fbpx
Miðvikudagur 16.janúar 2019
433Sport

Hannes: Það er bjart framundan

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 26. júní 2018 22:14

Hannes Þór Halldórsson gengur stoltur frá borði er Ísland kveður HM í Rússlandi eftir þrjá leiki.

Hannes átti sjálfur flott mót með íslenska liðinu en eftir 2-1 tap gegn Króötum í kvöld eru strákarnir á heimleið.

,,Lokaflautið? Það var tómleg tilfinning. Ég veit ekki hvernig á að lýsa þessu. Ég var sannfærður um að þetta myndi falla okkar megin í dag,“ sagði Hannes.

,,Ég var mjög sorgmæddur eftir lokaflautið og þegar maður áttaði sig á því að við værum dottnir út.“

,,Eftir annað markið þá vissi maður að þetta væri búið. Maður hafði fimm mínútur til að venjast því að við værum ekki að fara áfram. Okkur vantaði mark og við héldum að það væri að koma og svo skorar hann.“

,,Þetta er stærsta sviðið. Við vorum millimetra frá því að komast áfram og auðvitað munu þessi mörk sitja eftir sem mest svekkjandi.“

,,Þetta var stórkostleg upplifun. Ég sagði það einhvern tímann eftir EM að við gætum labbað stoltir frá fótboltaferlinum og við getum gert það ennþá frekar eftir þetta hér.“

,,Það er stórt afrek að komast hingað og við vorum einu marki, þangað til hann skorar, að komast áfram og það hefði verið ótrúlegra afrek.“

,,Það segir sig sjálft að þetta hefur verið ein samfleytt sigurganga síðustu ár og ef það er hægt að halda henni þá viljum við það.“

,,Við stefnum á næsta stórmót og ég horfi bara á það að við séum að fara þangað. Næsta mál er þjóðadeildin og svo er það EM. Það er bjart framundan.“

,,Það er æðislegt að taka þátt í þessu og það er stutt í það að maður geti ekki beðið eftir næsta verkefni en við þurfum næstu daga til að jafna okkur.“

Hannes reiknar með því að vera áfram hjá Randers á næstu leiktíð þrátt fyrir mjög gott HM.

,,Ég reikna með því. Það er það sem ég hef í hendi í dag, ef eitthvað nýtt kemur upp þá skoða ég það. Það hafa verið fyrirspurnig en það hefur milljón sinnum gerst og ekkert verður úr því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Þetta eru stærstu mistökin sem Klopp hefur gert á ferli sínum

Þetta eru stærstu mistökin sem Klopp hefur gert á ferli sínum
433Sport
Í gær

Harkaleg slagsmál á miðri jóga æfingu

Harkaleg slagsmál á miðri jóga æfingu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Með þrjár í takinu á sama tíma og allt komst upp: ,,Þetta er sjúkt“

Með þrjár í takinu á sama tíma og allt komst upp: ,,Þetta er sjúkt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Byssa, sveðja og hafnarboltakylfa: Bræður frægra leikmanna urðu fyrir fólskulegri árás

Byssa, sveðja og hafnarboltakylfa: Bræður frægra leikmanna urðu fyrir fólskulegri árás
433Sport
Fyrir 3 dögum

Skrifaði grein um viðkvæmt mál og fékk morðhótanir: Þessir hálfvitar stöðva mig ekki

Skrifaði grein um viðkvæmt mál og fékk morðhótanir: Þessir hálfvitar stöðva mig ekki
433Sport
Fyrir 3 dögum

Rúnar var orðinn þreyttur og vildi prófa eitthvað allt annað: Tók mig tvo til þrjá mánuði að átta mig á þessu

Rúnar var orðinn þreyttur og vildi prófa eitthvað allt annað: Tók mig tvo til þrjá mánuði að átta mig á þessu