

Dillon og Bulleit safna fyrir Geðhjálp og Rauða krossinn – Húðflúr gegn myrkrinu
Fókus
Í gær

Tónlistarspekúlantar hafa fundið formúlu hins fullkomna jólasmells

Tónlistarspekúlantar hafa fundið formúlu hins fullkomna jólasmells
Fókus
Í gær

Hrafn var búinn að hringja um allt – Fann það sem hann vantaði á spottprís í Costco

Hrafn var búinn að hringja um allt – Fann það sem hann vantaði á spottprís í Costco
Fókus
Í gær

Ævar vísindamaður með Þína eigin auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Ævar vísindamaður með Þína eigin auglýsingu – Sjáðu myndbandið