Vincent Pericard fyrrum framherji Portsmouth og Stoke City hefur skemmtilega sögu að segja frá tíma sínum hjá Juventus.
Árið 2000 var Pericard keyptur til Juventus frá Saint-Etienne og miklar væntingar gerðar til hans.
Hann var ásamt tveimur öðrum leikmönnum að læra ítölsku hjá huggulegri konu að mati Pericard.
Eitt kvöldið var Pericard að fá sér í glas og ákvað að bjóða stúlkunni í heimsókn, það voru endalok hans hjá Juventus.
,,Ég var með frönskum leikmönnum í tungumála kennslu og það var huggulegur kennari,“ sagði Pericard.
,,Eitt kvöldið var ég heima og sendi henn skilaboð um að kíkja í drykk. Klukkutíma síðar hringdi síminn minn, það var Roberto Bettega, aðstoðarframkvæmdarstjóri Juventus.“
,,Hann las yfir mér og spurði hver af okkur hefði sent skilaboðin, við vissum ekki að hún væri kærasta hans. Félagið sendi mig strax á láni til Portsmouth.“