fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Fréttir
Í gær

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru húseiganda í Garðabæ sem krafðist þess að gluggi og hurð á vesturhlið bílskúrs á lóð hússins við hliðina yrðu fjarlægð auk þess sem sorp­geymsla yrði staðsett í samræmi við grenndarkynningargögn. Vildi hinn ósátti eigandi meina að upphaflegum aðaluppdráttum hafi verið breytt án hans vitundar og kærði hann Lesa meira

Andstæðingar sjókvíaeldis kærðu töf á vinnslu umsóknar um rekstrarleyfi

Andstæðingar sjókvíaeldis kærðu töf á vinnslu umsóknar um rekstrarleyfi

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru félagasamtakanna VÁ en hafnað kröfu eigenda fjögurra sjávarjarða í Seyðisfirði sem lögðu eins og samtökin fram kæru vegna tafa sem orðið hafa á afgreiðslu Matvælastofnunar á umsókn fyrirtækisins Kaldvíkur hf. um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis í firðinum en þessir aðilar eru á móti eldinu. Fyrirtækið var hins vegar Lesa meira

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp

Fréttir
Fyrir 2 vikum

Deilur hafa staðið yfir milli nágranna í Laugardalshverfi í Reykjavík síðustu tvö árin vegna framkvæmda annars þeirra. Hafði hinn nágranninn kært framkvæmdirnar og haft betur fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Málið hefur nokkrum sinnum komið til kasta nefndarinnar en í nýjasta úrskurðinum felldi nefndin úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir framkvæmdunum en ekki Lesa meira

Íbúi í miðbænum segir Reykjavíkurborg hafa sig fyrir rangri sök

Íbúi í miðbænum segir Reykjavíkurborg hafa sig fyrir rangri sök

Fréttir
Fyrir 2 vikum

Íbúi og húseigandi í miðborg Reykjavíkur hefur kært ákvörðun byggingarfulltrúa borgarinnar um að hann skuli koma garðvegg á lóð sinni í fyrra horf og þangað til hann geri það verði lagðar á hann dagsektir. Segir íbúinn að byggingarfulltrúinn hafi ranglega sakað hann um að hafa rofið vegginn án leyfis þvert á móti hafi hann endurbyggt Lesa meira

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Fréttir
Fyrir 3 vikum

Eigendur íbúðarhúss í Hafnarfirði eru ósáttir við að byggingarfulltrúi bæjarins ætli ekki að bregðast við vegna hæðarlegu lóðar nágranna þeirra. Vilja eigendurnir meina að lóð nágrannanna sé of há miðað við deiliskipulag og samþykkta aðaluppdrætti en bæði húsin voru byggð á 10. áratug síðustu aldar og lóðarfrágangur enn sá sami og þá. Eigendurnir kærðu synjunina Lesa meira

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Vildi ekki hafa „ljótt“ smáhýsi rétt við stofugluggann

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Vildi ekki hafa „ljótt“ smáhýsi rétt við stofugluggann

Fréttir
27.10.2025

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar sem hafði fyrirskipað eigendum íbúðarhús í vesturbæ borgarinnar að fjarlægja smáhýsi af lóð sinni eða færa það lengra inn á lóðina. Smáhýsið var upp við lóðarmörk lóðar hússins og næstu lóðar þar sem stendur fjölbýlishús. Það var þó fyrst og fremst einn íbúi í Lesa meira

Umdeilt einbýlishús fær að rísa á Seltjarnarnesi – Átti upphaflega að vera sambýli – Eitt orð hafði úrslitaáhrif

Umdeilt einbýlishús fær að rísa á Seltjarnarnesi – Átti upphaflega að vera sambýli – Eitt orð hafði úrslitaáhrif

Fréttir
12.10.2025

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað því að fella úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúa Seltjarnarnesbæjar um að heimila byggingu einbýlishúss á lóðinni við Hofgarða 16 í bænum. Eigendur nærliggjandi húsa hafa mótmælt byggingunni í nokkurn tíma meðal annars á þeim grundvelli að húsið eigi að vera umfangsmeira en öll önnur hús í nágrenninu. Það hafi upphaflega Lesa meira

Bálstofan í Fossvogi fær gálgafrest

Bálstofan í Fossvogi fær gálgafrest

Fréttir
03.10.2025

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur orðið við kröfu Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma um að fresta réttaráhrifum ákvörðunar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að herða reglur í starfsleyfi bálstofunnar í Fossvogi og að láta leyfið gilda aðeins í eitt ár. Nágrannar bálstofunnar hafa kvartað mjög undan mengun frá bálstofunni en starfsemi hennar verður þó með óbreyttum hætti á meðan kæran Lesa meira

Íbúar í miðbænum kæra framkvæmd sem þeir segja óframkvæmanlega – Efasemdir hjá borginni hurfu

Íbúar í miðbænum kæra framkvæmd sem þeir segja óframkvæmanlega – Efasemdir hjá borginni hurfu

Fréttir
02.10.2025

Tólf manna hópur húseigenda og íbúa í miðbæ Reykjavíkur hefur kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nokkuð umfangsmiklar framkvæmdir við Þingholtsstræti 21 sem byggingarfulltrúi borgarinnar hefur veitt leyfi fyrir. Segir hópurinn að einn hluti fyrirhugaðra framkvæmda sé óframkvæmanlegur og að annar hluti muni valda varanlegum skemmdum á trjágróðri á lóðinni. Skipulagsfulltrúi borgarinnar og Minjastofnun veittu Lesa meira

Áratuga aðgerðaleysi borgarinnar bjargaði bakhúsi sem reist var í óleyfi

Áratuga aðgerðaleysi borgarinnar bjargaði bakhúsi sem reist var í óleyfi

Fréttir
19.09.2025

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar um að bakhús á lóð við Leifsgötu, sem reist var um miðja 20. öld án tilskilinna leyfa, skuli rifið. Vísar nefndin meðal annars til þess að nokkrir áratugir hafi liðið án þess að borgin hafi gripið til nokkurra aðgerða vegna þessarar óleyfisframkvæmdar. Nefndin hafði Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af