Stjörnum prýdd BAFTA-hátíð
FókusBAFTA-verðlaunin voru veitt í Royal Albert Hall í London síðastliðið sunnudagskvöld. Áberandi var hversu margar þekktar Hollywood-stjörnur mættu, en þar á meðal voru Meryl Streep, Nicole Kidman, Amy Adams, Viola Davis, Casey Affleck og Penelope Cruz. J.K. Rowling var meðal gesta og í stuttu viðtali á rauða dreglinum lýsti hún yfir áhyggjum af uppgangi öfgaafla Lesa meira
Hver er hún?
FókusÖnnur þáttaröð af bresku spennuþáttunum Horfin lofar góðu. Hún er ekki alveg eins mögnuð og sú fyrsta sem var beinlínis átakanleg, en þar leituðu örvæntingarfullir foreldrar sonar síns sem hvarf þegar fjölskyldan var í fríi. Aðalleikararnir túlkuðu örvæntingu foreldranna svo vel að það tók á mann að horfa á þættina og eftir því sem leið Lesa meira
Fullkomið tvíeyki
FókusÞeir sem hafa fyrir reglu að horfa á Sky-fréttastöðina geta ekki annað en tekið eftir fjölmiðlamönnunum Andrew Pierce og Kevin McGuire sem reglulega mæta í stúdíó og fara yfir fréttir vikunnar. Þarna eru sannarlega menn með ólíkar skoðanir. Pierce er íhaldsmaðurinn og McGuire vinstri maðurinn. Þeir eru hið fullkomna tvíeyki. Skoðanir þeirra á mönnum og Lesa meira
Geðvonska og drungi
FókusJamaica-kráin og Fortitude eru tveir nýir þættir sem hófu göngu sína á RÚV síðastliðið fimmtudagskvöld. Ég gerði mér vonir um að Jamaica-kráin stæði undir væntingum en þættirnir eru gerðir eftir frægri bók Daphne du Maurier. Ekki varð mér að ósk minni. Umhverfið var allt svo grátt og og drungalegt og ekki bætti úr skák að Lesa meira
Sjáðu fyrstu stikluna úr annarri seríu Stranger Things
FókusÞættirnir snúa aftur þann 31. október næstkomandi
Sigur leikkvenna
FókusFramhaldsþátturinn Fangar veldur ekki vonbrigðum. Sumt í framvindunni var vissulega fyrirsjáanlegt allt frá byrjun. Vissum við til dæmis ekki flest að heimilisfaðirinn væri þrjótur sem hefði verulega slæma hluti að fela? En það er allt í lagi að við vissum það, maður horfir af áhuga, ekki síst vegna góðrar frammistöðu leikaranna. Það eru sérstaklega leikkonurnar Lesa meira
Að elska La La Land
Fókus„Gæti ég elskað konu sem elskar La La Land?“ spurði eftirlætispistlahöfundur minn, Cosmo Landesman, í grein í Sunday Times. Hann hafði farið á stefnumót og boðið í bíó konu, sem hann kynntist nýlega. Hún kolféll fyrir La La Land en hann var ekki hrifinn. „Ég held ekki að ég geti verið með konu sem elskar Lesa meira
Ekki einstök hollusta
FókusSannleikurinn um heilsufæði, þáttur frá BBC, sem sýndur var á RÚV síðastliðið mánudagskvöld, hefur komið einhverjum úr jafnvægi, það er að segja þeim sem hafa fyrir iðju að háma í sig svokallaða ofurfæðu eins og chia-fræ og gojiber. Mjög tilgerðarlegur lífsstíl, ef mér leyfist að segja mína skoðun. Í þættinum leitaði fjölmiðlakonan Fiona Phillips, sem Lesa meira
Mike Connors úr Mannix látinn
FókusMike Connors er látinn, 91 árs. Hann átti sex áratuga feril sem leikari. Hann var langþekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Mannix þar sem hann lék einkaspæjarann Joe Mannix. Mannix var gefinn fyrir flotta bíla og fór eigin leiðir, mjög óhefðbundnar, við lausn erfiðra mála. Hann lenti oft í hættulegum aðstæðum og komst ótal sinnum Lesa meira
Hann kom okkur til að hlæja
FókusBreski leikarinn Gordon Kaye, sem lést nýlega, hafði þjáðst af heilabilun í nokkur ár. Hann lést á hjúkrunarheimili. Kaye var þekktastur fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Allo Allo! þar sem hann lék kaffihúsaeigandann René Artois. Þættirnir gerðust í seinni heimsstyrjöldinni og fjölluðu á gamansaman hátt um samband íbúa í frönskum bæ og þýsks hernámsliðs. Kaye Lesa meira