fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025

Óttar Guðmundsson

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

EyjanFastir pennar
09.08.2025

Hrumleiki og elliglöp eru meðal fjölmargra yrkisefna Hávamála: Óminnishegri heitir sá er yfir öldrum þrumir. Hann stelur geði guma. Gleymska hrellir aldraða og stelur persónuleika þeirra. Þetta vita allir sem hafa umgengist gamalt fólk með minnistruflanir. En fleiri hliðar eru á minnisleysi en óminnishegrinn. Gerpla Halldórs Laxness fjallar um skáldið Þormóð Bessason Kolbrúnarskáld og ódauðlegt Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

EyjanFastir pennar
02.08.2025

Ein helsta kvörtun fólks hjá geðlæknum er lífsleiði og tilbreytingarleysi tilverunnar. Lífið líður hratt hjá og dagarnir eru næsta keimlíkir. Margir eiga þó því láni að fagna að upplifa einstök glæsileg andartök í eigin lífi sem „lýsa eins og leiftur um nótt.“ Mér kemur í hug þýski knattspyrnumaðurinn Jurgen Sparwasser. Hann var leikmaður austurþýska landsliðsins Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

EyjanFastir pennar
26.07.2025

Á dögunum lést úti í Ameríku leik- og söngkonan Connie Francis. Þessi frétt vakti litla athygli enda var Connie orðið gömul kona og flestum gleymd. Mér var þetta áfall enda var Connie fyrsta ástin í mínu lífi. Unglingaherbergið á æskuheimili mínu við Bergstaðastræti var þakið myndum af Connie úr þýska tímaritinu Bravó. Hún vakti mig Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi

EyjanFastir pennar
19.07.2025

Þorgeir Hávarsson í Fóstbræðrasögu var óþolinmóður maður. Þegar honum leiddist orðavaðall eða málþóf á baðstofuloftinu hjó hann stundum hausinn af viðmælanda sínum. Flestir landsmenn eru sammála um það að umræðan á þingi um veiðigjald og fiskveiðistjórnun hafi verið óumræðilega leiðinleg. Sömu rökin með og á móti voru endurtekin í sífellu og venjulegt fólk löngu búið Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér

EyjanFastir pennar
12.07.2025

Þórður Andrésson af ætt Oddaverja snerist gegn Gissuri Þorvaldssyni í átökum Sturlungaaldar á 13du öld. Þessi andstaða Þórðar misheppnaðist hrapallega og var hann handtekinn af Gissuri og tekinn af lífi. Þegar Þórður baðst vægðar og fyrirgefningar sagðist Gissur fyrirgefa honum þegar hann væri dauður. Ég var alinn upp á vinstri sinnuðu heimili. Faðir minn gaf Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

EyjanFastir pennar
05.07.2025

Á tólftu öld var Jón Loftsson Oddaverji valdamesti maður landsins. Hann naut óskoraðs álits bæði meðal samherja og óvina. Jón var fenginn til að leysa flókin deilumál annarra höfðingja þar sem enginn efaðist um vit hans og stjórnkænsku. Hann andaðist 1197 en enginn sona hans var sjálfgefinn arftaki. Oddaverjar voru næstu áratugina foringjalausir en öðrum Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

EyjanFastir pennar
28.06.2025

Smekkur kvenna á karlmönnum er ærið misjafn. Mörg fól í Íslendingasögum nutu mikillar kvenhylli eins og Þjóstólfur fóstri Hallgerðar langbrókar. Seinni tíma Njáluskýrendur eru á einu máli um ódrenglyndi og fantaskap Þjóstólfs en Hallgerður elskaði hann heitt og innilega. Reyndar lét hún drepa hann að lokum en það tilheyrði tíðarandanum. Allar vildu meyjarnar eiga Gunnar Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Ofbeldi í nánum samböndum

Óttar Guðmundsson skrifar: Ofbeldi í nánum samböndum

EyjanFastir pennar
14.06.2025

Í Landnámabók er sagt frá ömurlegu hjónabandi þeirra Hallbjarnar Oddssonar frá Kiðjabergi og Hallgerðar Oddsdóttur. Það var sérlega „óástúðlegt“ að sögn bókarinnar. Þau deildu hart um búsetu og flutninga sem endaði með því að Hallbjörn hjó höfuðið af Hallgerði. Lauk þar með bæði rifrildi og hjónabandi. Önnur Hallgerður var gift heimilisofbeldismanninum Gunnari Hámundarsyni á Hlíðarenda. Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Þráin eftir Trump

Óttar Guðmundsson skrifar: Þráin eftir Trump

EyjanFastir pennar
07.06.2025

Ævintýri HC Andersens um nýju fötin keisarans heillaði mig í æsku. Ég dáðist að litla drengnum sem þorði að benda á það augljósa meðan allir hirðmennirnir lugu að hinum allsbera keisara. Hirðin sameinaðist í heilagri meðvirkni til að halda áhrifum sínum, tekjum og vinnu. Bandarísk stjórnmál hafa alltaf vakið athygli hérlendis. Íslendingar fylgjast með kosningum Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Bólu-Hjálmar

Óttar Guðmundsson skrifar: Bólu-Hjálmar

EyjanFastir pennar
24.05.2025

Eitt öflugasta og fátækasta skáld 19. aldar var Hjálmar Jónsson frá Bólu í Blönduhlíð í Skagafirði. Hann þótti níðskældinn og var kærður fyrir sauðaþjófnað af nágrönnum sínum. Eftir löng réttarhöld var hann sýknaður og hrökkluðust hjónin í kjölfarið frá Bólu. Hann var listfengur og liggja eftir hann margir glæstir smíðisgripir og útskurður í lokuðum dyblissum Þjóðminjasafns. Kvæði Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af