fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Hryllilegar, bráðfyndar og fáránlegar sögur af misheppnuðum Tinder stefnumótum – „Ég var ekki lengi að forða mér“:

Auður Ösp
Miðvikudaginn 18. júlí 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefnumótaforritið Tinder hefur fyrir löngu fest sig í sessi á meðal einhleypra í leit að ástinni en það er víst ekki sjálfgefið að fyrsta Tinder „deitið“ muni gangi eins og í sögu. Í sumum tilvikum er eiginlega réttara að tala um hryllingsmynd, eða lélega útgáfu af grínþætti. Hér fyrir neðan má finna nokkrar slíkar sögur frá körlum og konum sem birtust á vef Reddit.

Grafískar lýsingar

 Ég fór einu sinni á stefnumót með gaur af Tinder. Á meðan við sátum og borðuðum fannst honum ástæða til þess að segja mér frá heimsókn sinni til læknis fyrr um daginn.

Ég fékk að heyra lýsingar á því hvernig hægðir hans eru óvenjulega harðar og fyrirferðarmiklar, sem er líklega vegna þess að hann borðar svo mikið grænmeti. Svo fékk ég að heyra hvernig hægðir hans láta hann fá sár á endaþarminn, sem er að hans sögn „óvenju lítill.“

Ég þarf varla að taka það fram að ég afþakkaði annað stefnumót með honum.

Gafst upp

Ég fór á nokkur stefnumót með manni sem ég kynntist á Tinder. Á fjórða stefnumótinu fórum við heim til hans að horfa á fótboltaleik. Við kúrðum saman uppi í sófa, hann sat fyrir aftan mig, ég sat í fanginu á honu, og hann tók utan um mig. Þegar smá stund var liðin leit ég upp og sá að hann var að farinn að skoða símann sinn.

Þegar ég náði að líta á skjáinn á símanum hans þá sá ég að hann var kominn aftur inn á Tinder og var farinn að leita að næsta deiti.

Hann bjóst GREINILEGA ekki við því að ég myndi í alvörunni hafa áhuga á því að horfa á fótbolta.

 Deitið lék tveimur skjöldum

 Þetta var kanski ekki versta Tinder stefnumót sem ég hef farið á en ég mun allavega ekki gleyma því. Ég samþykkti að hitta stelpu af Tinder á stefnumóti en sú sem kom að hitta mig var einhver allt önnur manneskja sem leit engan veginn út eins og manneskjan á ljósmyndinni sem fylgdi prófílnum. Í fyrstu var ég aðallega hissa að einhverjum skyldi detta þetta í hug. Ég hafði svosem oft heyrt um svipuð dæmi en ég hafði aldrei upplifað þetta sjálfur.

Þetta stefnumót var með eindæmum furðulegt. Stelpan vitnaði í hluti sem ég hafði sagt henni, eða réttara sagt manneskjunni sem ég hélt hún var.

Ég var ekki lengi að forða mér  eftir einn drykk og fór á pöbbarölt með strákunum.

Vandræðaleg þögn

 Ég samþykkti að fara á Tinder deit með gaur. Á stefnumótinu spurði hann mig ekki að neinu og þegar ég spurði hann að einhverju þá fékk ég bara já og nei. Á endanum sat hann bara þarna og glápti út í loftið. Þetta stefnumót endaði þannig að við stóðum hlið við hlið og drukkum bjórana okkar án þess að segja nokkurn skapaðan hlut. 

Þegar hálftími var liðinn náði ég einhvern veginn að afsaka mig og fara. Þú getur rétt ímyndað þér hversu hissa ég var þegar hann sendi mér skilaboð daginn eftir og spurði hvort ég vildi ekki hittast aftur. Hann hafði nefnilega  „skemmt sér svo rosalega vel“ á fyrsta stefnumótinu.

 Skjótur endir

 Stefnumótið gekk mjög vel, fyrir utan það að hún er með ofnæmi fyrir býflugum.

Gettu hvað gerðist þegar þegar stefnumótið var hálfnað.

 Ruglaðist á nöfnum

 Einu sinni fór ég á stefnumót með manni sem stóð yfir í tvo klukkutíma. Hann eyddi hálftíma í að tala um klarínettið sitt. Síðan tók hann drykklanga stund í að tala um sex ára ástarsamband sem hann var nýkominn úr.

Síðan, þegar við stóðum upp til fara þá kallaði hann mig Emily. Ég heiti ekki Emily. Og hér kemur besti parturinn: Hann flutti í nýja íbúð þegar hann hætti með gömlu kærustunni sinni. Sú íbúð sem er í sömu blokk og íbúðin mín.

 Látin amma og móðir í áfalli

 Ég fór á þrjú Tinder stefnumót með manni. Þegar seinasta stefnumótið var að enda þá fann ég á mér að þetta var ekki að ganga upp hjá okkur. Ég ákvað að segja við hann að ég hefði ekki áhuga á frekari kynnum. Þá hringir síminn hans og á hinni línunni er móðir hans sem tjáir honum að amma hans sé dáin.

Ég eyddi næsta klukkutímanum í að sitja við hlið hans úti í bíl, og hlusta á ekkasog móður hans í símanum.

 „Ég fæ hroll af því að hugsa um þetta“

 Ég fór á Tinder stefnumót sem virtist ætla að ganga bara nokkuð vel. Hann var kurteis og samræðurnar voru áhugaverðar. Út að borða og í bíó, alls ekki svo slæmt. Hann fylgdi mér síðan að bílnum mínum og hallaði sér fram til að kyssa mig. „Ókei, sjáum hvernig þetta endar.“

Það var eins og hann væri að reyna að gleypa í sig neðri helminginn af andlitinu á mér og slafraði síðan tungunni út um allt. Ég fann munnvatnið hans leka á varirnar á mér. Eftir fimm sekúndur í viðbót náði ég að rífa mig lausa. Ég þurfti bókstaflega að þurrka slefið úr honum af andlitinu á mér, með handarbakinu! Ég fæ hroll af því að hugsa um þetta. Það er komið ár síðan og ég get ennþá fundið fyrir sleftaumunum á andlitinu á mér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Í gær

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell