Fókus

NETFLIX: „Mundu bara að hafa nóg af tissjú við höndina“

Tinna Eik Rakelardóttir fjallar um nýju Queer Eye for the Straight Guy

Margrét Gústavsdóttir
Mánudaginn 26. febrúar 2018 21:00

Þegar ég var sextán ára var ég alvarlega háð Skjá Einum (næturhrafnar voru mitt heróín) og einn af þáttunum sem ég horfði ALLTAF á var Queer Eye for the Straight Guy.

Á þeim tíma og, verum hreinskilin, enn í dag, þráði fátt heitar en að „The Fab Five“ yrðu bestu vinir mínir og myndu leiðbeina mér í gegnum lífið, enda var ég alveg einstaklega ósmart; átti skærbleikt, tuskumálað herbergi og var með dökkbrúnar og hvítar randastrípur í hárinu.

Ráðleggingar vinanna höfðu mikil áhrif á mig. Svo mikil að ég fylgi þeim enn og var alveg smávegis sorgmædd þegar þættirnir voru teknir af dagskrá. Ég tók gleði mína loksins aftur tíu árum síðar, þegar Netflix tilkynnti að fólk þar á bæ ætlaði að endurnýja seríuna með fimm nýjum strákum. Trúin á nýju þáttaröðinni var ekki mikil en það kviknaði samt strax einhver vonarneisti innra með mér.

Fyrir þau sem horfðu aldrei á upprunalegu þættina þá er kannski rétt að geta þess að Queer Eye for the Straight Guy eru raunveruleikaþættir sem stjórnað er af fimm hommum. Í nýju seríunni eru það þeir Jonathan, sem sér um hár og húð, Tan, sem sér um fatnaðinn, Bobby, sem sér um innanhússhönnun, Antoni, sem sér um mat, og Karamo, sem sér um menningu og innri yfirhalningu.

Í hverjum þætti er einn karlmaður tekinn fyrir og íbúð, útlit og líf hans er gert upp á bæði fyndinn og hjartnæman hátt (hjartnæmt lesist: ég horgrenja yfir um það bil öðrum hverjum þætti).

Fyrsti þátturinn í nýju seríunni vann mig alveg á band hinna nýju frábæru fimm eða „fab five“ og það var að stóru leyti viðfangi fyrsta þáttarins að þakka. Hinn allt of krúttlegi Tom er bara of mikið æði og fær alla til að brynna músum. Sáttina má líka þakka því sem Tan, tískugúrú þáttanna, segir alveg í byrjun: „Upprunalegi þátturinn barðist fyrir umburðarlyndi meðan okkar barátta snýst um samþykki.“ Þessi setning gefur góðan grunn að því hvernig þessi þáttaröð er frábrugðin hinni upprunalegu. Þótt Tom muni alltaf eiga hjarta mitt þá héldu hinir níu þættirnir vel dampi og varð ég sjálf alveg sérstaklega skotin í Neal og AJ.

Í þessari seríu eru allir karlmennirnir sem teknir eru fyrir frá fylkinu Georgíu í Bandaríkjunum, þar sem hómófóbía og kynþáttafordómar eru miklir. Þeir eru flestir hvítir og gagnkynhneigðir og það verður til þess að fordómar eru undirliggjandi umræðuefni í öllum þáttunum í nýju seríunni. Það sem nýju þættirnir hafa líka fram yfir gömlu þættina er að tekið er mun meira tillit til persónu, áhugamála og smekks hvers og eins karlmanns sem tekinn er fyrir, svo fjölbreytnin er mikil.

Þó að gömlu Queer Eye muni alltaf lifa í fortíðarljóma hjá mér, og Carson Kressley verði alltaf mín eina sanna ást, þá verð ég að segja að nýju þættirnir gerðu meira en að standast væntingar mínar og ég mæli heilshugar með þeim fyrir alla sem hafa gaman af raunveruleikasjónvarpi, hönnun, tísku, lífsstíl, matargerð og góðri stemningu. Mundu bara að hafa nóg af tissjú við höndina áður en þú byrjar að horfa!

Af fimm stjörnum þá fá nýju þættirnir Queer Eye for the Straight Guy 4 ½ stjörnu frá mér.

Margrét Gústavsdóttir
....er félagi nr. 241 hjá Blaðamannafélagi Íslands.
Hún hefur m.a. starfað við sjónvarp og útvarp og verið vinsæll bloggari í gegnum árin.

margret@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Tannlæknirinn sem tryllti netnotendur

Tannlæknirinn sem tryllti netnotendur
FókusFréttir
Í gær

Frá Akureyri í innflytjendafangelsi í Bandaríkjunum – Hlekkjuð á höndum og fótum – „Eins og að vera dýr í búri“

Frá Akureyri í innflytjendafangelsi í Bandaríkjunum – Hlekkjuð á höndum og fótum – „Eins og að vera dýr í búri“
Fyrir 2 dögum

Syni Kristínar var vísað úr meðferð á Vík: „Fyrr drepst ég en að ég standi hjá og horfi á barnið mitt drepa sig“

Syni Kristínar var vísað úr meðferð á Vík: „Fyrr drepst ég en að ég standi hjá og horfi á barnið mitt drepa sig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skaut sig í höfuðið og fór í andlitsígræðslu – „Lífið hefur gefið mér annað tækifæri”

Skaut sig í höfuðið og fór í andlitsígræðslu – „Lífið hefur gefið mér annað tækifæri”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tara fordæmir peysu UN Women: „Ég er hætt að vera meðvirk með fatamerkjum“

Tara fordæmir peysu UN Women: „Ég er hætt að vera meðvirk með fatamerkjum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólin komu snemma í ár á skrifstofu DV – Steinn Kári byrjaður að borða jólatertuna

Jólin komu snemma í ár á skrifstofu DV – Steinn Kári byrjaður að borða jólatertuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Einar Darri lést í rúmi sínu aðeins 18 ára gamall – „Að jarða ungan dreng er eitthvað sem ég vil ekki að neinn upplifi“

Einar Darri lést í rúmi sínu aðeins 18 ára gamall – „Að jarða ungan dreng er eitthvað sem ég vil ekki að neinn upplifi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Katrín Sif neitar þöggun um fíkniefni og slagsmál á Fiskideginum mikla – „Fyrirmyndir unglinganna okkar plöntuðu sér á tjaldsvæðið og dreifðu eiturlyfjum í mjög miklu magni og gortuðu sig af því“

Katrín Sif neitar þöggun um fíkniefni og slagsmál á Fiskideginum mikla – „Fyrirmyndir unglinganna okkar plöntuðu sér á tjaldsvæðið og dreifðu eiturlyfjum í mjög miklu magni og gortuðu sig af því“