Zelenskyy hvetur hermenn til að taka fleiri fanga
FréttirVolodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, hvatti í gærkvöldi úkraínska hermenn til að taka fleiri fanga á vígvellinum og sagði að það muni gera Úkraínumönnum auðveldara fyrir við að fá úkraínska hermenn leysta úr haldi Rússa. Hann lét þessi orð falla nokkrum klukkustundum eftir að Rússar og Úkraínumenn skiptust á 218 föngum, þar af 108 úkraínskum konum. „Þeim Lesa meira
Þetta eru merki um að Pútín sé að undirbúa beitingu kjarnorkuvopna
FréttirHvað mun gefa til kynna að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, sé að undirbúa notkun kjarnorkuvopna í Úkraínu? Þessi spurning var lögð fyrir sérfræðinga í grein í tímaritinu the Atlantic. Svör þeirra voru þessi: Hótanir Pútíns og annarra rússneskra embættismanna um beitingu kjarnorkuvopna verða beinskeyttari Pavel Podvig, sérfræðingur í málefnum tengdum rússneskum kjarnorkuvopnum, sagði að ráðamenn í Kreml muni aðeins íhuga að beita kjarnorkuvopnum ef Rússar Lesa meira
11 skotnir til bana í rússneskum herbúðum – Rússneski herinn stendur frammi fyrir enn fleiri vandamálum
FréttirÁ laugardaginn voru að minnsta kosti 11 hermenn skotnir til bana og 15 særðir í herbúðum í Belgorod í Rússlandi. Fórnarlömbin voru sjálfboðaliðar. Það voru tveir nýliðar sem skutu félaga sína til bana eftir að til deilna kom um trúarbrögð. Árásarmennirnir féllu fyrir byssukúlum hermanna. En þetta mál er aðeins eitt af mörgu málum sem Lesa meira
Há dánartíðni meðal rússneskra hermanna
FréttirHelmingur þeirra rússnesku hermanna sem særast í stríðinu í Úkraínu deyr. Þetta er mat úkraínskra yfirvalda. The Kyiv Independent skýrir frá þessu og segir að ástæðan fyrir þessari háu dánartíðni sé að hinir særðu fái lélega læknismeðferð og viljaleysis yfirmanna til að flytja alvarlega særða hermenn til Rússlands. Þetta er haft eftir herforingja í úkraínska hernum. Hann sagði Lesa meira
Bandaríkin tilbúin með fleiri vopn fyrir Úkraínumenn – Eiga að gera mikið gagn á vígvellinum
FréttirÍ ljósi „grimmdarlegra flugskeytaárása á óbreytta borgara“ hafa bandarísk stjórnvöld ákveðið að veita 725 milljónum dollara til aðstoðar við Úkraínu. Peningarnir verða notaðir til að kaupa vopn og skotfæri fyrir úkraínska herinn. Antony Blinken, utanríkisráðherra, sagði að horfa þurfi á þessa aðstoð í ljósi „grimmdarlegra flugskeytaárása Rússa á óbreytta borgara um alla Úkraínu“. Hann lagði einnig Lesa meira
Sprengingar í Kyiv – Segir að sjálfsmorðsdrónar hafi verið notaðir
FréttirSprengingar heyrðu í miðborg Kyiv klukkan 06.35 og 06.45 að staðartíma í morgun. Rétt áður voru loftvarnaflautur þeyttar. Vitaly Klitsjko, borgarstjóri, segir að sprengingar hafi orðið í Sjevtsjenko hverfinu í miðhluta borgarinnar. Þetta hverfi varð fyrir miklum árásum Rússa þann 10. október. Þá létust minnst 19 og 105 særðust. Ekki hafa borist fréttir af mannfalli í morgun. Norska ríkisútvarpið, sem er Lesa meira
Pútín neyddist til að hringja í einn af fáum vinum sínum
FréttirEr Pútín örvæntingarfullur? Það er spurningin sem vaknar við lestur nýlegrar skýrslu frá Institute for the Study of War (ISW). Í henni kemur fram að Rússar séu nærri því að verða búnir með vopna- og skotfærabirgðir sínar. Þetta varð til þess, að því er segir í skýrslunni, að Pútín neyddist til að hringja í gamlan vin sinn, Aleksandr Lukashenko einræðisherra í Hvíta-Rússlandi. „Rússar hafa Lesa meira
Segir orðræðu Pútíns um kjarnorkuvopn hafa einn tilgang – Segir að svona geti sviðsmyndirnar verið ef Pútín beitir kjarnorkuvopnum
FréttirVladímír Pútín, Rússlandsforseti, hefur ítrekað haft í hótunum um að beita kjarnorkuvopnum í Úkraínu. Það er einn tilgangur með þessum hótunum hans að sögn Alexander Høgsberg Tetzlaff, majórs og hernaðarsérfræðings við herfræðideild Kaupmannahafnarháskóla. Í samtali við TV2 sagði hann að þegar Pútín ræði um kjarnorkuvopn sé það til að koma í veg fyrir að NATO blandi sér í átökin því hann viti að ef það gerist Lesa meira
10.000 manns missa vinnuna hjá IKEA
FréttirÍ mars lokaði IKEA öllum verslunum sínum í Rússlandi í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Þá störfuðu 12.000 manns hjá keðjunni í Rússlandi. Nú hafa 10.000 þeirra misst vinnuna. Þetta sagði Jesper Brodin, forstjóri eignarhaldsfélagsins Ingka, í samtali við AFP. Hann sagði þetta í tengslum við birtingu rekstrarafkomu fyrirtækisins. Á heimsvísu jókst velta þess um 6,5% og var 44,6 milljarðar Lesa meira
Utanríkismálastjóri ESB segir að rússneskum hersveitum verði „gereytt“ ef kjarnorkuvopnum verður beitt í Úkraínu
FréttirJosep Borrell, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn ESB, sagði í gær að ef Rússar beiti kjarnorkuvopnum í Úkraínu verði hersveitum þeirra „gereytt“. Sky News segir að Borrell hafi sagt að ef kjarnorkuvopnum verði beitt gegn Úkraínu muni það kalla á hörð viðbrögð, ekki með kjarnorkuvopnum, en svo öflugar hernaðarlegar aðgerðir að rússneska hernum verði „gereytt“. NATO fylgist grannt með hreyfingum Lesa meira
