fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Hvað segir pabbi?: Hanna Rún var uppátækjasamur orkubolti

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 30. apríl 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atvinnudansarinn Hanna Rún Bazev Óladóttir, hefur raðað inn titlum og verðlaunum í dansinum, bæði hér heima og erlendis, allt frá því hún byrjaði að dansa sem barn.

Þessa daga heillar hún sjónvarpsáhorfendur ásamt dansfélaga sínum, Bergþóri Pálssyni, í Allir geta dansað á Stöð 2.

DV heyrði í föður Hönnu, gullsmiðnum Óla, sem stutt hefur dóttur sína alla tíð á dansferlinum og spurði: Hvað segir pabbi um dótturina?

„Það er margt hægt að segja um Hönnu Rún, en í æsku var hún ótrúlega mikill orkubolti og uppátækjasöm, sem féll misvel í kramið hjá okkur foreldrunum. Það er ekki hægt að tala um Hönnu Rún án þess að minnast á dansinn, því hann hefur átt hug hennar, alla tíð síðan hún byrjaði að dansa fjögurra ára gömul. Hanna Rún er hjartahlý og góð stelpa, með ótrúlega góða nærveru, sem vill öllum vel. Hennar stærsti galli, er kannski sá að henni er næstum ómögulegt að segja nei, og það bitnar alltaf mest á henni sjálfri. Hún er mikil keppnismanneskja, og ótrúlega fjölhæf. Hún er mjög flink að teikna, yrkir ljóð, gerir teiknimyndasögur, spilar á píanó, syngur, saumar og hannar alls konar föt, fyrir sig og aðra. Hún er súper pabbastelpa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun