fbpx
Laugardagur 15.desember 2018
Fókus

Bleiki dagurinn er í dag – gleðjumst og stöndum með stelpunum okkar!

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 12. október 2018 10:00

Í Bleiku slaufunni 2018 tökum við höndum saman við vinkonuhópa því samstöðukraftur kvenna getur verið magnaður. Það sýna hópar sem halda saman svo áratugum skiptir í gegnum súrt og sætt, veita ómetanlegan stuðning og hvatningu þegar á þarf að halda. Sameinumst um að hvetja „konurnar okkar“ til þátttöku í skimun. 

Sendu okkur myndirnar þínar

Krabbameinsfélagið hvetur alla til að senda þeim skemmtilegar, bleikar myndir af sér og vinahópnum eða vinnufélögunum og þær verða birtar á Facebook-síðu Bleiku slaufunnar.

Tekið er á móti myndum í gegnum messenger, bleikaslaufan@krabb.is og með myllumerkinu #bleikaslaufan

 

Stelpur – stöndum saman og virkjum vináttuna!

Þið skráið hópinn og Krabbameinsfélagið sendir ykkur hagnýta fróðleiksmola til að minna ykkur á þátttöku í skimun!  Skráðu þinn hóp hér.

 

Málþing um brjóstakrabbamein: Doktor Google & Google Maps

Málþing um brjóstakrabbamein verður að Skógarhlíð 8 þriðjudaginn 16. október 2018 kl. 17:00-18:30 á vegum Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélags höfuð-borgar-svæðisins og Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins – skoða dagskrá.

 

Sérsmíðað gullhálsmen Bleiku slaufunnar boðið upp

Páll Sveinsson, yfirgullsmiður hjá Jóni & Óskari, sem vann hönnunarsamkeppni Félags íslenskra gullsmiða og Krabbameinsfélagsins um hönnun Bleiku slaufunnar í ár hefur gert eitt gullhálsmen af Bleiku slaufunni úr 14 karata gulli.

Uppboðið fer fram á Facebooksíðu Bleiku slaufunnar sem hófst miðvikudaginn 10. október og lýkur kl 15 í dag, föstudaginn 12. október. Allur ágóði rennur óskertur til Krabbameinsfélagsins.

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Snarlúkkar þessi kerra!
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Ragga nagli komin með Heilsuvarp

Ragga nagli komin með Heilsuvarp
Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

DV Tónlist : FM Belfast í beinni útsendingu kl. 13.00

DV Tónlist : FM Belfast í beinni útsendingu kl. 13.00
Fókus
Í gær

Allir gráta og Minningarsjóður Einars Darra færa leik- og grunnskólum kærleiksgjöf

Allir gráta og Minningarsjóður Einars Darra færa leik- og grunnskólum kærleiksgjöf
Fókus
Í gær

Frægir sem hata jólin – „Hvílík sóun á pappír!“

Frægir sem hata jólin – „Hvílík sóun á pappír!“
Fókus
Í gær

Dillon og Bulleit safna fyrir Geðhjálp og Rauða krossinn – Húðflúr gegn myrkrinu

Dillon og Bulleit safna fyrir Geðhjálp og Rauða krossinn – Húðflúr gegn myrkrinu
Fókus
Í gær

Tónlistarspekúlantar hafa fundið formúlu hins fullkomna jólasmells

Tónlistarspekúlantar hafa fundið formúlu hins fullkomna jólasmells
Fókus
Í gær

Hrafn var búinn að hringja um allt – Fann það sem hann vantaði á spottprís í Costco

Hrafn var búinn að hringja um allt – Fann það sem hann vantaði á spottprís í Costco
Fókus
Í gær

Ævar vísindamaður með Þína eigin auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Ævar vísindamaður með Þína eigin auglýsingu – Sjáðu myndbandið