fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
433Sport

Hraunaði reglulega yfir Neville á æfingasvæðinu – ,,Hann kom hræðilega fram við mig“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur opnað sig um tímann er hann var að brjóta sér leið inn í aðallið félagsins á sínum tíma.

Markvörður United var Peter Schmeichel á þeim tíma en Daninn var vanur að vinna með sömu fjórum varnarmönnum fyrir framan sig.

Hann tók alls ekki vel í það þegar Neville byrjaði að spila og kom hræðilega fram við bakvörðinn á æfingum.

,,Þeir voru mjög harðir já. Þegar ég komst fyrst í aðalliðið 18 eða 19 ára gamall þá var Peter Schmeichel mjög oft harðorður,“ sagði Neville.

,,Við tölum saman í dag og við hlæjum að þessu en á þessum tíma þá var hann mjög grófur.“

,,Hann var ekki mjög hrifinn af mér sem leikmanni. Schmeichel var markvörðurinn og vörnin var skipuð Bruce, Pallister, Parker og Irwin, goðsagnarkennd varnarlína.“

,,Ég var sá fyrsti til að brjóta mér leið inn í liðið og hann sá það sem áhættu, hann hugsaði að þetta gæti haft stór áhrif á hversu sigursælt liðið hafði verið.“

,,Paul Parker meiddist og ég byrjaði að spila í hægri bakverði, sem ungur leikmaður þá ertu ekki fullkominn. Þú gerir nokkur mistök og hann hraunaði yfir mig á æfingum, hann gagnrýndi varnarvinnuna og fyrirgjafir.“

,,Hann æfði fyrirgjafir og stóð hjá vítapunktinum, hann greip fyrirgjafirnar og sagði að þetta hafi verið glatað. Hann gerði það reglulega og var bara mjög harður og hræðilegur við mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi
433Sport
Í gær

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“
433Sport
Í gær

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“