Segir Morgunblaðsarminn hafa tögl og haldir í Sjálfstæðisflokknum sem hafi misst trúverðugleika í utanríkismálum
EyjanÞorsteinn Pálsson, einn stofnandi Viðreisnar og fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í pistli á Hringbraut að vandræði Sjálfstæðisflokksins í orkupakkamálinu felist í því að síðustu 20 ár hafi hann í orðræðu sinni grafið undan þeim rökum sem liggja að baki aðild Íslands að innri markaði ESB, en á hinn bóginn staðið að innleiðingu löggjafarinnar Lesa meira
Þorsteinn segir stöðu Sigurðar Inga veika: „VG er að kúvenda í einu stærsta prinsipp máli íslenskra stjórnmála“
Eyjan„Makrílfrumvarp ríkisstjórnarinnar er því endanleg og formleg staðfesting á því að VG hafnar þeirri hugmyndafræðilegu nálgun auðlindanefndar sem allir flokkar voru sammála um á sínum tíma. VG er að kúvenda í einu stærsta prinsipp máli íslenskra stjórnmála síðustu tvo áratugi. Að því leyti markar makrílfrumvarpið þáttaskil.“ Svo ritar Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, í pistli á Lesa meira
Þorsteinn hjólar í „vanhæfan“ Steingrím: „Forsætisnefnd Alþingis hin raunverulega siðanefnd“
EyjanÞorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins, og einn af stofnendum Viðreisnar, gagnrýnir fyrirkomulag og framkvæmd forsætisnefndar varðandi mál Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, í pistli á Hringbraut. Hann segir Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, einnig vera vanhæfan og rekur ferlið um mál Þórhildar og Ásmundar Friðrikssonar. Þórhildur er fyrsti þingmaðurinn í sögu Íslands sem tekin er Lesa meira
Þorsteinn um leynilegan Brexit-stuðning Íslands – „Eru það umtalsverð pólitísk tíðindi“
Eyjan„Hafi Katrín Jakobsdóttir í raun og veru gengið lengra en Donald Trump í þessu efni eru það umtalsverð pólitísk tíðindi. Ef það er satt og rétt þarf einnig að skýra út hvers vegna ríkisstjórnin hefur gengið svo langt sem breski ráðherrann fullyrðir í stuðningi við aðgerðir sem ganga jafn harkalega á móti íslenskum hagsmunum? Vonandi Lesa meira
Þorsteinn Pálsson: „Miðflokkurinn gæti síðan orðið leynivopn ríkisstjórnarinnar að kosningum loknum“
EyjanÞorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og einn af stofnendum Viðreisnar, fer yfir hugmyndafræðina og átakalínurnar hjá þingflokkunum í pistli sínum á Hringbraut. Þar segir hann meðal annars að Miðflokkurinn eigi samleið með ríkisstjórnarflokkunum þegar kemur að peningakerfinu og Evrópusamstarfi: „Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur var í raun og veru mynduð fyrst og fremst til þess að standa vörð Lesa meira
Þorsteinn dáist að blekkingum Guðlaugs og ljóstrar upp af hverju Davíð og co eru á móti orkupakkanum
EyjanÞorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins og einn af stofnendum Viðreisnar, dáist að blekkingum utanríkisráðherra varðandi þriðja orkupakkann, í pistli sínum á Hringbraut, hvar hann segir þingflokk Sjálfstæðisflokksins hafa kolfallið fyrir töfrabrögðum Guðlaugs Þórs. Þorsteinn segir að blekkingar geti stundum talist réttlætanlegar og jafnvel lofsverðar: „Almennt er rangt og ámælisvert að beita blekkingum. Í sumum Lesa meira
Þorsteinn Pálsson skýrir afsögn dómsmálaráðherra: „Þær geta einfaldlega ekki báðar sagt satt, Sigríður og Katrín“
EyjanÞorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins og einn stofnenda Viðreisnar, reifar dóm Mannréttindadómstóls Evrópu á dögunum í pistli á Hringbraut. Segir hann að tekist hafi að ræða viðbrögðin við dómnum af yfirvegun og telur að eðlilegt sé að láta reyna á áfrýjun miðað við álit minnihlutans í dómnum. Þá víkur Þorsteinn sögunni að afsögn Sigríðar Andersen Lesa meira