Bandaríkin undirbúa óhefðbundinn stríðsrekstur gegn Rússum
EyjanBandaríska varnarmálaráðuneytið, Pentagon, hefur undanfarið unnið að undirbúningi óhefðbundinnar áætlunar til að aðstoða Úkraínu í átökum við Rússland en óttast er að Rússar muni ráðast inn í Úkraínu á næstunni. En ef þeir láta verða af því standa þeir frammi fyrir blóðugum átökum sem munu væntanlega verða þeim dýrkeypt. Samkvæmt frétt New York Times þá hyggst Pentagon láta hart mæta hörðu ef Rússar ráðast Lesa meira
Svíar hafa áhyggjur af fyrirætlunum Rússa – Hermenn sendir til gæslustarfa á götum úti
EyjanSvíar hafa miklar áhyggjur af framgöngu Rússa gagnvart Úkraínu en þeir hafa stefnt um 100.000 hermönnum að landamærum ríkjanna auk mikils magns hernaðartóla. Rússar segjast ekki hafa í hyggju að ráðast á Úkraínu en bæði Úkraínumenn og NATO óttast að þeir muni gera það á næstunni. Svíar eru ekki meðlimir í NATO og tengjast því þessu máli ekki en Lesa meira
Segir að innrás Rússa í Úkraínu geti hrundið þriðju heimsstyrjöldinni af stað
EyjanYuliia Laputina, ráðherra málefna uppgjafahermanna í Úkraínu, segir að ef Rússar ráðast af fullum þung á Úkraínu, eins og margir telja að þeir hafi í hyggju, þá séu Úkraínumenn reiðubúnir til að verjast. Hún segir að slík árás geti einnig hrint þriðju heimsstyrjöldinni af stað. Þetta sagði Laputina, sem áður var einn af æðstu yfirmönnum úkraínsku leyniþjónustunnar, í Lesa meira
Biden reiknar með að senda bandarískar hersveitir til Evrópu
EyjanJoe Biden, Bandaríkjaforseti, átti í gær símafund með leiðtogum níu austurevrópskra NATO-ríkja. Hann sagði leiðtogunum að hann reikni með að senda bandarískar hersveitir til Evrópu og þá til ríkja sem eiga landamæri að Rússlandi. Ástæðan er mikill liðsafnaður Rússa við úkraínsku landamærin en talið er að Rússar hafi í hyggju að ráðast inn í Úkraínu. Úkraína og Lesa meira
Deilur um andlitsgrímu enduðu með morði
PressanDeilur um notkun andlitsgrímu virðast hafa endað með skelfingu í gær þegar maður dró skammbyssu upp og skaut tvennt til bana á götu úti í Moskvu, höfuðborg Rússlands. Sergej Sobjanin, borgarstjóri, skýrði frá þessu. Hann sagði málið vera mikinn „harmleik“. Að auki særðust fjórir í skothríðinni, þeirra á meðal tíu ára stúlka. Skotmaðurinn var handtekinn en hann er 45 ára Lesa meira
Áhættusamt spil í Austur-Evrópu gæti valdið stríði
EyjanÁtök á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands, deilur um gas, liðsafnaður Rússa við úkraínsku landamærin. Allt eru þetta dæmi um vaxandi spennu í Austur-Evrópu og ekki er hægt að útiloka að til stríðsátaka komi. Rússar hafa að undanförnu gert umheiminum ljóst að þeir ráða yfir stóru vopnabúri sem geti gert andstæðingum þeirra lífið leitt. Þeir eru einnig í Lesa meira
Gróðureldar og alþjóðlegur þrýstingur geta ýtt undir aðgerðir Rússa í loftslagsmálum
EyjanRússar eru stór aðili á heimsmarkaði þegar kemur að útflutningi á olíu og gasi en hafa ekki verið mjög áhugasamir um aðgerðir í loftslagsmálum fram að þessu. En gróðureldar og alþjóðlegur þrýstingur geta breytt þessu. Lengi vel voru Rússar, aðallega stjórnvöld, þeirrar skoðunar að loftslagsbreytingarnar væru aðallega vandamál annarra og að Rússar væru með allt sitt á Lesa meira
Rússnesk yfirvöld breyta um taktík við að fá fólk til að láta bólusetja sig
PressanÁ fimmtudaginn greindust rúmlega 40.000 Rússar með kórónuveiruna og var þetta í fyrsta sinn síðan heimsfaraldurinn skall á sem meira en 40.000 smit greindust á einum sólarhring. Þennan sama dag voru rúmlega 1.100 andlát af völdum COVID-19 skráð og höfðu þá aldrei verið fleiri að sögn rússneskra fjölmiðla. Ein helsta ástæðan fyrir þessum skelfilegu tölum er Lesa meira
Kórónuveirusmitum fjölgar mikið víða í Evrópu – 4 mánaða útgöngubann
PressanVíða í Evrópu er kórónuveiran nú í mikilli sókn, sérstaklega í austurhluta álfunnar. Í síðustu viku tilkynntu yfirvöld í Lettlandi og Rússlandi um nýjar sóttvarnaaðgerðir sem verða að teljast ansi harðar. Í Rússlandi hefur hvert dapurlega metið á fætur öðru verið slegið að undanförnu hvað varðar fjölda smita og andláta af völdum COVID-19. Til að bregðast við þessu Lesa meira
Rússar fara á fjörurnar við Grænlendinga – Vilja samstarf um fiskveiðar
PressanMörg ríki hafa áhuga á Grænlandi þessa dagana vegna legu landsins og hinna auðugu náttúruauðlinda. Skemmst er að minnast þess að Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, vildi gjarnan kaupa þessa stærstu eyju heims. Því tóku bæði Danir og Grænlendingar fálega. En Rússar hafa einnig áhuga á Grænlandi og hafa sýnt mikinn áhuga á auknu samstarfi ríkjanna hvað Lesa meira