fbpx
Fókus

Kolbeinn lýsir tímabilum sjálfsskaða og sjálfsvígstilrauna

Ritstjórn DV
Laugardaginn 22. september 2018 07:51

Kolbeinn Óttarsson Proppé

Kolbeinn Óttar Proppé hefur gengið í gegnum erfið tímabil um ævina. Hann hefur meðal annars gert nokkrar sjálfsvígstilraunir og endað tvisvar inn á spítala vegna þeirra. Þetta kemur fram í viðtali Kolbeins við Fréttablaðið í dag. Þar tjáir hann sig um afleiðingar hinnar svokölluðu eitruðu karlmennsku, að loka á tilfinningar sínar og sýna heiminum harða hlið á á sér.

„Svo man ég þegar þetta heltók mig. Þá fór ég að fara inn í tímabil sjálfsskaða. Ég er farinn að skera í mig, ég er allur út í örum á höndunum. Ég var beinlínis að reyna að finna eitthvað til. Finna eitthvað, mér var eiginlega alveg sama hvað. Þegar manni líður svona þá verður maður alveg dofinn. Það ágerðist. Svo komu þessar stundir. Stundir þar sem ég hugsaði: Ég bara meika þetta ekki. Ég get þetta líf bara ekki lengur,“ segir Kolbeinn í viðtalinu. Hann segir einnig frá því er hann ætlaði að ganga í sjóinn:

„Það var vetur og ég var í þungum Mokka-jakka. Ég óð út í, en hætti svo við. Þá var allt orðið svo blautt og þungt að ég ætlaði ekki að komast upp úr. Það endaði þannig að ég var færður á sjúkrahús og var með snert af ofkælingu og auðvitað ansi hvekktur. Þar tók hins vegar leikritið við, kassinn fór út og það var allt í lagi með mig og ég gekk út af spítalanum skömmu síðar á engu betri stað en áður. Bara búinn að ákveða að byrgja þetta inni eins og annað.“

Kolbeinn lýsir óeðlilegum viðbrögðum sínum við föðurmissi er hann var tvítugur. Hafi hann forðast að ræða sorgina við nokkurn mann og byrgt allt inni. Hann hafi ávallt kappkostað að hafa kassann úti og sýna af sér hörku. Er Kolbeini mikið í mun að þessi menning í kringum karlmennsku breytist.

Sjá viðtal Fréttablaðsins við Kolbein.

Ritstjórn DV
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Svanhildur viðurkennir vandræðalegt atvik – „Ég man aldrei neitt“

Svanhildur viðurkennir vandræðalegt atvik – „Ég man aldrei neitt“
Fókus
Í gær

Lítt þekkt ættartengsl: Neytandinn og Píratinn

Lítt þekkt ættartengsl: Neytandinn og Píratinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Puff Daddy fann ástina aftur með fyrirsætu af íslenskum ættum

Puff Daddy fann ástina aftur með fyrirsætu af íslenskum ættum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sara Riel opnar einkasýningu á laugardag – Freistar þess að treysta innsæinu

Sara Riel opnar einkasýningu á laugardag – Freistar þess að treysta innsæinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

POPUP Næturmarkaður í fyrsta sinn á Íslandi

POPUP Næturmarkaður í fyrsta sinn á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Flúrarinn Picasso Dular er væntanlegur til Íslands

Flúrarinn Picasso Dular er væntanlegur til Íslands