fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433Sport

Kante tók betri ákvörðun en Sanchez, Ronaldo, Messi og fleiri – Neitaði að vera partur af svindli og vildi fá ‘venjuleg laun’

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 21:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Football Leaks hefur verið að gera allt vitlaust undanfarna mánuði en þar starfa rannsóknarblaðamenn sem hafa komið upp um ýmis mál tengd knattspyrnu.

FL var á meðal annars aðilinn sem birti sönnunargögn um það að Manchester City og Paris Saint-Germain hafi brotið reglur UEFA þegar kemur að leikmannakaupum.

Það eru þó ekki allar fréttir slæmar en í þetta sinn er fjallað um miðjumanninn N’Golo Kante sem spilar með Chelsea.

Kante er einn allra besti miðjumaður ensku úrvalsdeildarinnar en hann sinnir sínu hlutverki alltaf vel.

Það er örugglega engum sem er illa við Kante en hann er mjög auðmjúkur og lætur frægðina alls ekki fara með sig.

Eftir að hafa skrifað undir hjá Chelsea þá var Kante boðið að vera partur af svindli sem myndi spara honum 870 þúsund pund á ári í skatt.

FL greinir frá því að Kante hafi upprunarlega samþykkt að vera partur af þessu svindli en neitaði svo að skrifa undir þegar stundin rann upp.

Í staðinn bað Kante einfaldlega um að fá venjuleg laun en fyrirtæki sem er staðsett erlendis hefði séð um öll hans mál hefði hann samþykkt þennan samning.

Kante hafði stórar áhyggjur af því að málið yrði síðar rannsakað og ákvað að lokum að taka engan þátt.

Fjölmargir leikmenn og þjálfarar hafa komið sér í vesen undanfarin ár fyrir það að borga ekki skatt. Leikmenn á borð við Alexis Sanchez, Lionel Messi, Cristiano Ronaldo, Neymar og fleiri hafa verið undir smásjá lögreglunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segir táninginn hafa gert risastór mistök með valinu – ,,Mun aldrei finna sömu ást og hjá okkur“

Segir táninginn hafa gert risastór mistök með valinu – ,,Mun aldrei finna sömu ást og hjá okkur“
433Sport
Í gær

United til í að hlusta á tilboð

United til í að hlusta á tilboð
433Sport
Í gær

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segist eiga óklárað verk í London

Segist eiga óklárað verk í London
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vill aftur til Englands – United augljós kostur

Vill aftur til Englands – United augljós kostur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra
433Sport
Fyrir 2 dögum

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn