Fókus

Bótoxaði Meghan Markle (36) yfir sig?: Internetið andar í poka yfir andlitinu á hertogaynjunni af Sussex

Fókus
Miðvikudaginn 13. júní 2018 10:13

Fólkið á netinu (ekki fólkið í landinu) tapaði sér næstum síðasta sólarhringinn yfir andlitinu á hinni nýbökuðu eiginkonu Harrýs prins sem virtist hafa gersamlega bótoxað yfir sig.

Á Twitter birtist mjög dularfullt myndband af dömunni þar sem hún leit hreinlega út eins og vélmenni:

Í kjölfarið fóru af stað allskonar sögur um að hún liti ekki bara út eins og vélmennni. Nei nei, hún VÆRI vélmenni.

Blessunarlega þurfti fólkið þó ekki að vaða um í villu og svima allt of lengi því fljótlega kom skýringin í ljós.

 

Uppátækið snerist um að kynna nýja vaxmynd af dömunni sem nú hefur verið stillt upp í Madame Tussauds safninu í London.

Taraa!

Meira um þetta skemmtilega rugl, hér á vef Harpers Baazar. 

Fókus
Fókus er fyrir fólk sem kýs litla flokka, fólk sem kýs stóra flokka, fólk sem fílar hunda betur en ketti, ketti betur en hunda, páfagauka betur en fiska, fiska betur en allt annað á jörðinni. Fókus er fyrir fólk með fléttur, fólk sem á of mikið af jakkafötum, fólk sem langar í fleiri jakkaföt, fólk sem borar í nefið þegar það heldur að enginn sjái til. Fókus er fyrir fólk sem þarf gleraugu og líka fyrir fólkið sem sér alltaf allt í fókus. Fókus er fyrir þig.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 1 viku

Lauga (30) og Árni (28) á Torfastöðum: „Bændur eru bændum verstir“

Lauga (30) og Árni (28) á Torfastöðum: „Bændur eru bændum verstir“
Fókus
Fyrir 1 viku

Íslenska karlalandsliðið – MYNDIR: Hrikalega flottir í sérsaumuðum jakkafötum en mættu vinna betur með bindishnútana

Íslenska karlalandsliðið – MYNDIR: Hrikalega flottir í sérsaumuðum jakkafötum en mættu vinna betur með bindishnútana