Gera ekki athugasemd við vinnubrögð lögreglu vegna ólöglegrar aflífunar
FréttirNefnd um eftirlit lögreglu telur ekki tilefni til að aðhafast frekar og gerir engar athugasemdir vegna kvörtunar yfir vinnubrögðum lögreglunnar á Suðurlandi í tengslum við aflífun tveggja hunda í Mýrdalshreppi sem síðar var úrskurðuð ólögmæt. DV greindi frá málinu á síðasta ári. Hundarnir voru sakaðir um að bíta lamb til ólífis og sveitarstjóri Mýrdalshrepps tók Lesa meira
Hundaeigandi vísar hörðum ásökunum í garð hundsins hans á bug – Sveitarstjórinn bannaði hundahaldið án tilskilinnar heimildar
FréttirKæru hundaeiganda í Grímsnes og Grafningshreppi vegna ákvörðunar sveitarstjóra um að banna honum að halda hund sinn hefur verið vísað frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Byggði ákvörðunin á því að hundurinn hafi gengið laus í trássi við reglur og bitið lamb þrátt fyrir að eigandinn hefði verið áminntur um að passa betur upp á hundinn. Lesa meira
Fer í hart eftir að hafa verið sviptur hundunum í kjölfar árásar
FréttirHundaeigandi á Akranesi hefur kært þá ákvörðun sveitarfélagsins að svipta hann leyfi til að halda hunda til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Var banninu komið á í kjölfar þess að fjórir hundar eigandans réðust á annan hund með þeim afleiðingum að einstaklingur sem var með þann hund í bandi var bitinn. Hafði eigandinn þó aldrei verið Lesa meira
Þingmaður meðal á þriðja tug manna sem lagt hafa fram sameiginlega kæru gegn Reykjavíkurborg
FréttirAlls hafa 21 einstaklingur lagt fram sameiginlega stjórnsýslukæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Meðal kærendanna eru Dagbjört Hákonardóttir þingmaður Samfylkingarinnar, fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður, og eiginmaður hennar. Snýst kæran um málsmeðferð Reykjavíkurborgar vegna uppbyggingar á 60 íbúða fjölbýlishúsi á lóð við Háteigsveg 35. Vilja kærendur meina að breyting sem gerð hafi verið á deiliskipulagi, vegna uppbyggingarinnar, Lesa meira
Nágrannaerjur í Vesturbænum – 40 ára svalapallur fær að standa eftir að borgin skipti um skoðun
FréttirÚrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur staðfest ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar um að svokallaður svalapallur sem reistur var við hús í vesturbæ borgarinnar fái að standa, eftir að hafa áður fyrirskipað niðurrif hans. Pallurinn var reistur árið 1985 án þess að nokkurn tímann hefði verið sótt um byggingarleyfi. Nágranni eiganda hússins kærði ákvörðun byggingarfulltrúans um að aðhafast Lesa meira
Það er ekki hægt að losna alfarið við pappírs- og plasttunnurnar
FréttirÍ dag er aðfangadagur og eflaust mun töluvert magn pappírs og plasts enda í endurvinnslutunnum við heimili landsmanna. Aðstæður eru þó misjafnar milli heimila og magn sem endar í tunnunum er misjafnt. Sumir hafa sýnt því áhuga að losna við tunnurnar sem ætlaðar eru fyrir pappír, pappa og plast, eða hafa þegar gert það, og Lesa meira
Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
FréttirÚrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru húseiganda í Garðabæ sem krafðist þess að gluggi og hurð á vesturhlið bílskúrs á lóð hússins við hliðina yrðu fjarlægð auk þess sem sorpgeymsla yrði staðsett í samræmi við grenndarkynningargögn. Vildi hinn ósátti eigandi meina að upphaflegum aðaluppdráttum hafi verið breytt án hans vitundar og kærði hann Lesa meira
Andstæðingar sjókvíaeldis kærðu töf á vinnslu umsóknar um rekstrarleyfi
FréttirÚrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru félagasamtakanna VÁ en hafnað kröfu eigenda fjögurra sjávarjarða í Seyðisfirði sem lögðu eins og samtökin fram kæru vegna tafa sem orðið hafa á afgreiðslu Matvælastofnunar á umsókn fyrirtækisins Kaldvíkur hf. um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis í firðinum en þessir aðilar eru á móti eldinu. Fyrirtækið var hins vegar Lesa meira
Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp
FréttirDeilur hafa staðið yfir milli nágranna í Laugardalshverfi í Reykjavík síðustu tvö árin vegna framkvæmda annars þeirra. Hafði hinn nágranninn kært framkvæmdirnar og haft betur fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Málið hefur nokkrum sinnum komið til kasta nefndarinnar en í nýjasta úrskurðinum felldi nefndin úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir framkvæmdunum en ekki Lesa meira
Íbúi í miðbænum segir Reykjavíkurborg hafa sig fyrir rangri sök
FréttirÍbúi og húseigandi í miðborg Reykjavíkur hefur kært ákvörðun byggingarfulltrúa borgarinnar um að hann skuli koma garðvegg á lóð sinni í fyrra horf og þangað til hann geri það verði lagðar á hann dagsektir. Segir íbúinn að byggingarfulltrúinn hafi ranglega sakað hann um að hafa rofið vegginn án leyfis þvert á móti hafi hann endurbyggt Lesa meira
