fbpx
Sunnudagur 05.febrúar 2023

Wow air

Trygging Isavia flogin á brott: „Málinu er þó ekki lokið og verður rekið fyrir dómstólum“

Trygging Isavia flogin á brott: „Málinu er þó ekki lokið og verður rekið fyrir dómstólum“

Eyjan
19.07.2019

Airbusvél sem kyrrsett var hér á landi vegna skulda WOW air við Isavia, en er í eigu bandaríska leigufélagsins ALC, flaug af landi brott í morgun í kjölfar dómsúrskurðar. Hefur ALC reynt að fá vélina til sín síðan í mars, en Isavia kyrrsetti hana vegna heildarskuldar WOW við Isavia, sem nam um tveimur milljörðum og Lesa meira

Hæsta stjórnvaldssekt í sögu Umhverfisstofnunnar lögð á þrotabú WOW Air

Hæsta stjórnvaldssekt í sögu Umhverfisstofnunnar lögð á þrotabú WOW Air

Eyjan
04.07.2019

Umhverfisstofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á þrotabú flugfélagsins WOW Air að upphæð 3.798.631.250 króna (tæpir 3.8 milljarðar) vegna vanrækslu flugrekanda á að standa skil á losunarheimildum fyrir árið 2018. Um er að ræða langhæstu sekt sem Umhverfisstofnun hefur lagt á, samkvæmt tilkynningu. Ísland er aðili að viðskiptakerfi Evrópusambandsins um losunarheimildir (ETS) sem miðar að því að draga úr Lesa meira

Velgjörðarmaður WOW sem Skúli Mogensen fór á bak við -„Þú veist hvar mig er að finna“

Velgjörðarmaður WOW sem Skúli Mogensen fór á bak við -„Þú veist hvar mig er að finna“

Eyjan
31.05.2019

Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri og eigandi WOW air, datt sannarlega í lukkupottinn árið 2015, þegar hann fékk símtal frá Steve Udvar-Házy, stofnanda og forstjóra Air Lease Corporation í Bandaríkjunum, eins stærsta flugvélaleigufyrirtækis heims. Frá samskiptum þeirra er greint í bókinni WOW air, ris og fall flugfélags, eftir Stefán Einar Stefánsson, sem virðist hafa verið fluga Lesa meira

Ástþór Magnússon um vinnubrögð Isavia: „Hætta er á að orðstír Íslands stórskaðist“

Ástþór Magnússon um vinnubrögð Isavia: „Hætta er á að orðstír Íslands stórskaðist“

Eyjan
02.05.2019

Ástþór Magnússon, sem er einn þeirra er standa að verkefninu Flyicelandic um stofnun lággjaldaflugfélags, segir að stjórnvöld þurfi að stöðva óeðlilega viðskiptahætti Isavia. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ástþóri og Nordine Ouabdesselam, fyrrverandi aðstoðarforstjóra fjármálasviðs Airbus: „Hætta er á að orðstír Íslands stórskaðist á næstunni á alþjóða vettvangi ef ISAVIA kemst upp með að Lesa meira

Mun spáin um aukningu í utanlandsferðum rætast eftir gjaldþrot WOW air ?

Mun spáin um aukningu í utanlandsferðum rætast eftir gjaldþrot WOW air ?

Eyjan
23.04.2019

Ferðamálastofa hefur birt niðurstöður úr nýrri könnun meðal Íslendinga um ferðalög þeirra á árinu 2018 og ferðaáform á árinu 2019. Könnunin hefur verið framkvæmd árlega með sambærilegum hætti frá árinu 2010. Samkvæmt könnuninni verður aukning í fyrirhuguðum ferðum á erlenda grundu, en þess skal getið að könnunin var framkvæmd í janúar, áður en WOW air Lesa meira

Ástþór Magnússon vill koma að rekstri nýs flugfélags

Ástþór Magnússon vill koma að rekstri nýs flugfélags

Eyjan
14.04.2019

Ástþór Magnússon, athafnamaður og margreyndur forsetaframbjóðandi, hefur boðið fram aðstoð sína til þess að koma að endurreisn WOW air, eða uppbyggingu nýs lággjaldarflugfélags. Þetta kemur fram í bréfi Ástþórs til huldufélagsins hluthafi.com, sem Eyjan hefur undir höndum. Ekki er vitað hverjir standa að síðunni hluthafi.com, en þar býðst almenningi að koma að endurreisn WOW air Lesa meira

Þetta eru viðbrögð stjórnvalda vegna gjaldþrots WOW air til þessa

Þetta eru viðbrögð stjórnvalda vegna gjaldþrots WOW air til þessa

Eyjan
10.04.2019

Á vef Stjórnarráðsins hafa viðbrögð stjórnvalda vegna falls WOW air verið birt. Forsætisráðuneytið, Félagsmálaráðuneytið, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið útlista þar hvaða aðgerðir viðkomandi ráðuneyti og ráðherra hefur ráðist í: Aukið fjármagn til Vinnumálastofnunar og heilbrigðisstofnana Viðbragðsáætlanir stofnana virkjaðar Úrræði fyrir námsmenn sem misst hafa vinnuna Nám og námsaðstaða efld Ráðherrar funda með fulltrúum Lesa meira

Skúli tekur á sig ábyrgð á falli WOW air – „Þykir verst að hafa brugðist öllu því fólki sem stóð með mér“

Skúli tekur á sig ábyrgð á falli WOW air – „Þykir verst að hafa brugðist öllu því fólki sem stóð með mér“

Fréttir
03.04.2019

Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri flugfélagsins WOW air, sem tekið var til gjaldþrotaskipta í síðustu viku, sendi yfirlýsingu til fjölmiðla í dag. Í henni segist hann ávallt hafa verið sannfærður um að WOW yrði öflugt flugfélag. Það sjáist einna best í fjárfestingum hans í félaginu, upp á fjóra milljarða frá stofnun þess. Skúli segir í Lesa meira

Skýjaborgir Skúla: Ókeypis flugferðir og WOW stærri en Icelandair – „Ég hef miklu meiri áhuga á að verða heimsmeistari“

Skýjaborgir Skúla: Ókeypis flugferðir og WOW stærri en Icelandair – „Ég hef miklu meiri áhuga á að verða heimsmeistari“

Fréttir
29.03.2019

Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, hefur alla tíð verið þekktur fyrir að vera bjartsýnn og stórhuga. Nú er þó ævintýrinu lokið. Undanfarin ár hefur Skúli lýst yfir ýmsum áætlunum sem mörgum þóttu djarfar en mætti í dag líkja við skýjaborgir.   Stærsta skýjaborg Skúla hlýtur að vera þegar hann spáði því að í nálægri framtíð Lesa meira

Skúli kveður WOW á Instagram

Skúli kveður WOW á Instagram

Fréttir
28.03.2019

Skúli Mogensen stofnandi og eigandi WOW air birti fyrr í kvöld persónulega kveðju á Instagram. Fyrr í dag hefur fjöldi fyrrum starfsmanna WOW air birt myndir á Instagram þar sem þeir rifja upp starf sitt hjá WOW air og þakka fyrir reynslu sína hjá félaginu. Í færslu Skúla svífur WOW air flugvél frá Keflavíkurflugvelli til Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af