Fókus

Úr bankanum í bæjarstjórann – Man varla eftir hruninu – „Ég þarf að hafa gott fólk í kringum mig, það gerir líf mitt gott“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 27. júlí 2018 14:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Karl Óttar Pétursson söðlar um um næstu mánaðamót þegar hann yfirgefur krefjandi starf til margra ára sem forstöðumaður lögfræðideildar Arion banka og flytur þvert yfir landið og tekur við sem nýr bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Í viðtali við blaðamann DV ræðir hann gamla og nýja starfið, gutlið sem varð að pönkhljómsveit, rokkhátíðina Eistnaflug, sem hann tók þátt í að skapa og bjarga frá gjaldþroti, og þunglyndið, sem hann glímdi við frá barnæsku en reyndist vera kvíði, kvíði sem fylgir honum alla tíð, en hamlar honum hvorki í leik né starfi.

Man varla eftir hruninu vegna vinnuálags

Karl hóf störf hjá Kaupþingi 1. mars 2004. „Það er einstaklega gott fólk sem vinnur í þessum banka og gríðarlega góður félagsskapur. Ég þarf að vera með góðu fólki það gerir líf mitt gott.“

Kom aldrei til greina að hætta í bankanum eftir hrunið?

„Ég man ekki vel eftir hruninu, maður bara vann 20 klukkustundir á sólarhring og það leið ekki mínúta þar sem ekki var verið að ónáða mann með eitthvað. Þá sjaldan sem ég settist við borðið mitt var komin löng röð af starfsfólki að leita ráða hjá mér. Mér bárust tilboð um að fara annað, en mér fannst ég bara ekki geta yfirgefið fólkið mitt. Það hefur ekki verið mikil starfsmannavelta í þeim hópum sem ég hef stýrt, fólk hefur ekki mikið verið að fara frá mér. En því miður hef ég þurft að segja fólki upp þegar kröfur hafa verið gerðar um hagræðingu.

Eina sem ég sé eftir í mínu lífi er að hafa ekki haldið dagbók á árunum 2008–2014, en líklega hefði ég hvorki haft tíma til þess eða nennt því.“

Karl tekur eins og áður segir við bæjarstjórastöðunni í ágúst næstkomandi, en fær hann að yfirgefa bankann með svona stuttum fyrirvara? „Við ræðum það á mánudag, þá koma yfirmennirnir úr fríi,“ segir hann hress í bragði, enda tilbúinn að takast á við nýjar áskoranir í nýju starfi í menningarlífinu og sveitasælunni í Fjarðabyggð.

Þetta er aðeins brot úr ítarlegu helgarviðtali í DV við Karl Óttar.

Ragna Gestsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Rikki G safnar fyrir Ljónshjarta – Hleypur í kleinuhringjabúning ef hann safnar hálfri milljón

Rikki G safnar fyrir Ljónshjarta – Hleypur í kleinuhringjabúning ef hann safnar hálfri milljón
Fókus
Í gær

Karlotta upplifði sára niðurlægingu í innflytjendafangelsi: „Ég mundi ekki óska mínum versta óvini að þurfa að ganga í gegnum þetta“

Karlotta upplifði sára niðurlægingu í innflytjendafangelsi: „Ég mundi ekki óska mínum versta óvini að þurfa að ganga í gegnum þetta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég gat ekki hugsað mér að láta þau horfa upp á mömmu sína í fangabúningi á bak við rimla“

„Ég gat ekki hugsað mér að láta þau horfa upp á mömmu sína í fangabúningi á bak við rimla“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Féll aftur sama kvöld og vinkona hennar fyrirfór sér á Vogi

Féll aftur sama kvöld og vinkona hennar fyrirfór sér á Vogi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslenskir nasistar: „Enginn af þeim þurfti að gjalda þess á nokkurn hátt“

Íslenskir nasistar: „Enginn af þeim þurfti að gjalda þess á nokkurn hátt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

TÍMAVÉLIN: Fuglastríðið í Ástralíu

TÍMAVÉLIN: Fuglastríðið í Ástralíu