Segir að herlög á hernumdu svæðunum beri vitni um örvæntingu Pútíns
FréttirÁkvörðun Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, um að setja herlög í þeim fjórum úkraínsku héruðum sem Rússar hafa að hluta á valdi sínu og segjast hafa innlimað í rússneska ríkjasambandið er ekkert annað en örvæntingarfull aðgerð. Þetta sagði Vedant Patel, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, og bætti við að það eigi ekki að koma neinum á óvart að Rússar grípi til örvæntingarfullra aðgerða Lesa meira
Hvað er Pútín að gera?
FréttirÞrettán rússneskar MiG-29 orustuþotur, sem hafa verið geymdar á Millerovo herflugvellinum nærri úkraínsku landamærunum, eru horfnar ef miða má við gervihnattamyndir. Það sama á við um orustuþotur sem voru geymdar á herflugvelli í Kursk. Úkraínskur hernaðarmiðill hefur velt þeirri spurningu upp hvort nota eigi vélarnar í lofthernaði í Úkraínu. Miðillinn, Military Aviation, skrifar á Twitter að það virðist sem þessar MiG-29 bætist fljótlega við Lesa meira
Pútín í úlfakreppu – „Þetta myndi verða mjög stór ósigur“
FréttirÚlfakreppa, sem getur í versta fallið endað með „hörmungum“ getur orðið stór ósigur fyrir Vladímír Pútín, Rússlandsforseta. Ef lesið er á milli línanna á því sem háttsettir Rússar hafa sagt síðustu daga, þá eru þeir „á rassgatinu“ og standa frammi fyrir slæmri úlfakreppu. Þetta sagði Claus Mathiesen, lektor við danska varnarmálaskólann, í samtali við B.T. Hann sagði að Lesa meira
Rússneskir hermenn sagðir pynta fanga
FréttirAð sögn mannréttindasamtakanna Human Rights Watch (HRW) þá pyntuðu rússneskir hermenn fanga í úkraínsku borginni Izium þegar Rússar voru með hana á sínu valdi. Samtökin ræddu við rúmlega 100 manns, sem voru í borginni á meðan á hernáminu stóð frá mars til október. Næstum allir viðmælendurnir sögðust eiga vin eða ættingja sem hefði sætt pyntingum. Lesa meira
Stór hluti af rússneskum herforingjum sagðir ”óstarfhæfir”
FréttirÍ nýrri stöðuskýrslu breska varnarmálaráðuneytisins á gangi stríðsins í Úkraínu kemur fram að stór hluti af herforingjum rússneska hersins séu í vaxandi mæli „óstarfhæfir“. Einnig kemur fram að þegar kemur að því að framfylgja áætlunum á vígvellinum þá sé vaxandi skortur á yfirmönnum á millistigi til að skipuleggja og leiða þá hermenn, sem nýlega hafa verið kvaddir Lesa meira
Segir að Rússar hafi tapað stríðinu þegar kemur fram á sumar
FréttirÍ árslok mun úkraínski herinn hafa unnið góða sigra á vígvellinum og næsta sumar verður stríðinu lokið. Þetta er mat Kyrylo Budanov, yfirmanns leyniþjónustu úkraínska hersins (GUR). CNN segir að hann spái því að Úkraínumenn standi uppi sem sigurvegarar í stríðinu næsta sumar. „Ósigur Rússlands er óhjákvæmilegur. Það er ekki hægt að koma í veg fyrir hann og Lesa meira
„Öruggt að eitthvað stórt er í gangi í Kherson“
FréttirEitthvað „stórt“ gæti verið í uppsiglingu í Kherson í Úkraínu og það ætti að koma í ljós á næstu 48 til 72 klukkustundum hvað það er. Þetta er mat Michael Clarke, prófessors í hernaðarsögu. Í samtali við Sky News sagðist hann byggja þetta á tveimur atriðum: Annað er héraðsstjórinn í Kherson, Vladimir Saldo, sem Rússar settu í embætti, hefur hvatt til Lesa meira
Segir drónaárásir Rússa sýna að þeir eigi ekki möguleika á vígvellinum
FréttirVolodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, sagði í gærkvöldi að notkun Rússa á sjálfsvígsdrónum í Úkraínu sýni að þeir „eigi ekki möguleika á vígvellinum“. Í ávarpi sínu sagði hann að með drónaárásunum séu Rússar að reyna að „fela ósigra sína með hryðjuverkum“. Hann endurtók ákall sitt til bandalagsríkja Úkraínu um fleiri loftvarnarkerfi og sagði að um leið og búið verði að Lesa meira
Zelenskyy hvetur hermenn til að taka fleiri fanga
FréttirVolodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, hvatti í gærkvöldi úkraínska hermenn til að taka fleiri fanga á vígvellinum og sagði að það muni gera Úkraínumönnum auðveldara fyrir við að fá úkraínska hermenn leysta úr haldi Rússa. Hann lét þessi orð falla nokkrum klukkustundum eftir að Rússar og Úkraínumenn skiptust á 218 föngum, þar af 108 úkraínskum konum. „Þeim Lesa meira
Þetta eru merki um að Pútín sé að undirbúa beitingu kjarnorkuvopna
FréttirHvað mun gefa til kynna að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, sé að undirbúa notkun kjarnorkuvopna í Úkraínu? Þessi spurning var lögð fyrir sérfræðinga í grein í tímaritinu the Atlantic. Svör þeirra voru þessi: Hótanir Pútíns og annarra rússneskra embættismanna um beitingu kjarnorkuvopna verða beinskeyttari Pavel Podvig, sérfræðingur í málefnum tengdum rússneskum kjarnorkuvopnum, sagði að ráðamenn í Kreml muni aðeins íhuga að beita kjarnorkuvopnum ef Rússar Lesa meira