Gamalkunn andlit í hópi þeirra sem vilja eignast banka – hverjir ná að ganga í augun á lífeyrissjóðunum?
EyjanVið erum að koma að tímanum þegar stóra útsalan hefst í íslensku samfélagi – brunaútsalan myndu einhverjir kalla það. Og hverjir verða kaupendurnir? Hverjir hafa áhuga? Það virðist vera að að aðferðin til að eignast banka sé að stofna fjárfestahóp og reyna síðan að ná lífeyrissjóðum til liðs við sig. Þeir eru lykillinn að þessu. Lesa meira
Nútíminn er mun skárri
EyjanMerkilegir þessir karlar, aðallega eldri karlar, sem hneykslast á játningum í bókum og fjölmiðlum. Jú, ókei, forsíðurnar geta stundum orðið aðeins of margar, en sama samt. Við sem erum komin á miðjan aldur munum líka gamla samfélagið, þögnina, leyndarmálin. Þegar ekkert var látið uppi um samkynhneigð, þegar heimilisofbeldi, kynferðisofbeldi, barnaníð og áfengissýki lá í þagnargildi Lesa meira
James Bond, enn einu sinni
EyjanNú er tími til að tygja sig á James Bond. Maður verður víst í hópnum sem hleypur til strax í kvöld og fer á nýju myndina, Spectre. Kannski ætti maður að vera búinn að fá nóg af Bond? Við fjölskyldan höfum verið að horfa á gamlar Bondmyndir undanfarið – þær eru flestar frámunalega hallærislegar. Fyrst Lesa meira
Stórfelldar samfélagsbreytingar vinna með Demókrötum en Repúblikanar eiga varla séns
EyjanBreytingar á íbúasamsetningu Bandaríkjanna og lífsviðhorfum valda því að frambjóðendur Repúblikana eiga varla neina von í forsetakosningum. Þetta skrifar kosningasérfræðingurinn Stan Greenberg í mjög áhugaverðri grein sem birtist í Guardian. Hann byrjar á að lýsa furðufuglunum sem eru í framboði fyrir Repúblikanaflokkinn. Ben Carson sem segir að umbætur Obamas í heilbrigðismálum séu það versta sem Lesa meira
Sprengjum skalann í þunglyndislyfjum
EyjanÞað kennir ýmissa grasa í skýrslu OECD um heilsufar í ríkjum víðsvegar um heim sem kemur út undir heitinu Health at a Glance. Ísland kemur á flestum sviðum þokkalega út og það er náttúrlega alltaf gott að vita að hér er minnstur barnadauði í heimi. Svo er alltaf merkilegt að sjá hversu dýr og óhagkvæm Lesa meira
Of stórt mál til að menn ræði það – þægilegra að tala um eitthvað smærra sem við erum vön að rífast um
EyjanÁgætur vinur minn hafði skotið á það þegar við hittumst í morgun að fjölmiðlarnir hefðu fjallað 4-6 sinnum meira um Ríkisútvarpið síðustu dagana en sjálft mál málanna – uppgjör föllnu bankanna. Um Ríkisútvarpið er rifist fram og til baka, það er orðinn meira en árviss viðburður, fremur að deilurnar blossi upp tvisvar á ári og Lesa meira
Hagsmunaskrímslið og slóð peninganna
EyjanTölur um styrki til stjórnmálaflokka samkvæmt árskýrslum þeirra sem birtust í Íslandi í dag skýra íslensk stjórnmál ágætlega, betur en margt annað. Þar kom í ljós að 80 prósent af styrktarfé frá fyrirtækjum rennur til núverandi stjórnarflokka. Þarna er peningaslóðin. Það kemur í ljós að fyrirtæki í sjávarútvegi styrkja stjórnmálaflokkana um 14,5 milljónir, af þessu Lesa meira
Eins og að sjá uppvakning
EyjanÞú veist að þú ert orðinn geðveikur þegar þú vaknar í heimi þar sem þjóðkirkjuprestar móðgast fyrir hönd miðla. Þetta skrifaði einn vinur minn á Facebook í gærkvöldi eftir að hafa orðið vitni að því að prestur hvetur til þess að Stöð 2 verði sniðgengin vegna umfjöllunar um miðla. Það er svolítið eins og maður Lesa meira
Listakona sem flaug hátt í stórborgum en endaði snauð og vanmetin á Íslandi
EyjanÍ Kiljunni annað kvöld rekjum við sögu listakonunnar Nínu Sæmundsson eins og hún birtist í nýrri bók um líf hennar og list eftir Hrafnhildi Schram. Ævi Nínu er dramatísk og mikið um óvæntar vendingar. Hún var sveitastúlka austan úr Fljótshlíð, fædd 1892, ein 15 systkina, sum dóu. Hún brýst til mennta, fer í listaakademíuna í Lesa meira
Hátt í helmingur kjósenda í fullkomnu andófi – stoppistöð eða endastöð hinnar ólgandi óánægju?
EyjanVinur minn einn, sem oft hefur reynst glöggur skýrandi kosninga og samfélagsmála, segir að stjórnarflokkarnir „hafi þetta allt í hendi sér“. Þeir muni hafa nægt fé handbært til þess að „kaupa“ næstu kosningar ef þurfa þykir. Þessi maður telur að ríkisstjórnarflokkarnir verði nærri því að ná meirihluta saman aftur í kosningunum 2017. Það er náttúrlega Lesa meira
