Orðið á götunni: Samstarf á vinstri væng gæti gjörbreytt vígstöðunni næsta vor – Verður Sanna næsti borgarstjóri?
EyjanBorgarfulltrúinn vinsæli, Sanna Magdalena Mörtudóttir, kynnti útspil um helgina sem gæti breytt miklu í komandi borgarstjórnarkosningum. Hún ætlar ekki að bjóða sig fram fyrir Sósíalistaflokk Íslands, enda er þar allt í uppnámi og illdeilum. Hún boðar nýtt framboð og vonast eftir öflugu samstarfi á vinstri kantinum. Vert er að hafa í huga að vinstri framboðin Lesa meira
Sanna býður sig fram fyrir nýtt stjórnmálaafl
EyjanSanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í Reykjavík býður sig fram til endurkjörs í næstu kosningum sem fram fara næsta vor. Þessu greinir hún frá í myndbandi á samfélagsmiðlum en þar segist hún ætla að bjóða sig fram fyrir annað framboð og boðar félagshyggjufólk til fundar við sig um stofnun slíks framboðs og hvetur til þess Lesa meira
Orðið á götunni: Miðflokkur á flugi, miklar breytingar í borgarstjórn – enn má Sjálfstæðisflokkurinn bíða
EyjanMiðflokkurinn fengi þrjá borgarfulltrúa kjörna ef marka má nýja leynilega könnun um stuðning í borgarstjórnarkosningum. Miðflokkurinn hefur nú engan borgarfulltrúa og yrði því hástökkvari samkvæmt könnuninni sem einn flokkanna hefur látið gera fyrir sig og Eyjan hefur undir höndum. Viðreisn fengi einnig þrjá menn kjörna, Sjálfstæðisflokkurinn héldi sínum sex borgarfulltrúum en Samfylkingin bætti við sig Lesa meira
Össur skýtur föstum skotum á Gunnar Smára og Sönnu – „Þá sá ég fólið sem í honum býr“
EyjanÖssur Skarphéðinsson fyrrum formaður, þingmaður og ráðherra Samfylkingarinnar skýtur í nýrri Facebook-færslu föstum skotum á Gunnar Smára Egilsson og Sönnu Magdalenu Mörtudóttur sem nú hafa bæði stigið til hliðar úr leiðtogahlutverkum sínum í Sósíalistaflokknum. Össur segir Sönnu hafa gert það sama og hún hafi gagnrýnt þá fylkingu í flokknum, sem hún var á móti, fyrir Lesa meira
Orðið á götunni: Vinstri græn eru til í slaginn fylgislaus, peningalaus, valdalaus og húsnæðislaus
EyjanSvandís Svavarsdóttir, sem tók við formennsku í flokki Vinstri grænna og fór með hann fram af brún fylgis í síðustu kosningum, hefur nú tekið til máls eftir langt hlé. Flokkurinn naut stuðnings 2,3 prósenta kjósenda sem merkir að VG fékk engan mann kjörinn á Alþingi og naut ekki einu sinni styrkja frá ríkinu vegna þess Lesa meira
Sanna segir sig frá trúnaðarstörfum innan Sósíalistaflokksins
Eyjan„Í ljósi aðdragandans að þeim breytingunum sem síðar urðu á aðalfundi Sósíalistaflokks Íslands hef ég tekið þá ákvörðun að segja mig frá trúnaðarstörfum í innra starfi flokksins. Til upplýsingar: Þar með er ég ekki lengur pólitískur leiðtogi flokksins,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalista. „Ég verð áfram skráð í flokkinn og mun beina öllum mínum Lesa meira
Óánægðir sósíalistar ráðast á Sönnu og segja hana misnota aðstöðu sína – „Fullkomlega óeðlilegt og óviðeigandi“
EyjanTölvupóstur sem Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, sendi í aðdraganda aðalfunds flokksins hefur fallið í grýttan jarðveg hjá hluta flokksmanna. Á Rauða þræðinum, umræðuvettvangi sósíalista á Facebook, skapast miklar umræður um póstinn og er Sönnu meðal annars gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína með skeytasendingunni í nafni flokksins. Óhætt er að fullyrða að Lesa meira
Eldarnir loga enn glatt í Sósíalistaflokknum – Sanna segir að ekki sé hægt að krefjast svara á laugardögum
FréttirMiklar deilur hafa geisað innan Sósíalistaflokks Íslands undanfarna daga og hafa deilurnar m.a. farið fram fyrir opnum tjöldum í netheimum. Í færslu í opnum spjallhópi flokksins á Facebook kvartar maður nokkur yfir skorti á svörum frá Gunnari Smára Egilssyni sem hefur setið undir þungri gagnrýni flokksfólks. Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti flokksins til borgarstjórnar segir ekki Lesa meira
Lítt þekkt ættartengsl – Borgarfulltrúinn og hjólahvíslarinn
FókusÞað eru eflaust margir sem gera sér ekki grein fyrir að Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur og hinn svokallaði hjólahvíslari Bjartmar Leósson eru náskyld en Bjartmar er yngri bróðir móður Sönnu. Í Facebook-færslu rifjar Sanna upp það sem varð til þess að hún gekk til liðs við Sósíalistaflokkinn en það var glíma Lesa meira
Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
EyjanFyritækið Maskína hefur sent frá sér svokallaðan Borgarvita sem er könnun sem fyrirtækið gerir á stöðu mála í borgarmálunum á þriggja mánaða fresti. Í könnunni að þessu sinni kemur meðal annars fram að ónægja með störf Einars Þorsteinssonar borgarstjóra og meirihluta borgarstjórnar fer vaxandi frá síðustu könnun, í ágúst síðastliðnum. Það hefur hins vegar afar Lesa meira
