fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
433Sport

Atli Eðvaldsson hélt að Haraldur væri með hræðilega sjón – ,,Ég var sendur í Blindrafélagið í skoðun“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Björnsson markvörður Stjörnunnar segir frá skemmtilegri sögu í hlaðvarpsþætti félagsins, Inn með boltann.

Eiður Benedikt Eiríksson stýrir þættinum en Haraldur rifjar upp atvik frá árinu 2009 þegar hann var í marki Vals.

Atli Eðvaldsson var þjálfari liðsins og hann taldi að eitthvað amaði að sjón Haralds eftir mistök hans.

Haraldur hefur síðan þá farið í atvinnumennsku og komið heim, enginn hefur efast um sjón hans aftur.

„Við vorum að spila gegn KA í bikarnum, ég hafði tekið svona tuttugu fyrirgjafir í leiknum, svo kemur ein í seinni hálfleik sem ég missi. Þá er einhver á fjærstönginni sem skorar,“ sagði Haraldur við hlaðvarpsþátt Stjörnunnar.

„Við vinnum leikinn en Atli tekur mig út úr liðinu og sendir mig til augnlæknis. Ég var tvítugur og Atli hélt að það væri eitthvað að sjóninni minni, fyrst ég missti af einni fyrirgjöf.“

„Ég var sendur í Blindrafélagið í skoðun, það var mjög vandræðalegt. Þarna var kona að skoða mig og ég sá alla stafina, ég er með mjög góða sjón. Ég var samt bara á bekknum út tímabilið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ólafur þénaði vel á aðra milljón á mánuði – Baráttan hörð á toppnum

Ólafur þénaði vel á aðra milljón á mánuði – Baráttan hörð á toppnum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Salah bestur í þriðja sinn – Liverpool á flesta fulltrúa í liðinu

Salah bestur í þriðja sinn – Liverpool á flesta fulltrúa í liðinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nýju mennirnir fóru á kostum

Nýju mennirnir fóru á kostum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ryan Reynolds og félagar veifa rúmum milljarði framan í stórliðið

Ryan Reynolds og félagar veifa rúmum milljarði framan í stórliðið