fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025

Óflokkað

Grímulaus hulduher

Grímulaus hulduher

Eyjan
23.10.2015

Vigdís Hauksdóttir talar um aðför hulduhers að Framsóknarflokknum. En þetta er samt grímulaust. Þá vaknar spurningin hvort hulduher geti verið grímulaus – eða er eitthvað allt annað á seyði? Upp rifjast ummæli Stefáns Valgeirssonar, sem eitt sinn var þingmaður Framsóknarflokksins, og var um tíma talinn vera liðsmaður hulduhers, kannski sá eini. Aðspurður um  þetta sagði Lesa meira

Húsnæðismálin vefjast rækilega fyrir Framsókn

Húsnæðismálin vefjast rækilega fyrir Framsókn

Eyjan
22.10.2015

Húsnæðismálin er mikið að vefjast fyrir Framsóknarflokknum. Það er kannski ekki furða – þau voru aðalmálin hjá honum fyrir kosningar. Eygló Harðardóttir kemur fram með nýstárlegar hugmyndir um lækkun byggingakostnaðar. Þetta eru reyndar svo róttækar hugmyndir að þar geta leyst allan vanda eins og hendi sé veifað. Ef til dæmis, samkvæmt þeim, 100 aðilar sem Lesa meira

Smávegis um landsfundi Sjálfstæðisflokks og Vg

Smávegis um landsfundi Sjálfstæðisflokks og Vg

Eyjan
22.10.2015

Það er heldur raunalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fara inn á landsfund, sem byrjar í dag, með aðeins 21 prósents fylgi í skoðanakönnun. Öruggt er að það bætir ekki skap fundarmanna – það verður ekki auðvelt að blása þeim sóknaranda í brjóst við þessar aðstæður. Ekki er þó ólíklegt að eitthvað verði rætt um hin einkennilegu Lesa meira

Er Netanyahu farinn að hvítþvo Hitler?

Er Netanyahu farinn að hvítþvo Hitler?

Eyjan
21.10.2015

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, er hættulegur ofstækismaður, ósvífinn, spilltur, með snert af mikilmennskuæði – en hann er ekki heimskur. En megalómanían er farin að taka á sig ansi öfgafullar myndir. Netanyahu er svo viss um stöðu sína að hann sýnir sjálfum Bandaríkjaforseta eintóman hroka, tekur þátt í kosningabaráttu með andstæðingum hans úr Repúblikanaflokknum. Hann mætir Lesa meira

Ekki það sem var talað um

Ekki það sem var talað um

Eyjan
21.10.2015

Eins og ég hef áður sagt er nánast óbærilegt að hlusta á sönglið í greiningardeildum sem eru að spá um íslenskt efnahagslíf. Jú, það er um að gera að rýna í efnahagsmálin – veitir ekki af í okkar óstöðuga hagkerfi þar sem menn treysta sér aldrei til að sjá nema nokkur misseri fram í tímann. Lesa meira

Þroskasaga Jóns Gnarrs í Kiljunni

Þroskasaga Jóns Gnarrs í Kiljunni

Eyjan
21.10.2015

Jón Gnarr er í viðtali í Kiljunni í kvöld um nýju bókina sína, Útlagann. Þetta er einlægt og hreinskilið viðtal – ég segi eins og er að mér fannst áhrifamikið að tala við Jón um unglingsárin, lífið í héraðskólanum að Núpi í Dýrafirði, ógnvekjandi læknisaðgerð sem hann fór í og tímann þegar hann var á Lesa meira

Freistnivandi

Freistnivandi

Eyjan
21.10.2015

Má ekki segja að þarna hafi skapast ákveðinn freistnivandi? (Hugtak sem fór að heyrast kringum hrunið, ég játa að ég skil ekki alveg muninn á þessu og því sem eitt sinn kallaðist brotahneigð.) Að Sjálfstæðisflokkurinn leiðist út í að skammta sínum mönnum annan bankann en Framsóknarmenn fái hinn. Annað eins hefur nú gerst.

Mest lesið

Ekki missa af