fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433Sport

Lék með Barcelona og Arsenal en var heimilislaus í Rússlandi – Bjó á æfingasvæðinu og átti enga vini

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 22:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumenn lifa yfirleitt mjög góðu lífi en það kemur upp að leikmenn lendi í töluverðum vandræðum hjá nýju félagi.

Alex Song, fyrrum leikmaður Arsenal og Barcelona, er einn af þeim sem hefur lent í slíku.

Song spilar í dag með liði Sion í Sviss en var áður í tvö ár hjá Rubin Kazan í Rússlandi þar sem vandamálin voru svo sannarlega til staðar.

Song segir að félagið hafi ítrekað logið að sér og þurfti hann að búa á æfingasvæði félagsins því hann fékk ekki húsnæði.

,,Þegar ég skrifaði fyrst undir þá var mér sagt að ég myndi fá húsnæði,“ sagði Song við the Telegraph.

,,Svo liðu margir mánuðir og ég var ekki með húsnæði. Þeir hentu mér út af hótelinu og ég bjó á æfingasvæðinu.“

,,Það var þremur mánuðum eftir að ég kom til Kazan. Þeir sögðu mér að ég þyrfti að bíða eftir að húsið væri tilbúið.“

,,Einn daginn ræddi ég svo við konu sem átti að vera að hanna húsið og hún sagði að enginn frá félaginu hefði haft samband.“

,,Æfingasvæðið var allt í lagi en það er ekki eins og að búa heima hjá þér. Það var líka verra en á hótelinu.“

,,Þá geturðu alltaf komist burt og hugsað um aðra hluti. Herbergið mitt á æfingasvæðinu var allt í lagi en það var ekki heilbrigt að búa þar. Þú getur ekki slakað á, allir aðrir voru með húsnæði eða voru farnir annað.“

,,Ég eyddi öllum mínum tíma í herberginu og kveikti ekki ljósin. Ég sat bara þarna með tölvuna. Ég kveikti ekki á sjónvarpinu því ég skil ekki rússnenskt sjónvarp. Lífið mitt var sími og tölva.“

,,Kazan er flottur staður. Það eru góðir veitingastaðir þarna og gott fólk en ég fór eiginlega aldrei út því ég átti enga vini.“

,,Ég sat bara þarna. Ég fór kannski tvisvar eða þrisvar út að borða. Ég borðaði annars bara á æfingasvæðinu. Maturinn var fínn en ég var einmanna. Ég var að verða klikkaður. Ég grét ekki en var mjög stressaður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segir táninginn hafa gert risastór mistök með valinu – ,,Mun aldrei finna sömu ást og hjá okkur“

Segir táninginn hafa gert risastór mistök með valinu – ,,Mun aldrei finna sömu ást og hjá okkur“
433Sport
Í gær

United til í að hlusta á tilboð

United til í að hlusta á tilboð
433Sport
Í gær

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segist eiga óklárað verk í London

Segist eiga óklárað verk í London
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vill aftur til Englands – United augljós kostur

Vill aftur til Englands – United augljós kostur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra
433Sport
Fyrir 2 dögum

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn