Tveir landsfundir
EyjanTveir stjórnmálaflokkar sem eru í hálfgerðri krísu halda landsfundi um þarnæstu helgi. Sjálfstæðismenn koma að vanda saman í Laugardalshöll, en Vinstri græn þinga á Selfossi. Í Sjálfstæðisflokknum fer nú fram nokkur naflaskoðun, menn spyrja hvers vegna fylgið sé svo miklu minna en forðum tíð og þá ekki síst hvers vegna flokkurinn sé svo fylgislítill meðal Lesa meira
Ástandið – fanatík og vitleysa
EyjanGrein Þórs Whitehead prófessors persónunjósnir sem beindust að íslenskum konum á fyrstu árum hernámsins í vakti mikla athygli þegar hún birtist í Sögu snemma árs 2014. Greinin var byggð á gögnum sem komu úr fórum Jóhönnu Knudsen og voru geymd á Þjóðskjalasafninu, en þau mátti ekki opna fyrr en 2011. Þessi tími var kallaður „ástandið“ Lesa meira
Sanders og Clinton
EyjanTveir forsetaframbjóðendur – annar er sjálfstæður og heiðarlegur og segir eins og er að á Wall Street sé svindl viðskiptalíkan, hinn er undirlægja fjármagnsaflanna, fer undan í flæmingi, og svo verður það áfram.
Fáir máta sig opinberlega við forsetaembættið – eftir hverju bíður Ólafur?
EyjanMaður heyrir ekki mikið af fólki sem gengur með forsetann í maganum – það er líka erfitt þegar Ólafur Ragnar situr á fleti fyrir og gefur ekkert upp um áform sín. Eftir hverju er hann að bíða? Í ágætu bréfi sem mér barst segir að hann hann hljóti að segjast ætla að hætta og standa Lesa meira
Hallgrímur sjóveikur í München
EyjanHallgrímur Helgason kemur til mín í Kiljuna í kvöld með nýja bók sem nefnist Sjóveikur í München, kemur út jafnóðum á íslensku og þýsku. Bókin fjallar um þegar Hallgrímur, að loknu stúdentsprófi, fer til Þýskalands og ætlar að nema myndlist. Nema hann er einrænn og á erfitt með að tengjast fólki og er ekki hrifinn Lesa meira
Skömmtun og sjálftaka
EyjanÞað er fagnaðarefni að salan á hlutabréfum í Símanum skuli nú koma til kasta Alþingis – og í raun furðulegt að þingmenn skyldu ekki kveikja á þessu fyrr. Hvar eru Framsóknarmennirnir sem var svo heitt í hamsi vegna nýbygginga Landsbankans? Skýringarnar sem koma á sölu á þessum hlutabréfum til valdra klíkubræðra eru allsendis ófullnægjandi og Lesa meira
Latte-lepjandi lopatreflar – á öndverðri 19. öld
EyjanHin nýja skáldsaga Einars Más Guðmundssonar, Hundadagar, kemur samtímis út á íslensku og dönsku og hefur vakið mikla athygli. Eins og áður er komið fram fjallar bókin um Jörund hundadagakonung, en líka margt fleira – Einar fer vítt og breitt um söguna og hún verður honum tilefni til alls kyns hugleiðinga. Einn þeirra sem er Lesa meira
Þjóðaratkvæðagreiðslur sem aldrei urðu
EyjanÞað er ábyggilega nokkuð til í því hjá Gunnari Smára Egilssyni að oftrú á þjóðaratkvæðagreiðslur sé varasöm og að slíkar kosningar geti klofið þjóðir og skapað deilur, úlfúð og andstyggilegheit. En stjórnmálin eru reyndar full af slíku nú þegar – þótt þjóðaratkvæðagreiðslurnar séu sárafáar, í raun ekki nema þrjár á tíma íslenska lýðveldisins, þegar greidd Lesa meira
Ólafur Ragnar gegn stjórnarskrárbreytingum
EyjanÞað er náttúrlega út í hött að Ólafur Ragnar Grímsson skuli ekki geta sagt hvort hann vill halda áfram sem forseti fyrr en um áramót. Þarf ekki að hafa mörg orð um það. En þetta kemur svosem ekki á óvart, Ólafur hefur lengi umgengist forsetaembættið eins og það sé prívatumdæmi hans. Hann nefnir í viðtalinu Lesa meira
Íslensk efnisveita?
EyjanNetflix, YouTube og niðurhal eru að breyta sjónvarpi þannig að ekki verður snúið aftur. Áhorf á „línulaga“ dagskrá minnkar meðal ungs fólks – og það er eins með þetta og hverfandi lestur dagblaða, þetta er orðinn hlutur og breytist ekki aftur. Um leið verður enskan fyrirferðarmeiri. Á sjöunda áratug síðustu aldar var háð á Íslandi Lesa meira
