fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433Sport

Heimir ræðir flugferð með Guðjóni Þórðarsyni – ,,Það kemur smá glampi í augun á honum“

Victor Pálsson
Laugardaginn 10. nóvember 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Guðjónsson þjálfari HB í Færeyjum er gestur í 90 mínútum, hlaðvarpsþætti okkar hér á 433.is.

Heimir er þjálfari HB í Færeyjum í dag og gerði liðið að færeyskum meistara á tímabilinu sem var að ljúka. Liðið setti stigamet undir hans stjórn.

Heimir verður ekki eini íslenski þjálfarinn í Færeyjum á næsta tímabili en Guðjón Þórðarson er mættur til starfa.

Guðjón hefur samþykkt að taka við NSÍ Rúnavík í efstu deild og er Heimir afar ánægður með það.

Þeir voru samferða til Íslands á dögunum og segir Heimir að Guðjón sé mjög spenntur fyrir komunni.

,,Það er bara frábært. Ég þekki Gaua mjög vel og spilaði undir hans stjórn,“ sagði Heimir um komu vinar síns til Færeyja.

,,Á sínum tíma þegar hann þjálfaði mig þá fannst mér hann frábær. Hann var frábær fyrir mig. Hann kenndi mér ákveðna hluti.“

,,Hann kenndi mér hvernig hann vildi að miðjumenn spiluðu á sínum tíma. Ég kom heim í gærkvöldi og hitti Gaua.“

,,Við vorum samferða heim og hann var búinn að funda með mönnum og var mjög jákvæður á þetta. NSÍ Rúnavík, það er fullt af hæfileikaríkur fótboltamönnum þar.“

,,Ég ætla að vona að Gaua gangi vel nema á móti mér. Ég held að þetta sé gott tækifæri fyrir hann, ég vona að þetta gangi vel.“

,,Það er alltaf eldhugur hjá Guðjóni Þórðarsyni þegar þú talar við hann. Það er mjög gaman að tala við hann um gamla tíma, það kemur smá glampi í augun á honum!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Ársþingið fyrir austan í lok febrúar

Ársþingið fyrir austan í lok febrúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Elías Már skrifar undir í Víkinni

Elías Már skrifar undir í Víkinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Túfa hafnaði ÍBV og er á leið til Svíþjóðar

Túfa hafnaði ÍBV og er á leið til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Slot þurfti enn og aftur að svara spurningum um Salah

Slot þurfti enn og aftur að svara spurningum um Salah