Hilmar segir Íslendinga sýna dómgreindarbrest: „Getum ekki átt von á neinu góðu frá Rússum í framhaldinu“
FréttirHilmar Þór Hilmarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri og fyrrverandi starfsmaður Alþjóðabankans, segist telja að í þeirri stöðu sem uppi er í heiminum sé best fyrir vopnlausa smáþjóð eins og Ísland að halda sig til hlés í hernaðarbrölti. Hilmar gerir stöðu Íslands innan NATO og þá miklu ólgu sem ríkir vegna innrásar Rússa í Úkraínu að umtalsefni Lesa meira
Friðrik Þór leiðir dómnefnd á umdeildri kvikmyndahátíð í Rússlandi – „Ég er forvitinn um hvað Rússar eru að gera“
FréttirKvikmyndaleikstjórinn og framleiðandinn Friðrik Þór Friðriksson mun leiða dómnefnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Moskvu. Fjölmargir vestrænir aðilar og Úkraínumenn hafa kallað eftir sniðgöngu á hátíðinni eftir innrás Rússa inn í Úkraínu. Aðspurður segist Friðrik Þór alls ekki styðja málstað Rússa. „Ég er forvitinn um hvað Rússar eru að gera,“ segir hann. Notuð í áróðri fyrir Lesa meira
Mótmæla við kjörstaði gervikosninganna í Rússlandi
FréttirYulia Navalnaya, ekkja stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny sem drepinn var fyrir skemmstu, var á meðal mótmælenda við kjörstaði í forsetakosningunum í Rússlandi. Kosningarnar eru almennt taldar vera gervikosningar og úrslitum verði hagrætt þannig að Pútín vinni yfirburðasigur. Mótmælin bera yfirskriftina „Hádegi gegn Pútín“ og eru skipulagðar af stuðningsfólki Navalny. En hann var myrtur þann 16. febrúar Lesa meira
Vilja banna innflutning á rússnesku áli – Auðvelt að flytja inn annars staðar frá
FréttirÓsætti er komið upp innan Evrópusambandsins vegna nýjasta þvinganapakka gegn Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. Fulltrúar sumra ríkja telja þær allt of bitlausar og að gera þurfi meira. Meðal annars er rætt um að banna innflutning á rússnesku áli. Pakkinn var tilkynntur þann 22. febrúar og markaði að stríðið hafi staðið yfir í tvö ár. Í honum Lesa meira
Segir líklegt að Rússar ráðist á Ísland komi til átaka: „Engar líkur á að Rússar myndu líta framhjá því“
FréttirFabian Hoffmann, sérfræðingur í varnarmálum, segir að Rússar myndu að líkindum beina spjótum sínum að Íslandi kæmi til átaka milli þeirra og Atlantshafsbandalagsins, NATO. Hoffmann er í viðtali í Morgunblaðinu í dag þar sem farið er yfir stöðu mála í stríðinu í Úkraínu og hugsanlegri stigmögnun sem margir óttast að verði að veruleika. Hafa sérfræðingar í ríkjum NATO varað við Lesa meira
Varpa ljósi á innihald bréfa sem Navalny skrifaði síðustu mánuðina sem hann lifði
FréttirBandaríska blaðið New York Times hefur komist yfir hluta af bréfum sem andófsmaðurinn Alexei Navalny skrifaði í fangaklefa sínum í Rússlandi síðustu mánuðina sem hann lifði. Alexei lést í fangelsi síðastliðinn föstudag en hann var svarinn andstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og telja margir, þar á meðal ekkja Navalny, að Pútín hafi fyrirskipað að hann skyldi myrtur. Bréfin sem New York Times birtir þykja gefa ákveðna innsýn í hugarheim Navalny síðustu mánuðina hans. Hann Lesa meira
Ekkjan segir að þetta sé ástæðan fyrir því að Rússar vilja ekki láta lík Navalny af hendi
Fréttir„Vladimír Pútín drap eiginmann minn,“ segir Yulia Navalnaya, ekkja Alexei Navalny sem lést í fangelsi í Rússlandi á föstudag. Alexei var einn harðasti gagnrýnandi Pútíns Rússlandsforseta og telja margir að hann hafi verið drepinn að hans skipun. Yulia birti í morgun myndband þar sem hún tjáir sig um dauða eiginmanns síns, en hún er ekki Lesa meira
Íslendingar bregðast við dauða Navalny: „Sorgardagur fyrir mannkynið“
FréttirÓhætt er að segja að fregnir af dauða rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny hafi vakið hörð viðbrögð úti í heimi og eins hér á landi. Navalny var harður andstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og hafði hann gagnrýnt stjórnarhætti hans ítrekað. Stuðningsmenn hans munu vafalítið beina spjótum sínum að Pútín og rússneskum yfirvöldum í kjölfar andlátsins. Navalny afplánaði fangelsisdóm Lesa meira
Baldur varar við: „Við megum aldrei líta út eins og við séum veikasti hlekkurinn“
FréttirBaldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að stjórnvöld hér á landi hafi vanrækt verulega varnar- og öryggismál á undanförnum árum. Baldur ræðir þetta meðal annars í umfjöllun Morgunblaðsins í dag um öryggismál Íslands, en bent er á það að óvissa ríki um framtíð Bandaríkjanna í NATO komist Donald Trump til valda í forsetakosningunum vestanhafs í haust. Baldur telur Lesa meira
Segjast hafa fundið „villur“ í meðmælum eina stríðsandstæðingsins
FréttirRússneska kjörstjórnin segist hafa fundið „villur“ í þeim gögnum sem forsetaframjóðandinn Boris Nadezhdin skilaði inn. Kosningarnar fara fram þann 15. til 17. mars en fastlega er búist við því að sigur Pútín verði tryggður með öllum ráðum. Að sögn kjörstjórnar hefur fundist dáið fólk á meðal þeirra 100 þúsund einstaklinga sem eru á meðmælalista Nadezhdin. Lesa meira