fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433Sport

Óli Jó vildi ekki fá Hörð til starfa – ,,Samband okkar hefur alltaf verið eldfimt“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 18. nóvember 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Næsti gestur þáttarins er Hörður Magnússon knattspyrnulýsandi og fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu.

Hörður hefur ekki tekið skrefið út í þjálfun eins og margir kollegar sínir í gegnum árin.

Hörður hafði áhuga á að gerast aðstoðarþjálfari FH á sínum tíma er liðið var undir stjórn Ólafs Jóhannessonar.

Ólafur hafði þó ekki mikinn áhuga á að fá Hörð með sér í lið en samband þeirra hefur alltaf verið ‘eldfimt’ eins og Hörður orðar það.

,,Eins og Þórir heitinn Jónsson sagði við mig: ‘Höddi við borgum fyrir þig þjálfun’,“ sagði Hörður.

,,Síðan gerist það að ég fer í íþróttafréttamennskuna sem var ekkert fyrirfram ákveðið.“

,,Það kemur upp 2005, þegar Leifur Garðars hættir sem aðstoðarþjálfari FH þá hef ég samband við Óla Jó og lýsi yfir áhuga á að gerast aðstoðarþjálfari.“

,,Hann var ekkert sérstaklega hrifinn af því. Við áttum nokkur hressileg orð okkar á milli og það greri ekkert um heilt þarna í tvö ár.“

,,Fyrir nokkrum árum var ég að spá í að taka einhverjar gráður en ég hugsa bara að ég sé orðinn of gamall til að spá í þetta.“

,,Ég hef aldrei sóst eftir þessu. Ég er ekki með einhver rosaleg tengsl hér og þar, ég er vissulega með tengsl í mitt félag en samband mitt og Óla Jó hefur til dæmis alltaf verið eldfimt.“

,,Ég ber rosalega virðingu fyrir honum og það var hann sem hafði trú á mér. Hann getur verið brutal og sagt hluti sem er betur látið ósagt.“

,,Það var þarna tímabil þar sem við vorum engir sérstakir vinir þó ég telji mig hafa hjálpað honum er hann var að hefja sinn alvöru þjálfaraferil hjá FH.“

Meira:
Einelti í garð Harðar fékk að ganga í mörg ár: Sonur Bjössa Bollu og Höddi Skinka – ,,Yrði kæft í fæðingu í dag“
Sopranos og KR mafían – ,,Vesturbærinn kom á okkur eins og flóðbylgja“
Höddi Magg svarar Benedikt Bóasi: Ósanngjörn, illa ígrunduð og algjörlega út úr kú

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“
433Sport
Í gær

Ársþingið fyrir austan í lok febrúar

Ársþingið fyrir austan í lok febrúar
433Sport
Í gær

Breyta afstöðu sinni varðandi Mainoo

Breyta afstöðu sinni varðandi Mainoo
433Sport
Í gær

Fernandes gat farið en útskýrir hvers vegna hann gerði það ekki

Fernandes gat farið en útskýrir hvers vegna hann gerði það ekki
433Sport
Í gær

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“
433Sport
Fyrir 2 dögum

KR staðfestir ráðninguna á Hilmari Árna

KR staðfestir ráðninguna á Hilmari Árna
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sagðir vilja losna við Danann af launaskrá – Áhugi frá Englandi og Sádí

Sagðir vilja losna við Danann af launaskrá – Áhugi frá Englandi og Sádí
433Sport
Fyrir 2 dögum

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram