Jón Kaldal: „Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta”
Fréttir„Almenningur verður að geta treyst því að stofnanir sinni lögbundnum skyldum sínum við rannsókn umhverfisslysa og refsi þeim sem bera ábyrgð á þeim eins og lög kveða á um.“ Þetta segir Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, í pistli á vef Vísis. Jón gerir þar að umtalsefni tvo nýlega úrskurði sem hann segir lýsandi fyrir værukærð Lesa meira
Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
FréttirRannsóknarstofan Sameind hefur kært ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar, um leyfi til að innrétta húsnæði að Ármúla 34 fyrir starfsemi Konukots, til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Rannsóknarstofan sem er staðsett í húsinu við hliðina, Ármúla 32, hefur raunar áður mótmælt áformunum en í kærunni kemur meðal annars fram að starfsemi Sameindar og Konukots geti á engan hátt Lesa meira
Umhverfis- og orkustofnun brást í umfangsmiklu stroki eldislaxa í Patreksfirði
FréttirÚrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Umhverfis- og orkustofnunar frá því fyrr á þessu ári um að grípa ekki til aðgerða vegna stroks 3.500 eldislaxa úr sjókví í Patreksfirði í ágúst 2023. Segir nefndin að málsmeðferðin hafi tekið of langan tíma, stofnunin hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni og að stofnunin hafi átt Lesa meira
Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi
FréttirÚrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkur um að samþykkja áform um endurbyggingu á réttingaverkstæði við Grettisgötu 87 í Reykjavík. Stórbruni varð í húsinu, sem er stálgrindarhús, árið 2016 og hafa brunarústirnar staðið á lóðinni síðan þá. Rætt var um að byggja íbúðir á lóðinni en ekkert varð af því og Lesa meira
Húseigandi á Egilsstöðum fær ekki að losna við tjaldstæði á næstu grösum
FréttirÚrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru fyrirtækisins HJH sem á fasteign sem stendur við Skjólvang 2 á Egilsstöðum en í húsinu er meðal annars starfsstöð Skattsins. Hafði fyrirtækið kært þá ákvörðun sveitarstjóra Múlaþings, sem Egilsstaðir eru hluti af, að verða ekki við kröfu þess um að stöðva rekstur tjaldstæðis á þremur næstu lóðum Lesa meira
Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
FréttirÚrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru samtakanna Hollvinir Meðalfellsvatns vegna framkvæmda við vatnið. Samtökin segja framkvæmdirnar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa. Viðkomandi sveitarfélag, Kjósarhreppur, staðfestir að engin leyfi hafi verið fyrir framkvæmdum en verið sé að vinna í málinu og það sé á viðkvæmu stigi. Lóðarhafi lóðanna þar sem framkvæmdir Lesa meira
Framkvæmdir við græna gímaldið ekki stöðvaðar
FréttirÚrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað því að stöðva framkvæmdir við hið umdeilda vöruhús við Álfabakka í Reykjavík sem kallað hefur verið græna gímaldið. Búseti, sem á fjölbýlishúsið sem er aðeins örfáa metra frá vöruhúsinu, hefur lagt fram nýja kæru vegna byggingu hússins til nefndarinnar og hafði krafðist þess að framkvæmdir yrðu stöðvaðar á meðan Lesa meira
Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd
FréttirFyrirtækin Síld og fiskur, sem rekur svínabú í Minni Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd, og Stjörnugrís, sem rekur svínabú að Brautarholti á Kjalarnesi, lögðu bæði fyrir nokkrum mánuðum fram kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Í kærunum var þess krafist að nýlegar ákvarðanir um að fyrirtækjunum væri ekki lengur heimilt eins og áður hafði verið að dæla Lesa meira
Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“
FréttirHelga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar og fyrrum forsetaframbjóðandi hefur í nokkurn tíma, ásamt eiginmanni sínum Theódór Jóhannssyni, deilt við Reykjavíkurborg um 40 fermetra bílskýli sem þau reistu á lóð sinni. Hjónin töldu sig vera í rétti við að reisa skýlið en höfðu aldrei sótt um byggingarleyfi. Töldu þau borgina hafa sýnt töluverða óbilgirni í málinu. Byggingarfulltrúi Lesa meira
Mótmæla byggingu húss sem upphaflega var kynnt sem sambýli
FréttirEigendur sex einbýlishúsa á Seltjarnarnesi hafa kært ákvörðun byggingarfulltrúa bæjarins um að heimila byggingu einbýlishúss á lóð við Hofgarða 16 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Upphaflega stóð til að á lóðinni, sem var síðasta lóðin á umræddu deiliskipulagssvæði sem ætluð var undir íbúðarhúsnæði en ekki hafði verið byggt á, yrði heimili fyrir fjóra fatlaða einstaklinga. Lesa meira