fbpx
Sunnudagur 20.janúar 2019
Fókus

Brjóstbirtukertasala fyrir Göngum saman

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 23. október 2018 09:30

Á kvennafrídaginn miðvikudaginn 24. október hefst sala í versluninni hjá Hlín Reykdal, Fiskislóð 75. Seld verða URÐ – ilmkerti og einnig verða til sýnis og sölu brjósta – vatnslitamyndir Lindu Jóhannessdóttur. Allur söluágóði rennur til styrktarfélagsins Göngum saman.

Styrktarfélagið Göngum hefur veitt rúmar 90 milljónir í styrki á 11 árum. Þann 11. október var árleg styrkveiting Göngum saman. Veittar voru 10 milljónir króna í rannsóknarstyrki til sjö vísindamanna á sviði grunnrannsókna á brjóstakrabbameini.  Félagið hefur alls úthlutað rúmum 90 milljónum króna til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini frá stofnun félagsins árið 2007.

Ilmkertið Brjóstbirta er sérstaklega hannað af URÐ fyrir Göngum saman. Ilmurinn er ferskur, hreinn, og upplífgandi. Brjóstbirta er orðaleikur er minnir á tilgang Göngum saman. Brjóstbirta – kertið ber meðal annars keim af plómum, greipávöxtum, sedrusviði og hvítum blómum og fleira.

Listakonan Linda Jóhannsdóttir sem starfar undir nafninu Pastelpaper myndskreytti kertin en brjóstamyndirnar hennar eru hluti af nýrri línu sem heitir einfaldlega Brjóst og rennur ágóði af sölu myndanna til Göngum Saman. Myndirnar eru unnar í blandaðri tækni.

Gleðistundin er frá kl. 16-18 og eru allir velkomnir.

 

 

 

 

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi slær (aftur) í gegn í norskum auglýsingum

Guðmundur Ingi slær (aftur) í gegn í norskum auglýsingum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heimir Karls – „Framvegis ætla ég að faðma fólk eða „olnboga“

Heimir Karls – „Framvegis ætla ég að faðma fólk eða „olnboga“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lumar þú á handriti að barnabók? Handritaskil fyrir Íslensku barnabókaverðlaunin standa nú yfir

Lumar þú á handriti að barnabók? Handritaskil fyrir Íslensku barnabókaverðlaunin standa nú yfir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Cardi B og City Girls gefa út myndband við Twerk og það er gjörsamlega truflað!

Cardi B og City Girls gefa út myndband við Twerk og það er gjörsamlega truflað!
Fókus
Fyrir 4 dögum

The Cranberries heiðra minningu Dolores O´Riordan með nýju lagi

The Cranberries heiðra minningu Dolores O´Riordan með nýju lagi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Netflix stefnt vegna Black Mirror Bandersnatch

Netflix stefnt vegna Black Mirror Bandersnatch