fbpx
Mánudagur 18.febrúar 2019
Fókus

Sigrún varð fyrir skelfilegu áfalli þegar móðir hennar þekkti hana ekki lengur

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 24. september 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðlegi Alzheimer dagurinn var á föstudag, en 1 af hverjum 3 einstaklingum glímir við sjúkdóminn á sínu síðasta æviskeiði. Leikkonan Sigrún Waage var í frétta- og umræðuþættinum 21 á Hringbraut á fimmtudag, þar sem hún ræddi sjúkdóminn af einlægni og æðruleysi. Sigrún missti móður sína úr sjúkdómnum árið 2011 eftir að hún hafði glímt við hann um tólf ára skeið.

Með Sigrúnu í viðtalinu var Jón Snædal, öldrunarlæknir sem deildi með áhorfendum tölfræðinni að baki Alzheimer og duttlungum sjúkdómsins sem tekur á sig margar myndir. Biðlistar eru enn jafnlangir og fyrir 20 árum síðan. „Þjónustan er víða mjög góð, en bara allt of margir sem fá hana ekki,“ sagði Jón.

Kom fram í viðtalinu við Sigrúnu að Alzheimer er fjölskyldusjúkdómur og segir hún að þetta hafi verið gríðarlega erfitt þegar móðir hennar þurfti að flytja út af heimilinu og faðir hennar stóð eftir sakbitinn og fannst hann vera að bregðast konu sinni.

Persónuleiki einstaklingsins hverfur og lýsti Sigrún því, en móðir hennar fór þrisvar í greiningu áður en hún var greind með alzheimer, en móðir hennar gat falið sjúkdóminn og segir Sigrún að það hafi stundum verið nokkuð kómískt. Líkt og kvöld eitt þegar mamma hennar strauk úr vistun og fór heim til heilabilaðrar systur sinnar sem hún tók svo með sér á Mímisbar, af öllum stöðum, þar sem þær sátu í vellystingum án þess að þjónninn fattaði nokkuð, en við tók löng og mikil leit ættingja að systrunum tveimur á meðan.

Segist Sigrún muna mjög vel eftir atvikinu þegar móðir hennar þekkti hana ekki og spurði mann sinn; „Sigurður hvaða kona er þetta?“

Frumsýnir leikrit um Alzheimer

Sigrún frumsýnir í næsta mánuði danska leikritið Ég heiti Guðrún í samstarfi við Þjóðleikhúsið sem fjallar um blaðakonu sem greinist snemma á sextugsaldri með alzheimer – og af því að hún býr ein og er barnlaus leggst sjúkdómurinn, ef svo má segja, á allar vinkonur hennar. Þegar er uppselt á fyrstu tíu sýningarnar.

Hér má sjá viðtalið í heild sinni:

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bono og Davíðssálmar
Í gær

Tímavélin: Vinnumaður í Bárðardal kæfði verðandi barnsmóður sína

Tímavélin: Vinnumaður í Bárðardal kæfði verðandi barnsmóður sína
Fókus
Í gær

Stórskotalið í eftirpartíi hjá Friðriki Ómari

Stórskotalið í eftirpartíi hjá Friðriki Ómari
Fókus
Fyrir 2 dögum

Köttur með einbeittan brotavilja – Sjáðu myndbandið!

Köttur með einbeittan brotavilja – Sjáðu myndbandið!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tónlistarfólkið sem leikur í Ófærð

Tónlistarfólkið sem leikur í Ófærð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sindri selur glæsihýsi í Skerjafirði: 320 fermetrar með líkamsrækt og gufubaði

Sindri selur glæsihýsi í Skerjafirði: 320 fermetrar með líkamsrækt og gufubaði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Smartlandsdrottningin sýpur af eigin meðali: Selur Garðabæjarhöllina

Smartlandsdrottningin sýpur af eigin meðali: Selur Garðabæjarhöllina