Áhugi Ungverja á rússnesku bóluefni gegn kórónuveirunni er áhyggjuefni fyrir ESB
PressanUngversk yfirvöld hafa áhuga á rússneska Sputnik V bóluefninu gegn kórónuveirunni en það er mjög óvenjulegt að aðildarríki ESB hafi áhuga á rússnesku bóluefni og hefur þetta valdið nokkurri spennu á milli ungverskra stjórnvalda og annarra aðildarríkja ESB. Miklos Kasler, ráðherra mannauðsmála, skrifaði nýlega á Facebook að væntanlega muni 3.000 til 5.000 Ungverjar taka þátt í klínískum tilraunum á Sputnik V bóluefninu. Þetta gæti Lesa meira
Er Pútín að íhuga að setjast í helgan stein?
PressanVladímír Pútín, Rússlandsforseti, segir ekkert hæft í orðrómi um að hann sé veikur eða á leið út úr stjórnmálum. En hvað sem því líður þá er ljóst að Pútín fer inn í jólin með stafla af vandamálum, bæði á innlendum sem erlendum vettvangi. Fyrir nokkrum vikum fór orðrómur á kreik um að Pútín sé með Parkinsonssjúkdóminn og að hann muni Lesa meira
Átta létust eftir að hafa drukkið handspritt í samkvæmi
PressanÁtta létust eftir að hafa drukkið handspritt í samkvæmi í Rússlandi eftir að áfengið var búið. Meðal þeirra látnu eru foreldrar fimm systkina sem nú eru munaðarlaus. Móðir þeirra, 48 ára, lést á fimmtudaginn og varð þar með áttunda fórnarlambið. Eiginmaður hennar og fimm karlar á aldrinum 27 til 69 ára voru meðal þeirra fyrstu Lesa meira
Ól son á dánarbeðinum – COVID-19 varð nær öllum ættingjum hans að bana
PressanSvetlana Sorochinskaya, 36 ára frá St Pétursborg í Rússlandi, lést nýlega á sjúkrahúsi í borginni. Hún hafði verið í öndunarvél um hríð en hún var með COVID-19. Skömmu áður en hún lést ól hún son en þá var hún komin í öndunarvél. Hún náði ekki að sjá son sinn áður en hún lést. Nokkrum dögum áður en hún lést Lesa meira
Snowden sækir um rússneskan ríkisborgararétt
PressanBandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden og eiginkona hans hafa sótt um rússneskan ríkisborgararétt. Hann segir að þetta geri þau til að koma í veg fyrir að vera skilin frá ófæddum syni þeirra á tímum heimsfaraldurs og lokaðra landamæra. Eiginkona hans, Lindsay, á von á barni seinnipartinn í desember að því er RIA fréttastofan segir. Snowden, sem er 37 ára, flúði frá Lesa meira
Pylsukóngurinn drepinn með lásboga – Óvæntar vendingar í rannsókn málsins
PressanRússneski pylsukóngurinn Vladimir Marugov var myrtur á mánudagsmorguninn þegar þjófar brutust inn á heimili hans, bundu hann og konu, sem var hjá honum, og kröfðust þess að fá peninga. Þeir skutu Marugov síðan til bana með lásboga. The Guardian skýrir frá þessu. Marugov var umsvifamikill í rekstri kjötvinnslufyrirtækja og var oft kallaður „pylsukóngurinn“. Konunni tókst að sleppa frá ræningjunum og hafa samband við lögregluna. Marugov var Lesa meira
Hryllingur COVID-19 í Rússlandi – „Lík, lík alls staðar“
PressanRússneskur heilbrigðisstarfsmaður hefur svipt hulunni af þeim skelfilega tolli sem kórónuveiran, sem veldur COVID-19, er að taka í landinu. Hann tók myndir af tugum líka sem var búið að pakka inn í svarta poka. „Lík, alls staðar, lík, lík,“ heyrist maðurinn segja á upptöku þar sem hann leiðir áhorfendur í gegnum anddyri og krufningarstofu en hún Lesa meira
Ætlaði að þrífa búr bjarnarins – Það varð honum að bana
PressanValentin Bulich, 28 ára, hafði lengi dreymt um að vera frægur dýratemjari og hann hafði unnið lengi við þrif á búrum bjarndýra hjá rússneska ríkissirkusnum. Hann var einnig í þjálfun sem þjálfari bjarndýranna. Nýlega fór hann inn í eitt búrið, án þess að aðrir vissu af því, til að þrífa það. Hann var sannfærður um Lesa meira
Frakkar og Þjóðverjar vilja refsa Rússum fyrir morðtilræðið við Navalny
PressanFrönsk og þýsk stjórnvöld munu leggja til að refsiaðgerðum verði beitt gegn þeim aðilum sem talið er að hafi staðið á bak við morðtilræðið við rússneska stjórnarandstöðuleiðtogann Alexei Navalny. Eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. Grunur leikur á að rússnesk stjórnvöld hafi staðið á bak við tilræðið. Frönsk og þýsk stjórnvöld hafa sent öðrum aðildarríkjum ESB Lesa meira
Slagurinn um Venus er hafinn – „Rússnesk pláneta“
PressanKapphlaupið um systurplánetu jarðarinnar, Venus, er hafið eftir að tilkynnt var að hugsanlega sé líf að finna á plánetunni. Vísindamenn hafa fundið fosfín, sem myndast í verksmiðjum hér á jörðinni eða sem úrgangsefni frá örverum. Fosfín er að finna í skýjum á Venus og því er ekki talið útilokað að þar þrífist líf í skýjunum en aðstæður á yfirborði plánetunnar Lesa meira
