fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fókus

Hera Hilmarsdóttir í Sjálfstæðu fólki

Fókus
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 16:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Hera Hilmarsdóttir hefur verið ráðin í eitt aðalhlutverkið í fyrirhugaðri kvikmynd og þáttaröð sem byggð er á Sjálfstæðu fólki nóbelsskáldsins Halldórs Laxness. Fréttavefurinn ScreenDaily greinir frá þessu.

RÚV og RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Baltasars Kormáks, standa á bak við verkefnin en gert er ráð fyrir því að þetta verði ein umfangsmesta framleiðsla íslenskrar kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerðar.

Sjálfstætt fólk gerist í upphafi tuttugustu aldar og segir frá því þegar bóndinn Bjartur lætur gamlan draum rætast. Hann kaupir lítið heiðarbýli sem hann nefnir Sumarhús. Þar með er Bjartur loks orðinn sjálfstæður maður eftir sautján ár í vinnumennsku. Hann berst við að halda sjálfstæði sínu allt til enda, ekki síst gagnvart fyrrum yfirboðurum sínum á Útirauðsmýri, hreppstjóranum og Rauðsmýrarmaddömunni.

Baltasar mun leikstýra þáttunum og fer Ingvar E. Sigurðsson með hlutverk Bjarts í Sumarhúsum. Reiknað er með að tökur fari fram undir lok næsta árs eða í byrjun þess þarnæsta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum
Fókus
Í gær

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagan á bak við Frank Mills

Sagan á bak við Frank Mills
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára