fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025

Orðið á götunni

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Eyjan
03.09.2025

Ekki var þess lengi að bíða að framhald yrði á hernaði stórútgerðarinnar í veiðigjaldamálum gegn ríkisstjórninni og þjóðarhagsmunum. Fyrir helgi tilkynnti Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson (Binni), forstjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, að fiskvinnslunni Leo Seafood yrði lokað og 50 manns sagt upp. Binni kenndi hækkun veiðigjalda um og sagði orðrétt í viðtali við RÚV: „Þeim skal ekki Lesa meira

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan

Eyjan
27.08.2025

Mikil umræða hefur verið um það atvik er mótmælendur komu í veg fyrir að fyrirlesari frá Bar-Ilan háskólanum í Ísrael gæti flutt erindi í Þjóðminjasafninu í byrjun þessa mánaðar. Þessi fyrirlestur var í boði Rannsóknarstofnunar Háskóla Íslands á sviði lífeyrismála (e. Pension Research Institute Iceland – PRICE). Ýmsir hafa orðið til þess að slengja fram Lesa meira

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann

Eyjan
22.08.2025

Vextir eru einn stærsti kostnaðarliður hvers heimilis og þeirra fyrirtækja sem skulda. Stór hluti fyrirtækja á Íslandi, þar með talin flest stærstu fyrirtækin, m.a. öll stærri útgerðarfyrirtæki, hafa yfirgefið krónuhagkerfið og nota nú ýmist evru eða Bandaríkjadal. Það þýðir að þau fyrirtæki fjármagna sig í hinum erlendu myntum en ekki í íslenskum krónum. Þetta skiptir Lesa meira

Orðið á götunni: Seðlabankinn styður aðhaldsstefnu ríkisstjórnarinnar – formaður Sjálfstæðisflokksins skrækir

Orðið á götunni: Seðlabankinn styður aðhaldsstefnu ríkisstjórnarinnar – formaður Sjálfstæðisflokksins skrækir

Eyjan
20.08.2025

Ákvörðun um óbreytta stýrivexti var fyrirsjáanleg. Frá því að núverandi ríkisstjórn tók við völdum fyrir átta mánuðum hefur verðbólga verið á niðurleið og stýrivextir einnig. Við stjórnarskiptin var kyrrstaða nokkur ára rofin. Vaxtalækkunarferli gæti haldið áfram fljótlega ef tekst að koma í veg fyrir sjálfvirkar hækkanir neysluvarnings hjá stórmörkuðum og olíufélögum sem halda verði uppi. Lesa meira

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Eyjan
17.08.2025

Eftir sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor gæti Sjálfstæðisflokkurinn endað valdalaus í minnihluta í nær öllum helstu sveitarfélögum landsins ef úrslitin verða eitthvað í námunda við þær skoðanakannanir sem birtar hafa verið í sumar. Orðið á götunni er að núverandi ríkisstjórnarflokkar gætu fengið meirihluta í öllum stærri sveitarfélögum landsins, að Garðabæ einum undanskildum. Þá er um að ræða Lesa meira

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Eyjan
15.08.2025

Hagfræðingar bankanna keppast nú við að slá því föstu að vextir lækki ekki meira á þessu ári. Nefnt er til sögunnar að verðbólga mælist of há og því verði áfram að beita mjög virku aðhaldi á hagkerfið með háum raunvöxtum. Raunstýrivextir nú eru 3,5 prósent en raunvextir á lánum sem heimilum og fyrirtækjum standa til Lesa meira

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Eyjan
11.08.2025

Flestum er í fersku minni hið gegndarlausa málþóf sem stjórnarandstaðan viðhafði í veiðigjaldamálinu í vor og langt fram á sumar. Margir hafa velt fyrir sér hvað stjórnarandstöðuþingmönnum gekk til og ýmsar kenningar verið á lofti í þeim efnum. Einna helst hefur verið talið að ítök stórútgerðarinnar innan stjórnarandstöðuflokkanna séu svo alger að á þeim bæjum Lesa meira

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Eyjan
08.08.2025

Það er ekki björgulegt útlitið hjá Framsóknarflokknum um þessar mundir. Í þingkosningunum á síðasta ári þurrkaðist flokkurinn út á höfuðborgarsvæðinu og samkvæmt skoðanakönnunum eru horfur á að flokkurinn þurrkist út úr borgarstjórn næsta vor og yrðu þingkosningar núna næði flokkurinn tveimur kjördæmakjörnum þingmönnum í Norðaustur- og Suðurkjördæmum en félli undir fimm prósenta lágmarkið til að Lesa meira

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Eyjan
31.07.2025

Orðið á götunni er að ritstjóri Morgunblaðsins hafi toppað sjálfan sig í ósmekklegheitum með leiðara blaðsins í gær. Þarf þó mikið til vegna þess að leiðararnir hafa margir verið ærið steiktir, svo ekki sé fastar kveðið að orði. Má sem dæmi nefna leiðarann sem birtist á þriðjudag þar sem leiðarahöfundur tók undir samsæriskenningar villta hægrisins Lesa meira

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Eyjan
29.07.2025

Orðið á götunni er að almenningur sé búinn að fá sig fullsaddan af tíðum og kjánalegum upphlaupum og upphrópunum stjórnarandstöðunnar. Í veiðigjaldamálinu gekk stjórnarandstaðan gersamlega fram af fólki með Íslandsmeti í málþófi. Ræður stjórnarandstæðinga voru þar svo innihaldslausar að flestir töldu að ekki væri hægt að toppa sig á því sviði. Orðið á götunni er Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af