fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Krúttlegu fréttirnar

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 19. febrúar 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gerist með reglulegu millibili að kvöldfréttum RÚV lýkur með hugljúfum fréttamyndum af dýrum. Pöndur eru í sérstöku dálæti hjá fréttastofunni. Þar á bæ virðast menn hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að halda upp á sem flesta afmælisdaga pandna í hinum ýmsu dýragörðum heims með því að sýna af þeim myndir. Ekki misskilja mig, ég er ekki að kvarta. Mér finnst þessi siður mjög til eftirbreytni og horfi með aðdáun á skjáinn. Ég er mikill aðdáandi pandna sem eru með krúttlegri dýrum. Engum getur verið illa við pöndur – nema þá illmennum en hjarta þeirra er líka kalt og fullt af myrkri.

Mikið yndi.
Tvíburapöndur bregða á leik Mikið yndi.

Í vikunni lauk kvöldfréttatímanum á myndum af dýri sem maður sér sannarlega ekki á hverjum degi. Þar var mætt ung en því miður munaðarlaus antílópa. „Krúttlegasta antílópa sem fæðst hefur í þennan heim,“ sagði fréttaþulurinn afdráttarlaus. Þegar maður sá antílópuna ungu hvarflaði ekki að manni að andmæla því. Hún var sannur krúttbolti. Maður varð ósjálfrátt blíður til augnanna við það eitt að sjá hana. Vonandi farnast henni vel í grimmum heimi og saknar foreldra sinna ekki um of.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta