fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025

Sjálfstæðisflokkurinn

Veiðigjöldin: SFS neitar að birta upplýsingar – heimtar gegnsæi hjá öðrum

Veiðigjöldin: SFS neitar að birta upplýsingar – heimtar gegnsæi hjá öðrum

Eyjan
09.07.2025

Eyjan hefur ítrekað beðið um afrit af fundargerðum stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi en engin svör fengið frá samtökunum, hvorki jákvæð né neikvæð. Þann 19. júní sl. sendi Eyjan tölvupóst á Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS. með beiðni um af fá afrit af öllum fundargerðum stjórnar samtakanna frá 1. júlí 2024 fram til þess dags Lesa meira

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir

EyjanFastir pennar
05.07.2025

Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera orðinn afhuga því að Íslendingar búi við lýðræði. Þingmenn hans krefjast þess að minnihluti Alþingis fái að ráða, en til vara að þeir segi meirihlutanum fyrir verkum. Það sé þeim þar að auki heilög skylda að stöðva þingræðið svo fáræðið fái sínu framgengt. Vilji alls þorra almennings sé landinu líka skeinuhættari en Lesa meira

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Eyjan
05.07.2025

Orðið á götunni er að jarðarfararstemning sé nú í Valhöll við Háaleitisbraut. Ný skoðanakönnun Maskínu sem framkvæmd fyrir DV sýnir að fylgi flokksins í Reykjavíkurborg hefur hrapað á skömmum tíma og er Samfylkingin nú langstærsti flokkurinn í borginni. Fylgisaukning sem mældist í síðustu könnun er gufuð upp og tapar flokkurinn 6,3 prósentustigum milli kannana, mælist Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

EyjanFastir pennar
05.07.2025

Á tólftu öld var Jón Loftsson Oddaverji valdamesti maður landsins. Hann naut óskoraðs álits bæði meðal samherja og óvina. Jón var fenginn til að leysa flókin deilumál annarra höfðingja þar sem enginn efaðist um vit hans og stjórnkænsku. Hann andaðist 1197 en enginn sona hans var sjálfgefinn arftaki. Oddaverjar voru næstu áratugina foringjalausir en öðrum Lesa meira

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann

Eyjan
03.07.2025

Orðið á götunni er að andrúmsloftið í þingflokksherbergi Sjálfstæðismanna í Smiðju Alþingis sé í súrara lagi. Þeir halda nú uppi miklu málþófi í þágu stórútgerðarinnar og virðast sumir þingmenn keppast við að tala sem oftast þó að þeir hafi ekkert að segja á meðan aðrir þingmenn flokksins reyna að spara raddböndin betur og hafa eitthvað Lesa meira

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

EyjanFastir pennar
25.06.2025

Svarthöfði er áhugamaður um tengsl í samfélaginu. Sér í lagi finnst honum gaman að velta fyrir sér tengslum milli peninga annars vegar og fjölmiðla og stjórnmála hins vegar. Morgunblaðið Útgáfufélag Morgunblaðsins, Árvakur, er að stærstum hluta í eigu tveggja stórra útgerðarfyrirtækja, Ísfélagsins annars vegar og Kaupfélags Skagfirðinga hins vegar. Þessir tveir aðilar fjármagna taprekstur útgáfufélagsins Lesa meira

Orðið á götunni: Pólitískir viðvaningar Sjálfstæðisflokksins skaða flokkinn með fúski

Orðið á götunni: Pólitískir viðvaningar Sjálfstæðisflokksins skaða flokkinn með fúski

Eyjan
23.06.2025

Ekki er hátt risið á nýjum og viðvaningslegum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins þessa dagana. Það er eins og þeim hafi verið gefnar fyrirskipanir um að derra sig hressilega á þingi í aðdraganda þingloka sem verða trúlega á næstu vikum. Jens Garðar Helgason, þingmaður Samherja, missti andlitið á þingi og sló um sig með stóryrðum og rökleysu sem Lesa meira

Orðið á götunni: Svandís þarf ekki að leita langt yfir skammt að samstarfsaðila

Orðið á götunni: Svandís þarf ekki að leita langt yfir skammt að samstarfsaðila

Eyjan
10.06.2025

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna sem eitt sinn voru, boðar samstarf flokksins við aðra stjórnmálaflokka um framboð til sveitarstjórna og segir hún í Facebook færslu að slíkt samstarf tryggi sterk og samstillt framboð og séu lykillinn að árangri og áhrifum á næsta kjörtímabili. Orðið á götunni er að þar með sé ljóst að Vinstri græn Lesa meira

Nýr formaður Heimdallar

Nýr formaður Heimdallar

Fréttir
03.06.2025

Formannsskipti urðu í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, á aðalfundi félagsins í kvöld. Alda María Ólafsdóttir var ein í framboði til embættis formanns og tekur við af Júlíusi Viggó Ólafssyni sem gegnt hefur formennsku síðustu tvö ár. Í fréttatilkynningu frá Heimdalli segir að Alda María hafi verið viðburðarstjóri Heimdallar á liðnu starfsári og jafnframt Lesa meira

Orðið á götunni: Kemur týndi sonurinn heim í Framsókn?

Orðið á götunni: Kemur týndi sonurinn heim í Framsókn?

Eyjan
03.06.2025

Orðið á götunni er að forystufólki stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi sé illa brugðið eftir að þjóðarpúls Gallups sýndi áþreifanlega að þorri kjósenda hefur alls engan áhuga á að kjósa þessa flokka eða veita þeim og baráttumálum þeirra nokkurt brautargengi. Sjálfstæðisflokkurinn er fastur í kringum 20 prósentin, Miðflokkurinn er vel undir 10 prósentum og Framsókn hefur aldrei Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af