Fréttir af háum launum framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar villandi
FréttirSlysavarnafélagið Landsbjörg segir fréttir fjölmiðla af háum launum framkvæmdastjórans villandi. Þar kom fram að Kristján Þór Harðarson, framkvæmdastjóri félagsins, hefði verið með 9,8 milljónir króna í laun á mánuði árið 2024. Kristján Þór tók við starfinu þann 1. apríl 2021. Í ársreikningi félagsins kemur fram að hann var með 23,8 milljónir kr. Í laun á Lesa meira
Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðamann sem rann um 4 metra niður bratta
FréttirÁ tólfta tímanum voru björgunarsveitirnar Dagrenning á Hvolsvelli, Flugbjörgunarsveitin á Hellu og Bróðurhöndin undir Eyjafjöllum boðaðar út á mesta forgangi vegna tilkynningar til Neyðarlínu um ferðamann sem hafði fallið niður nokkurn bratta á leið að Merkurkeri. Merkurker er við Þórsmerkurleið og hafði viðkomandi runnið niður nokkra brekku niður að Sauðá og var grunur um ökklabrot. Lesa meira
Göngufélagi ferðamanns sem lést lofar íslenskar björgunarsveitir – „Þau voru svo góð og hjálpsöm“
FréttirEins og greint var frá í fjölmiðlum fyrir nokkrum dögum lést erlendur ferðamaður sem var á göngu ásamt hópi fólks nærri Hrafntinnuskeri á gönguleiðinni Laugavegi, á Suðurlandi. Einstaklingur sem var í hópnum lofar vinnubrögð íslenskra björgunarsveitarmanna, sem komu á staðinn, í hástert ekki síst fyrir það hvernig haldið var utan um þau í hópnum sem Lesa meira
Skatturinn sagður hafa sýnt björgunarsveit of mikla hörku
FréttirYfirskattanefnd hefur fellt úr gildi ákvörðun tollgæslustjóra, sem er undirmaður ríkisskattstjóra, æðsta yfirmanns Skattsins, um að synja beiðni björgunarsveitar um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna kaupa á tilteknum búnaði fyrir hús sem sveitin hafði ætlað sér að nota sem færanlega stjórnstöð í björgunarútköllum. Sendi nefndin málið aftur til tollgæslustjóra til nýrrar afgreiðslu. Slysavarnafélagið Landsbjörg kærði ákvörðunina fyrir Lesa meira
Hátt í 30 manns bjargað af Eyjafjallajökli
FréttirSíðdegis í gær voru björgunarsveitir á Hellu og Hvolsvelli boðaðar út eftir að aðstoðarbeiðni barst frá hópi skíðafólks á leið yfir Eyjafjallajökul að Fimmvörðuhálsi. Á toppi jökulsins treyst einn út hópnum sér ekki til að halda áfram. Einn leiðsögumaður hélt kyrru fyrir með viðkomandi, en hópurinn hélt áfram. Kemur þetta fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Lesa meira
Kona flutt með þyrlu á sjúkrahús eftir að „buggy-bíll“ valt út í Krossá
FréttirKonu var bjargað fyrr í dag þegar svokallaður „buggy-bíll“ sem hún ók valt út í Krossá, í Þórsmörk. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Í tilkynningunni segir að konan hafi ekið bílnum á vegslóða sem liggur ofan á varnargarði við Goðaland þegar hann valt niður garðinn og út í á. Björgunarsveitir sitt hvoru megin Lesa meira
Vélsleðaslys í nágrenni Húsavíkur
FréttirÍ tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að rétt upp úr klukkan 14 í dag hafi björgunarsveitir á Húsavík og Aðaldal verið kallaðar út vegna vélsleðaslyss við Nykurtjörn við Húsavík, skammt frá skíðasvæðinu á Húsavík. Þar hafði einstaklingur á vélsleða slasast. Upphaflega hafi verið tilkynnt um að viðkomandi hefði lent í snjóflóði en snjóflóðahætta sé Lesa meira
Einn endaði í sjónum eftir að eldur kom upp í léttabát Herjólfs – Myndir
FréttirÍ tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg kemur fram að einn maður úr þriggja manna áhöfn léttabáts Herjólfs hafi fallið útbyrðis þegar eldur varð laus í vélarrúmi bátsins fyrr í kvöld. Herjólfur var þá á leið úr Landeyjahöfn til Vestmannaeyja og var ferðin notuð til að æfa notkun léttabátsins. Björgunarskipið Þór hafi verið kallað út á hæsta Lesa meira
Nóg að gera hjá björgunarsveitum í ófærðinni
FréttirÍ tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg kemur fram að nóg hafi verið að gera í dag hjá björgunarsveitum vegna verkefna tengdum veðri og ófærð, einkum á Suðurnesjum og Suðurlandi en þó víðar. Verkefnum hafi fjölgað nokkuð þegar leið á daginn. Verkefni dagsins hafi byrjað á Suðurnesjum og uppi á Ásbrú, í Reykjanesbæ, hafi verið þó nokkuð Lesa meira
„Mér er ljúft og skylt að taka við þessum bolta“
FréttirBorghildur Fjóla Kristjánsdóttir er starfandi formaður slysavarnafélagsins Landsbjargar og verður það næstu vikurnar. Borghildur er í björgunarsveitinni Gerpi í Neskaupstað og Ársæli í Reykjavík. Hún hefur setið í stjórn Landsbjargar síðan 2019, þar af sem varaformaður síðustu þrjú ár. Í tilkynningu frá Landsbjörg er haft eftir Borghildi að henni sé ljúft og skylt að taka Lesa meira