Claudio Ranieri náði mögnuðum árangri með lið Leicester City á sínum tíma og fagnaði liðið óvæntum sigri í ensku úrvalsdeildinni árið 2016.
Þar var Ranieri með sín brögð og lofaði leikmönnum pítsuveislu í hvert skipti sem þeir myndu halda markinu hreinu í leikjum.
Ranieri var ráðinn stjóri Fulham á dögunum en mun ekki bjóða þeim pítsu fyrir að halda hreinu. Þess í stað verður farið í hamborgarana á McDonalds.
,,Ég verð að finna eitthvað nýtt. Pítsan dugar ekki til núna. Leyfðu mér að hugsa…. Allir fá McDonalds!“ sagði Ranieri.
,,Fulham hefur fengið á sig mörg mörk og ég er ítalskur. Það er mikilvægt að halda hreinu.“
,,Ég er mjög ánægður með að vera kominn aftur. Þetta er besta deild heims og ég er ánægður með að fá símtal frá eigandanum.“