Zelenskyy segir að stimpla eigi Rússland sem hryðjuverkaríki
FréttirVolodomyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, hefur endurtekið ákall sitt um að Rússland verði lýst hryðjuverkaríki. Þetta gerði hann í kjölfar árásar Rússa í Zaporizhhzhia þar sem að minnsta kosti 14 létust og rúmlega 70 særðust, þar á meðal 11 börn. Árásin var gerð um helgina. Í ávarpi sínu í nótt sagði Zelenskyy að „hryðjuverk sé glæpur sem verði að refsa fyrir“. Lesa meira
Ráðgjafi Zelenskyy segir ummæli Pútíns „kaldhæðnisleg“
FréttirÞað að saka Úkraínu um hryðjuverk í kjölfar sprengingarinnar á Kerch brúnni, sem liggur á milli meginlands Rússlands og Krímskaga, er „of kaldhæðnislegt, meira að segja fyrir Rússland“. Þetta sagði Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Volodomyr Zelenskyy, Úkraínuforseta, í gær um ummæli Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, sem sagði að sprengingin á brúnni, snemma á laugardagsmorguninn, hafi verið hryðjuverk af hálfu Úkraínumanna. Pútín sakaði úkraínskar sérsveitir um að Lesa meira
„Gáfu“Pútín stórar fallbyssur í „afmælisgjöf“
FréttirSlóvakar fögnuðu sjötugsafmæli Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, á föstudaginn með því að gefa úkraínska hernum tvær Slovak Zuzana-2 stórskotaliðsbyssur. Jaro Nad, varnarmálaráðherra landsins, skýrði frá þessu á Twitter. „Til að fagna sjötugsafmæli hans fær ofbeldismaðurinn Pútín nú þessar tvær fallbyssur í afmælisgjöf,“ skrifaði Nad og bætti við að enn fleiri byssur verði sendar til Úkraínu. Byssurnar geta skotið sex skotum á mínútu og Lesa meira
Segja að Úkraínumenn hafi hert árásir sínar á rússnesk landsvæði
FréttirFrá byrjun mánaðarins hafa úkraínskar hersveitir hert árásir sínar á rússnesk landsvæði töluvert. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem rússneska öryggislögreglan FSB sendi frá sér í gær. CNN segir að í tilkynningunni komi fram að síðustu vikuna hafi rúmlega 100 árásir verið gerðar með flugskeytum, stórskotaliðsbyssum, sprengjuvörpum og drónum á 32 byggðir í Bryansk-, Kursk- og Belgorod-héruðunum.
Útiloka ekki að erlent ríki hafi staðið á bak við skemmdarverk á þýsku járnbrautunum á laugardaginn
FréttirÍ mati frá þýsku sambandsríkislögreglunni kemur fram að ekki sé útilokað að erlent ríki hafi staðið á bak við skemmdarverk á merkjakerfi þýsku járnbrautanna á laugardaginn. Þá stöðvaðist nær öll lestarumferð um norðanvert landið. Þetta kemur fram í hættumati sambandsríkislögreglunnar sem Bild hefur komist yfir. Skemmdarverkin á merkjakerfinu voru unnin aðeins tveimur vikum eftir að göt voru Lesa meira
Herkvaddir Rússar fá undarlega kveðjugjöf frá yfirvöldum
FréttirÍ rússneska héraðinu Sakha, sem er í Síberíu, hafa þeir karlmenn, sem hafa verið kvaddir í herinn, fengið ansi sérstaka kveðjugjöf frá yfirvöldum. Francis Scarr, fréttamaður BBC, skýrði frá þessu á Twitter og birti myndband af því þegar hermenn opna „pokann sinn“. Á upptökunni heyrist að þeir hlæja þegar þeir sjá að í pokanum er súkkulaði, skyndihjálparbúnaður og dömubindi. Áður Lesa meira
Segir að árásin á brúna hafi kveikt þörf fyrir „hefnd“
FréttirSergei Aksyonov, héraðsstjóri á Krímskaga, segir að árásin á Kerch brúna á laugardaginn hafi kveikt þörf fyrir „hefnd“. Brúin skemmdist mikið í sprengingu á laugardaginn. Hún er mjög mikilvæg fyrir flutning á hergögnum og nauðsynjum til Krím og suðurhluta þess svæðis sem Rússar hafa hertekið í Úkraínu. Brúin hefur einnig mikið táknrænt gildi fyrir Rússa og Lesa meira
Segir að drónar í Norðursjó geti verið fyrsta skrefið í árás
FréttirDrónaflug nærri borpöllum í Norðursjó, fjögur rússnesk skip við Ålbæk Bugt og skemmdarverk á Nord Stream 1 og 2 gasleiðslunum. Allt getur þetta tengst að mati sérfræðinga. Eins og fram hefur komið í fréttum þá voru sprengjur sprengdar við Nord Stream 1 og 2 gasleiðslurnar í Eystrasalti nýlega og eru þær ónothæfar. Á síðustu vikum hefur orðið vart við drónaflug nærri Lesa meira
Rússneskur diplómat varar Vesturlönd við að láta Úkraínu fá langdræg vopn
FréttirÚkraínski herinn á ekki að fá langdræg vopn né öflugri vopn en hann hefur yfir að ráða núna. Að minnsta kosti ekki ef Aleksej Polistjtjuk fær að ráða. Hann er háttsettur embættismaður í úkraínsku utanríkisþjónustunni. Hann segir að Vesturlönd fari yfir „rauða línu“ ef þau senda langdræg vopn og öflugri til Úkraínu. Með Vesturlöndum á hann við Bandaríkin Lesa meira
Öflug sprenging í Belgorod í Rússlandi
FréttirSprengingar hafa kveðið við í Rússlandi og Úkraínu í morgun. Eins og DV skýrði frá fyrr í morgun þá urðu sprengingar í Kyiv, Lviv, Ternopil og Dnipro í Úkraínu í morgun. Síðustu fregnir herma að Rússar láti flugskeytum enn rigna yfir Kyiv. Rétt áðan bárust fréttir af öflugri sprengingu í Belgorod í Rússlandi. Borgin er um 40 kílómetra frá úkraínsku landamærunum. Reuters hefur eftir sjónarvotti Lesa meira
