fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
433Sport

Sögur um stjörnustæla Grétars vöktu mikla athygli: „Ég var algjörlega orðlaus þegar ég heyrði þetta“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. apríl 2020 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímavélin:

Það var hart tekist á haustið 2012 þegar Grétar Rafn Steinsson, þá varnarmaður íslenska landsliðsins fagnaði betri umgjörð í kringum liðið. Grétar var þá að tala um tímana sem komnir voru með Lars Lagerback. Ólafur Jóhannesson hafði stýrt liðinu í nokkur ár og var Pétur Pétursson hans aðstoðarmaður. Þar á bæ voru menn alls ekki sáttir með ummæli Grétars.

Við lítum aftur í tímann og skoðum hvernig fjölmiðlar fjölluðu um málið.

„Þegar ég kom á landsliðsæfingu í Svartfjallalandi í vetur naut ég þess vi rkilega að æfa fótbolta. Það var í fyrsta sinn í tvö ár sem það gerðist. Æfingarnar með landsliðinu í sumar voru svo mjög skemmtilegar sem og æfingarnar í Tyrklandi eftir að ég kom þangað,“ sagði Grétar Rafn við Vísir.is á þeim tíma. Hann hafði samið við Kayserispor í Tyrklandi, meiðsli hrjáðu hann mikið þar.

„Ég vil vera í umhverfi þar sem skipulag og fagmennska er ráðandi. Ég á ekki heima í umhverfi þar sem ríkir svakaleg áhugamennska. Þá á ég það til að pirra mig og gera þetta erfiðara fyrir mig. Ég kann vel við mig í faglegu umhverfi og landsliðið er með mjög faglegt umhverfi núna í fyrsta sinn í mörg ár.“

„Ég er virkilega ánægður með þær breytingar sem hafa verið gerðar. Það er leitt að vera orðinn þrítugur þegar það gerist en engu að síður frábært að fá að taka þátt í því.“

Pétur Pétursson aðstoðarþjálfari Ólafs í landsliðinu var ekki sáttur með Grétar og lét gaminn geysa í viðtali við  433.is. Allir fjölmiðlar fjölluðu um málið.

,,Ég var algjörlega orðlaus þegar ég heyrði þetta viðtal við Grétar Rafn. Það er ótrúlegt hvað maðurinn lætur út úr sér. Ef við horfum á alla þá þjálfara sem hafa unnið fyrr landsliðið, allt frá Ásgeiri El til Óla Jó þá færðu þeir allir landsliðið nær takmarkinu að komast á stórmót,“ sagði Pétur við 433.is.

„Grétar Rafn er með þessum ummælum að afskrifa íslenska þjálfara í framtíðinni, Heimir Guðjóns, Rúnar Kristins, Heimir Hallgrímsson, Ólafur Kristjánsson og fleiri sem hafa allir menntað sig, eru duglegir og klókir þjálfarar eru afskrifaðir þarna með þessum ummælum. Þetta sýnir þvílíka heimsku að ég á varla til aukatekið orð.“

Grétar hafði nokkrum árum áður kallað eftir betri umgjörð og hætti um stund í landsliðnu þegar Ólafur og Pétur stýrðu því. Svona lýsti Pétur kröfum Grétars um betri umgjörð.

„Hann talaði um umgjörðina og að við værum áhugamenn. Þetta var leikmaður sem gaf ekki kost á sér í tvö ár í landsliðið. Umgjörðin sem hann talaði um á sínum tíma og var hann til dæmis að biðja KSÍ um að fyrrverandi eiginkona hans yrði flutt til landsins á heimaleiki liðsins. Að knattspyrnuskóli Grétars Rafns fengi 100 miða á landsleiki. Að foreldrar hans yrðu fluttir á leikinn og myndu fá miða á góðum stað. Að fyrverandi kona hans þyrfti ekki að bíða í röð fyrir utan Laugardalsvöllinn og kæmist beint upp í VIP svæðið. Að það yrði alltaf bílaleigubíll fyrir utan hótel og flugvöll fyrir Grétar Rafn,“ bætti Pétur við og átti þar við Manúelu Ósk Harðardóttir sem var eiginkona Grétars í nokkur ár.

„Núna þurfa leikmenn að koma liðinu á stórmót og þá er hægt að bæta hlutina enn meira. Menn eiga ekki að mæta eins og Grétar Rafn og halda að þeir séu fimmti Bítilinn af því að þeir tóku á móti honum sem rokkstjörnu í Tyrklandi. Fimmti Bítilinn var George Best, það sannaði hann innan og utan vallar,“

„Svona hlutir eins og Grétar Rafn er að segja eiga ekki að eiga sér stað. Hann gaf ekki kost á sér í mörg ár, hann svaraði ekki símanum. Umgjörðin sem við fengum frá honum var að við vissum aldrei hvort hann hefði áhuga á að því að spila. Ég held að Grétar ætti að líta í eigin barm, hann þarf að bæta sína umgjörð persónulega,“ sagði Pétur Pétursson í samtali við 433.is árið 2012.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ederson verður ekki í hóp hjá City um helgina – Framtíð hans í lausu lofti

Ederson verður ekki í hóp hjá City um helgina – Framtíð hans í lausu lofti
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Liverpool búið að selja fyrir meira en 200 milljónir – Doak að fara á væna summu til Bournemouth

Liverpool búið að selja fyrir meira en 200 milljónir – Doak að fara á væna summu til Bournemouth
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eiður Smári fór til læknis – „Sæll Eiður, ég er með bæði góðar og slæmar fréttir“

Eiður Smári fór til læknis – „Sæll Eiður, ég er með bæði góðar og slæmar fréttir“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Netníðingar réðust á 16 ára stelpu og gerðu grín að útliti hennar

Netníðingar réðust á 16 ára stelpu og gerðu grín að útliti hennar
433Sport
Í gær

Albert leggur Gula spjaldið á hilluna og fer aftur í faðm Hjörvars

Albert leggur Gula spjaldið á hilluna og fer aftur í faðm Hjörvars
433Sport
Í gær

United og Chelsea ekki að ná saman um kaupverð

United og Chelsea ekki að ná saman um kaupverð
433Sport
Í gær

Vill enga neikvæðni í kringum liðið og Isak fær ekki að æfa

Vill enga neikvæðni í kringum liðið og Isak fær ekki að æfa
433Sport
Í gær

Víkingar fengu stóran skell gegn tíu mönnum Bröndby – Breiðablik kveður Evrópudeildina

Víkingar fengu stóran skell gegn tíu mönnum Bröndby – Breiðablik kveður Evrópudeildina