Mjög gagnlegt skýringamyndband um borgarastríðið í Sýrlandi
EyjanHér er sérlega skilmerkilet myndband sem er vel þess virði að eyða fimm mínútum í að horfa á. Þarna er rakin saga átakanna í Sýrlandi og flokkadrættir skýrðir út. Íran, Hezbollah og Rússland standa með Assad. Rússar eru gamlir bandamenn Assadfeðganna, en hvað varðar Íran og Hezbollah er skýringin sú að þarna eru shía-múslimar á Lesa meira
Sisýfosarmýtan og Fargo
EyjanHér er bók sem kom aftan úr hillu í tiltekt í dag. Nokkurn veginn gleymd, en þó snjáð frá því hér í eina tíð. Bókin er allt í einu orðin heimsfræg aftur og það í alveg nýju samhengi. Hún kemur við sögu, og er jafnvel örlagavaldur, í annarri seríunni af Fargo, einhverri snjöllustu þáttaröð í Lesa meira
Stríðsárasaga Páls Baldvins – andúð á flóttamönnum árið 1938
EyjanÍ Kiljunni í kvöld fjöllum við meðal annars um nýja bók eftir Pál Baldvin Baldvinsson sem fjallar um stríðsárin á Íslandi, tímann frá 1938 til 1945. Páll velur að byrja söguna aðeins áður en heimsstyrjöldin hefst – það er í raun mjög eðlilegt. Meðal þess sem fræðast má um í þessu mikla riti (1100 blaðsíður, Lesa meira
Við höfum kampavínið!
EyjanCharlie Hebdo sem kemur á göturnar á miðvikudagsmorgun, forsíðumynd eftir teiknarann Coco. Ils ont les armes. On les emmerde. On a le champagne. Þeir hafa vopnin. Fari þeir í rassgat. Við höfum kampavínið. On les emmerde er tilvitnun í ungan mann sem lifði af árásina á Bataclan tónleikastaðinn.
Ljótir orðaleppar
EyjanÉg er málvöndunarmaður í hófi, en stundum fer þó orðalag í taugarnar á mér. Til dæmis þetta að „að hjóla í e-n“ sem sést víðaí fjölmiðlum þessa dagana. Og svo líka að „drulla yfir“ eða „drulla upp á bak“, það sést að vísu sjaldan í fjölmiðlum en þeim mun oftar á samskiptamiðlum. Þess vegna varð Lesa meira
Ólafur Ragnar og Saudi-Arabía
EyjanAf Vísi.is í morgun: Forsetinn var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun og var býsna afdráttarlaus í tali. Þar upplýsti Ólafur Ragnar Grímsson um að hann hefði komist að því á fundi með fulltrúum erlends ríkis fyrir nokkru að ríki sem vill rækta öfgakennt íslam vildi skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi. Lesa meira
Vestrið uppfyllir drauma Isis
Eyjan„Ímyndaðu þér hvað óvinur þinn vill að þú gerir og gerðu þveröfugt við það. Enginn lærdómur stríðs er jafnoft sniðgenginn og þessi.“ Þetta segir Sir Simon Jenkins, einn frægasti blaðamaður Bretlands, í grein sem hann skrifar í The Guardian í dag. Jenkins segir að síðan á föstudag hafi Vesturlönd uppfyllt drauma Íslamska ríkisins. Það hafi Lesa meira
Paul Krugman: Að óttast óttann
EyjanFyrirsögn á nýjum pistli eftir Paul Krugman í New York Times er Fearing Fear Itself – Að óttast sjálfan óttann. Hann er náttúrlega að vísa í fræga ræðu Franklins Roosevelts forseta frá því á kreppuárunum. Kjarninn í grein Krugmans er að hryðjuverkamenn reyni að ala á ótta – vegna þess að þeir séu ekki færir Lesa meira
Hundablístrustjórnmál
EyjanMaður er svolítið hugsi yfir því hvað það er sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þorir ekki að segja hug sinn um – og aðrir ráðamenn í Evrópu, ef marka má hann. Sigmundur er þó kannnski ekki alveg maðurinn til að tala fyrir munn þeirra allra, en hann nefnir einhvern pólitískan rétttrúnað sem á að standa í Lesa meira
Loftárásir Frakka eru líka til innanlandsbrúks
EyjanMunu loftárásir Frakka á svæði Daesh hafa einhver áhrif? Jú, einhverri eyðileggingu munu þær valda. En hugsanlega eru þær meira til heimabrúks, til að sýna að franska stjórnin geti brugðist hart við. Í desember eru kosningar í Frakklandi, þar er kosið um hverjir stjórna hinum átján héruðum Frakklands. Í Frakklandi starfar einn stærsti, best skipulagði Lesa meira
