fbpx
Mánudagur 18.febrúar 2019
Fókus

Lof mér að falla: Uppseldar sýningar í Asíu – Árborg býður 9. og 10. bekkingum að sjá myndina í forvarnarskyni

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 8. október 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lof mér að falla er að slá í gegn á Busan, stærstu kvikmyndahátíð Asíu, en á tveimur uppseldum sýningum hafa viðtökurnar verið frábærar.

Í Korea Joongaang Daily er Lof mér að falla svo talin upp í World Cinema Section flokknum ásamt Roma eftir Alfonso Cuaron sem vann Gullna Ljónið í Feneyjum.

Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum á föstudag tillögu Sjálfstæðisflokksins að bjóða nemendum í 9. og 10.bekk að upplifa Lof mér að falla sem þykir varpa góðu ljósi á hryllilegan heim fíkniefnaneyslu. Í tillögu Sjálfstæðisflokksins segir að ríki, sveitarfélög og frjáls félagasamtök hafi lagt sitt af mörkum til þess að fræða og gera ráðstafanir í forvarnarmálum ungs fólks. Sveitarfélagið gæti lagt sitt af mörkum með því að bjóða 9. og 10. bekkingum grunnskóla Árborgar á myndina sem sýnd er í Selfossbíói. Myndin sé gríðarlega áhrifarík og byggi meðal annars á sönnum atburðum um hræðilega ógæfu táningsstúlku sem gangi vel í skóla en missi fótanna í baráttunni við fíkniefnavandann. Bæjarráð samþykkti tillöguna og fól bæjarstjóra og íþrótta-og menningarfulltrúa að vinna málið áfram.

Þetta er frábært framtak hjá Árborg og óskandi að fleiri bæjarfélög geri slíkt hið sama því Lof mér að falla er sterkt verkfæri í forvarnarbaráttunni og eitthvað sem ungt fólk ætti að tengja við.

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Öll tíst á einum stað: Ekki missa af einni mínútu í kvöld

Öll tíst á einum stað: Ekki missa af einni mínútu í kvöld
Fókus
Í gær

Seinni undanúrslit söngvakeppninnar í kvöld – Hvert er þitt uppáhald?

Seinni undanúrslit söngvakeppninnar í kvöld – Hvert er þitt uppáhald?
Fókus
Fyrir 2 dögum

DV Tónlist kl. 13: Dj flugvél og geimskip

DV Tónlist kl. 13: Dj flugvél og geimskip
Fókus
Fyrir 2 dögum

Spennt og stressuð fyrir Söngvakeppninni: „Sköpun hefur alltaf verið stór hluti af mínu lífi“

Spennt og stressuð fyrir Söngvakeppninni: „Sköpun hefur alltaf verið stór hluti af mínu lífi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bíóhornið: Vesalings elskendur og vegleg vélmenni

Bíóhornið: Vesalings elskendur og vegleg vélmenni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Edda Björgvins birtir goðsagnakennt myndband: „Á sunnudögum erum við oftast með smyglað“

Edda Björgvins birtir goðsagnakennt myndband: „Á sunnudögum erum við oftast með smyglað“