fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025

Orðið á götunni

Orðið á götunni: Guðrún sækir í uppskriftabók Davíðs – en hún er enginn Davíð

Orðið á götunni: Guðrún sækir í uppskriftabók Davíðs – en hún er enginn Davíð

Eyjan
17.09.2025

Stöðugildum á vegum ríkisins fjölgaði um 538 eða 1,9 prósent í fyrra og voru stöðugildin um síðustu áramót 29.054. Eins og gefur að skilja eru þau flest staðsett á höfuðborgarsvæðinu og 65 prósent þeirra tilheyra konum. Heilbrigðisráðuneytið er með flest stöðugildin, rúmlega 13 þúsund, og þar af eru fimm þúsund á Landspítalanum. Stöðugildum fjölgaði mest Lesa meira

Orðið á götunni: Lilju berst stuðningur úr óvæntri átt – hefnd og sögulegar sættir?

Orðið á götunni: Lilju berst stuðningur úr óvæntri átt – hefnd og sögulegar sættir?

Eyjan
16.09.2025

Fáum dylst að mikill titringur er innan Framsóknarflokksins, sem virðist á góðri leið með að þurrkast út að óbreyttu. Orðið á götunni er að sjaldan hafi verið meiri urgur í Framsóknarmönnum en nú og þarf engan að undra það í ljósi bágrar stöðu flokksins. Ljóst er að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, á mjög undir Lesa meira

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna

Eyjan
12.09.2025

Tíu þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp til laga um að fjármálaráðherra verði heimilað að selja hlut ríkisins í Landsbankanum. Gerir frumvarpið ráð fyrir að salan verði með útboðsfyrirkomulagi og opið öllum, ekki einungis fagfjárfestum og fyrirtækjum. Orðið á götunni er að þetta frumvarp Sjálfstæðismanna sé vanhugsað og í raun birtingarmynd þess að þingmenn flokksins Lesa meira

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?

Eyjan
11.09.2025

Orðið á götunni er að umræður um stefnuræðu forsætisráðherra eigi að vera einmitt það: Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra. Í gærkvöldi flutti forsætisráðherra stefnuræðu sína í Alþingi en allur gangur var á því hvort fulltrúar stjórnarandstöðunnar, sem töluðu fyrir hönd sinna flokka, töluðu yfirleitt um þá stefnu sem forsætisráðherra kynnti. Fyrst í ræðustól á eftir Kristrúnu Lesa meira

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Eyjan
10.09.2025

Við setningu Alþingis í gær vandaði Halla Tómasdóttir forseti Íslands um við þingmenn og hvatti þá til að bæta þingstörf. Hún sagði þingmenn ekki eiga að keppast við að setja met í málþófi. Hugsanlega væri kominn tími til að breyta þingskapalögum eða jafnvel stjórnarskrá í þessum tilgangi. Við sömu athöfn birtist Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis Lesa meira

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Eyjan
09.09.2025

Fyrirsjáanlegt var að stjórnarandstaðan myndi finna fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur allt til foráttu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sýndu í vor og sumar hressilega á spil sín með Íslandsmeti í málþófi og fleiri miður gáfulegum uppákomum en óneitanlega kemur nokkuð á óvart að formaður og reynslumesti þingmaður Sjálfstæðisflokksins skuli leyfa sér að halda því fram að í Lesa meira

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Eyjan
08.09.2025

Orðið á götunni er að fyrsta fjárlagafrumvarp Daða Más Kristóferssonar komi skemmtilega á óvart. Áætlaður halli er 15 milljarðar, sem er 11 milljörðum minna en ráð var gert fyrir í fjármálaáætlun sem samþykkt var í vor. Þetta er tugum milljarða undir hallarekstrinum í ár, en þrátt fyrir að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hafi setið frá því Lesa meira

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Eyjan
06.09.2025

Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, gekk fram af flestum landsmönnum með forneskjulegum skoðunum, yfirgangi og ruddalegri framkomu gagnvart Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, verkefnastýru Samtakanna 78, í Kastljósi á mánudag. Orðið á götunni er að hann hafi hins vegar talað inn í sinn markhóp og að í þeim hópi sé gerður góður rómur að málflutningi hans. Enginn vafi leikur Lesa meira

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru

Eyjan
05.09.2025

Sjálfstæðismenn dreymir um að komast til valda í Reykjavík eins og tíðkaðist oft á síðustu öld. Sá draumur virðist vera mjög fjarlægur en engu að síður virðast ýmsir vilja taka að sér að leiða lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum eftir átta mánuði. Flokkurinn á nú mikið safn af einnota leiðtogum í Reykjavík síðasta aldarþriðjunginn, allt frá Lesa meira

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Eyjan
03.09.2025

Ekki var þess lengi að bíða að framhald yrði á hernaði stórútgerðarinnar í veiðigjaldamálum gegn ríkisstjórninni og þjóðarhagsmunum. Fyrir helgi tilkynnti Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson (Binni), forstjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, að fiskvinnslunni Leo Seafood yrði lokað og 50 manns sagt upp. Binni kenndi hækkun veiðigjalda um og sagði orðrétt í viðtali við RÚV: „Þeim skal ekki Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af